Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 68
jólin. 8 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 Yndislegt að gefa og þiggja upplifun í jólagjöf Flúðasigling, matjurtanámskeið og dáleiðsla meðal gersema í Óskaskríninu. Unnið í samstarfi við Óskaskrín Færst hefur í aukana að fólk kjósi að gefa ástvinum upp-lifun í jólagjöf – slíkt kemur í veg fyrir að óþarfa dót safnist upp og gefur fólki tækifæri til þess að skapa ógleymanlegar minningar. Óskaskrín hefur um árabil boðið upp á öskjur sem inni- halda upplifun af ýmsum sortum; yndislega matarupplifun, köfunar- námskeið, nudd eða dekur, svo fátt eitt sé nefnt. Gjöfin hentar einkar vel að gefa þeim sem „eiga allt“ og ekki síð- ur þeim sem annað hvort hafa lítinn tíma til þess að velja gjafir eða kjósa frekar að gefa inneign í minningarbankann en einhverja hluti sem mismikil þörf er fyrir. Hægt er að fá óskaskrín sem hentar öllum, ungum sem öldn- um og innan hvers skríns er val um nokkrar upplifanir þannig að sá sem gefur þarf ekki að ákveða hvers lags upplifun sá sem þiggur kýs. Nýtt fyrir þessi jól – um enn meira að velja Fyrir þessi jól kynnir Óskaskrín nýjar útgáfur af skrínum: • Útivist • Eðal Dekur • Námskeið • Glaðningur fyrir tvo Í útivistarskríninu má meðal annars finna norðurljósa- og jöklaferð, fjórhjólaferð um Reykjanes, köf- un og flúðasiglingu. Í eðaldekrinu má til að mynda finna dáleiðslu, lúxus andlitsmeðferð og klippingu og litun. Í námskeiðaskríninu er til dæmis fjarnámskeið í ljósmynd- un, námskeið og garðhönnun og matjurtanámskeið. Í glaðning fyrir tvo innihalda skrínin alls konar dekur og rómantík fyrir tvo/tvö/ tvær að njóta. Þar má finna hót- elgistingu, spa og námskeið í Bjór- skólanum og ýmislegt fleiri sem gaman er að upplifa með ástvini. Óskaskrín fæst í Eymundsson og verslunum Hagkaups á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að panta Óskaskrín beint heim að dyr- um gegnum vefsíðuna oskaskrin.is Þetta er fljótleg og einföld upp- skrift að súkkulaðibúningi sem tekur ekki nema nokkrar mínútur að búa til, en þarf að standa í kæli í nokkra klukkustundir áður en hann er borinn fram. Því hentar að gera hann að morgni eða jafn- vel deginum áður. Gott hráefni er lykilatriðið í uppskriftinni og því er mikilvægt að nota góð egg og gott smjör en fyrst of fremst eins gott súkkulaði og völ er á. Súkkulaðið á helst að vera dökkt á bilinu 60-80%. Súkkulaðibúðingur 2 egg, við stofuhita 170 g dökkt gæða súkkulaði, saxað 4 msk vatn 4 msk strásykur 4 msk ósaltað smjör fínmalað sjávarsalt • Eggjahvítur og eggjarauður eru aðskildar. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. • Súkkulaði, vatni, sykri og smjöri og örlitlu af salti er blandað saman í stálskál sem er sett yfir pott með sjóðandi vatni. Hitinn á að vera nægur til að súkkulað- ið bráðni, en það má ekki vera of mikill hiti. • Þegar súkkulaðið er bráðnað og öllu hefur verið blandað vel saman þá er skálin tekin af hit- anum og eggjarauðunum bland- að saman við. Eggjahvítunum er næst blandað varlega saman við með sleikju þar til búðingurinn hefur náð jafnri og sléttri áferð. • Búðingnum er hellt í glös eða skálar sem eru settar í kæli, helst í nokkrar klukkustundir. • Borið fram kalt með þeyttum rjóma. Fljótlegur eftirréttur Leyndarmálið að góðum súkkulaðibúðingi er gott súkkulaði. Unnsteinn Manúel Stef-ánsson og Eva María Jónsdóttir tóku við hlutverki verndara UN Women á Íslandi þann 25. nóvember síðastliðin. Þau tóku við af leikkonunni Unni Ösp Stef- ándóttur og mannfræðiprófess- ornum Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur. Dagsetningin var ekki tilviljun; 25. nóvember er alþjóð- legum baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundu ofbeldi. Unnsteinn og Eva María tóku við keflinu í ljósagöngu UN Women. Mikilvægt að karlar taki þátt Þegar verndarar UN Women eru spurðir hvers vegna þeir hafi ákveðið að taka hlutverkið að sér segir Unnsteinn það vera mikil- vægt að fá fleiri karlmenn til að taka þátt í baráttu samtaka eins og UN Women. „Kynbundið ofbeldi og misrétti kvenna er oftast af karlavöldum. Þess vegna þurfum við ekki síður að taka þátt í umræðunni. Ég held það sé mikilvægt að skoða af hverju mannskepnan beitir ofbeldi. En ekki síður hef ég mikla trú á fram- tíðinni og hvernig menntun og þekking muni breyta kjörum kvenna t.d. í þriðja heim- inum. Og þar með breytist allur heimurinn,“ segir Unnsteinn um nýtt hlutverk sitt sem verndari sem hann tók nýlega að sér ásamt Evu Maríu Jónsdóttur sem bætir við: „Að taka afstöðu með mann- úð, mannréttindum og mann- legri reisn er nauðsynlegt. Ef tækifæri býðst til að gera það á áþreifanlegan hátt er maður fljótur að þiggja það og stökkva um borð með samtökum eins og UN Women.“ Kvenmiðuð neyðar- aðstoð Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta í heimin- um. Konur í Mosul og þar í kring flýja nú grimman veruleika og búa við skelfilegar aðstæður. UN Women samhæfir aðgerðir hjálp- arsamtaka og tryggir konum og stúlkum kvenmiðaða neyðar- aðstoð til dæmis með dreifingu sæmdarsetta. Tekið er mið af þörf- um kvenna eftir aðstæðum og er innihald sæmdarsettanna í takt við þær þarfir. UN Women dreifir nú sæmdarsettum til kvenna á flótta í Írak sem innihalda dömu- bindi, sápu, tannbursta, tann- krem, teppi, barnaföt, tvo pakka af bleium, uppþvottasápu, hand- klæði og vasaljós. Ein jólagjöf er andvirði sæmdarsetts fyrir konu á flótta. Jólagjöfin kostar 3.990 krón- ur og fæst á www.unwomen.is.Unnsteinn Manúel og Eva María Nýir verndarar UN Women á Íslandi Að taka afstöðu með mannúð, mannréttindum og mannlegri reisn er nauðsynlegt Unnsteinn Manuel og Eva María nýir verndarar UN Women á Íslandi. Sæmdarsett Inniheldur t.d. dömubindi, tannbursta, sápu og vasaljós. Spa Yndislegt er að gefa afslöppun og dekur í jólagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.