Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Í byrjun nóvember voru tvö embætti í brennidepli. Don-ald Trump var kosinn í emb-ætti Bandaríkjaforseta og sjónvarpsserían The Crown var frumsýnd en hún fjallar um líf og störf Elísabetar II. Breta- drottningar. Hvort tveggja voru gífurlega vinsælir sjónvarpsvið- burðir. Sterkar andstæður birtust í þessum tveimur víddum. Margir á Vesturlöndum gleymdu sér við að horfa á hið eldforna og stífa breska konungdæmi í búninga- dramanu í Buckingham-höll í stað þess að fylgjast með raunveruleik- anum í Hvíta húsinu, sem kannski mun helst líkjast leikmyndinni í raunveruleikaþættinum The App- rentice. Á tímum óstöðugleika í stjórnmálum, Brexit og mikils fylg- is utangarðsmanna eins og Trumps og Marine Le Pen í Frakklandi, virðist trú á hinu hefðbunda lýð- ræðiskerfi minnka stöðugt. Sumir mæra því kosti þess að eiga góða konungsfjölskyldu í hásætinu sem getur tryggt stöðugleikann þó hún sé valdalaus að mestu. Það er ein- kennilegt að heyra fólk réttlæta að völd gangi í erfðir, nú á 21 öldinni. Heyrum því hvað það hefur eigin- lega að segja. Kosningarnar og Trump „frábær rök fyrir konungsstjórn“ Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum vekja ýmsar kenndir. Ein er sú að nú hugnast mörgum konungsstjórn. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Þversagnakennd umræða Slíkar vangaveltur hafa birst í mörgum af helstu blöðum hins enskumælandi heims eftir hin sögulegu úrslit í kosningunum vest- anhafs. Þversögn liggur í konung- dæmum. Fáir myndu skipa kóng eða drottningu í stað þess lýðræðis- lega þjóðhöfðingja sem fyrir er, nú á 21. öldinni. Það væri tímaskekkja. En samt vill meirihluti þegna í kon- ungdæmunum – til dæmis Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Belg- íu og auðvitað Bretlandi – ríghalda í þau, enda skapi þau svo mikinn stöðugleika, séu góð fyrir túrisma, þjóðartákn og þar fram eftir götun- um. „Pælið í kóngi, Ameríka!“ Skemmtilegur aðsendur pistill birt- ist í New York Times nokkrum dög- um fyrir kosningarnar eftir Niko- lai Tolstoy, greifa, sagnfræðing og formann The International Monarchist League eða Alþjóð- legra samtaka konungssinna. Kannski hlaut hún náð ritstjórnar vegna óvissunnar og umrótsins í kosningunum í Bandaríkjun- um. Tolstoy greifi er af sömu rússnesku aðalsætt og Lev, rithöfundurinn mikli. Hann er líka breskur þjóðernissinni, ákaf- ur stuðningsmaður Brexit og á lista hjá UKIP, flokki Nigel Farage. Greinin heitir einfaldlega „Veltið fyrir ykkur konungdæmi, Banda- ríkjamenn“ og í henni rekur Tol- stoy kosti þess stjórnarfyrirkomu- lags í stað lýðveldisins sem hinir dáðu stofnfeður Bandaríkjanna komu á fót. Washington og Lincoln- -fjölskyldurnar, ættingjar George og Abrahams, hefðu getað haldið um valdataumana allt fram á þenn- an dag og sameinað þjóðina mun betur en raunveruleikinn ber vitni. Úr holræsinu beint á toppinn Það er engin vitleysa, að mati Tol- stoy. Bandaríkjamenn þurfi að- eins að kíkja yfir landamærin til Kanada, frábærs lýðræðisríkis þar sem samt ríkir þingbundin kon- ungsstjórn undir Bretadrottningu. Tolstoy nefnir ýmsar hugmyndir Winstons Churchill. Kannski sjá margir sjónvarpsáhorfendur leik- arann John Lithgow fyrir sér þegar hann er nefndur á nafn, enda leik- ur hann breska forsætisráðherrann í The Crown, áðurnefndum þátt- um um drottninguna. Churchill taldi að mistök hafi verið að reka habsborgarveldið og Hohenzollern- -ættina úr keisarastóli í Austurríki- -Ungverjalandi og Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina og kenndi þar Bandaríkjamönnum og áhrif- um nývæðingar um. Og vegna þess tómarúms hefði „Hitlersskrímslið skriðið úr holræsinu og beint á valdastólinn“. Tolstoy telur líka að ákvörðunin um að steypa Jap- anskeisara ekki af stóli eftir síðari heimsstyrjöldina hafi verið góð því þannig hafi Japan getað haldið jafn vel á málum og raun ber vitni. „Forherðing og hanaslagur“ Það er ef til vill kaldhæðnislegt að það sem mest rímar við nútím- ann í nokkuð vemmilegri upptaln- ingu Nikolai Tolstoy á dásemdum konungsstjórnar, séu orð enska átjándu aldar fræðimannsins Ed- wards Gibbon, en hann skrif- aði á sínum tíma stórmerka bók um fall Rómarveldis: „Kosturinn við konungdæmi er að stofnunin eyðir flokkadráttum með því að vera yfir skaðlega forherðingu og hanaslag kjörinna fulltrúa hafin.“ Þessi orð hljóma allavega ekki fá- ránlega í sumra eyrum. Bandarísk stjórnmál einkennast af gríðarlegri spennu og sundrungu á milli stríð- andi fylkinga. Breski presturinn og pistlahöfundurinn Giles Fraser skrifaði grein í The Guardian eft- ir kosningarnar í Bandaríkjunum með fyrirsögninni „Bandarísku Kóngafólk þarf stöðugt að vera viðstatt þingsetningar. „Kosturinn við konung- dæmi er að stofnunin eyðir flokkadráttum með því að vera yfir skaðlega forherðingu og hanaslag kjörinna fulltrúa hafin.“ Öllu er tjaldað til í búningadramanu um líf og störf Elísabetar II Englands- drottningar en Netflix eyddi um 160 milljónum dollara í herlegheitin.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.