Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þeir Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magn-ús Tryggvason Eliassen mynda ADHD. Hljóm- sveitin hefur verið til í átta ár, keyrð áfram af leit í tónlistinni og djúpri vináttu. Römm er sú taug. Þegar þeir tínast einn af öðrum inn til fundar, sem fer fram yfir kaffi- bolla í plötubúðinni Lucky Records við Rauðarárstíg, eru faðmlögin innileg. Samt er þetta ein af þeim hljómsveitum sem er lítið gefin fyr- ir æfingar, hlutirnir gerast bara í hljóðveri eða á sviðinu. Tónlistin er því eins lífræn og hún getur orðið. Það er best þannig. „Það er ekkert sérstaklega auð- velt að ná okkur fjórum saman,“ segir Ómar Guðjónsson gítarleik- ari. „Það er helst að það gangi sæmilega þegar við erum á leiðinni í flug og þá reynist það jafnvel ekk- ert grín,“ segir hann brosandi. Stóri bróðir hans, Óskar, sem leik- ur á saxófón, tekur undir þetta: „Við vorum að spila í Þýskalandi um daginn og þá kom til okkar ægilega áhugasamur gestur eftir tónleika og spurði hvað við æfðum „Því frjálsari sem maður getur verið – því betra“ ADHD – fjórir bókstafir sem tákna greiningu upp á athyglisbrest og ofvirkni, en eru líka heiti á íslenskri hljómsveit sem býr til sína eigin sérstæðu blöndu af tónlist. Sveitin er kennd við djasstónlist en smíðar samt einstakan hljóðheim og sækir áhrif í ýmsar áttir. Tónlistin er stundum hægfljótandi en fer síðan allt í einu á mikið flug. ADHD sendir nú frá sér nýjustu plötu sína sem er númeruð eins og allar hinar og heitir ADHD6. Því var full ástæða fyrir Fréttatímann til að stefna þessum tónlistarmönnum saman til fundar. Hljómsveitin ADHD hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína heima og heiman. Nú er komin út ADHD6, nýjasta platan með þessari sérstöku blöndu. Myndir | Rut oft í viku. Ég svaraði nú bara: „Ha, æfingar? Ég þekki ekkert þessa menn.““ Það gerist ekki oft að það komi upp deilur eða rifrildi hjá þessum mönnum, þó allir séu þeir stórir tónlistarmenn með hæfileika í bíl- förmum. Magnús rifjar reyndar um óljósa sögu af því þegar bræð- urnir Óskar og Ómar rifust um yf- irráð yfir forláta blýanti. Það voru víst svæsnar deilur og drógust á langinn. „Ókei, gott og vel,“ segir Ómar. „Við erum auðvitað bræður og með sérleyfi til að rífast og slást sem við notum til algjörra hátíða- brigða,“ segir Ómar hlæjandi. Ferðalögin eru límið Þetta er kannski orðum aukið, en ferðalögin og tónleikahaldið er það sem heldur ADHD saman, þar ger- ist galdurinn. „Það er eins gott að hafa það gaman og gott með þeim sem maður spilar með tónlist, því að spilatíminn á sviði er bara hluti af þessu. Það er líka alls konar bið og hangs,“ heldur Óskar áfram. Magnús trymbill, sá sem tjáir sig minnst í spjallinu við kvartettinn (enda eru hinir málglaðir) er á því að ferðalögin skili miklu. „Við höf- um sem betur fer allir gaman af Jólatilboð hnetusteik, salat og sósa 1690 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.