Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 03.12.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 03.12.2016, Qupperneq 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Í byrjun nóvember voru tvö embætti í brennidepli. Don-ald Trump var kosinn í emb-ætti Bandaríkjaforseta og sjónvarpsserían The Crown var frumsýnd en hún fjallar um líf og störf Elísabetar II. Breta- drottningar. Hvort tveggja voru gífurlega vinsælir sjónvarpsvið- burðir. Sterkar andstæður birtust í þessum tveimur víddum. Margir á Vesturlöndum gleymdu sér við að horfa á hið eldforna og stífa breska konungdæmi í búninga- dramanu í Buckingham-höll í stað þess að fylgjast með raunveruleik- anum í Hvíta húsinu, sem kannski mun helst líkjast leikmyndinni í raunveruleikaþættinum The App- rentice. Á tímum óstöðugleika í stjórnmálum, Brexit og mikils fylg- is utangarðsmanna eins og Trumps og Marine Le Pen í Frakklandi, virðist trú á hinu hefðbunda lýð- ræðiskerfi minnka stöðugt. Sumir mæra því kosti þess að eiga góða konungsfjölskyldu í hásætinu sem getur tryggt stöðugleikann þó hún sé valdalaus að mestu. Það er ein- kennilegt að heyra fólk réttlæta að völd gangi í erfðir, nú á 21 öldinni. Heyrum því hvað það hefur eigin- lega að segja. Kosningarnar og Trump „frábær rök fyrir konungsstjórn“ Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum vekja ýmsar kenndir. Ein er sú að nú hugnast mörgum konungsstjórn. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Þversagnakennd umræða Slíkar vangaveltur hafa birst í mörgum af helstu blöðum hins enskumælandi heims eftir hin sögulegu úrslit í kosningunum vest- anhafs. Þversögn liggur í konung- dæmum. Fáir myndu skipa kóng eða drottningu í stað þess lýðræðis- lega þjóðhöfðingja sem fyrir er, nú á 21. öldinni. Það væri tímaskekkja. En samt vill meirihluti þegna í kon- ungdæmunum – til dæmis Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Belg- íu og auðvitað Bretlandi – ríghalda í þau, enda skapi þau svo mikinn stöðugleika, séu góð fyrir túrisma, þjóðartákn og þar fram eftir götun- um. „Pælið í kóngi, Ameríka!“ Skemmtilegur aðsendur pistill birt- ist í New York Times nokkrum dög- um fyrir kosningarnar eftir Niko- lai Tolstoy, greifa, sagnfræðing og formann The International Monarchist League eða Alþjóð- legra samtaka konungssinna. Kannski hlaut hún náð ritstjórnar vegna óvissunnar og umrótsins í kosningunum í Bandaríkjun- um. Tolstoy greifi er af sömu rússnesku aðalsætt og Lev, rithöfundurinn mikli. Hann er líka breskur þjóðernissinni, ákaf- ur stuðningsmaður Brexit og á lista hjá UKIP, flokki Nigel Farage. Greinin heitir einfaldlega „Veltið fyrir ykkur konungdæmi, Banda- ríkjamenn“ og í henni rekur Tol- stoy kosti þess stjórnarfyrirkomu- lags í stað lýðveldisins sem hinir dáðu stofnfeður Bandaríkjanna komu á fót. Washington og Lincoln- -fjölskyldurnar, ættingjar George og Abrahams, hefðu getað haldið um valdataumana allt fram á þenn- an dag og sameinað þjóðina mun betur en raunveruleikinn ber vitni. Úr holræsinu beint á toppinn Það er engin vitleysa, að mati Tol- stoy. Bandaríkjamenn þurfi að- eins að kíkja yfir landamærin til Kanada, frábærs lýðræðisríkis þar sem samt ríkir þingbundin kon- ungsstjórn undir Bretadrottningu. Tolstoy nefnir ýmsar hugmyndir Winstons Churchill. Kannski sjá margir sjónvarpsáhorfendur leik- arann John Lithgow fyrir sér þegar hann er nefndur á nafn, enda leik- ur hann breska forsætisráðherrann í The Crown, áðurnefndum þátt- um um drottninguna. Churchill taldi að mistök hafi verið að reka habsborgarveldið og Hohenzollern- -ættina úr keisarastóli í Austurríki- -Ungverjalandi og Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina og kenndi þar Bandaríkjamönnum og áhrif- um nývæðingar um. Og vegna þess tómarúms hefði „Hitlersskrímslið skriðið úr holræsinu og beint á valdastólinn“. Tolstoy telur líka að ákvörðunin um að steypa Jap- anskeisara ekki af stóli eftir síðari heimsstyrjöldina hafi verið góð því þannig hafi Japan getað haldið jafn vel á málum og raun ber vitni. „Forherðing og hanaslagur“ Það er ef til vill kaldhæðnislegt að það sem mest rímar við nútím- ann í nokkuð vemmilegri upptaln- ingu Nikolai Tolstoy á dásemdum konungsstjórnar, séu orð enska átjándu aldar fræðimannsins Ed- wards Gibbon, en hann skrif- aði á sínum tíma stórmerka bók um fall Rómarveldis: „Kosturinn við konungdæmi er að stofnunin eyðir flokkadráttum með því að vera yfir skaðlega forherðingu og hanaslag kjörinna fulltrúa hafin.“ Þessi orð hljóma allavega ekki fá- ránlega í sumra eyrum. Bandarísk stjórnmál einkennast af gríðarlegri spennu og sundrungu á milli stríð- andi fylkinga. Breski presturinn og pistlahöfundurinn Giles Fraser skrifaði grein í The Guardian eft- ir kosningarnar í Bandaríkjunum með fyrirsögninni „Bandarísku Kóngafólk þarf stöðugt að vera viðstatt þingsetningar. „Kosturinn við konung- dæmi er að stofnunin eyðir flokkadráttum með því að vera yfir skaðlega forherðingu og hanaslag kjörinna fulltrúa hafin.“ Öllu er tjaldað til í búningadramanu um líf og störf Elísabetar II Englands- drottningar en Netflix eyddi um 160 milljónum dollara í herlegheitin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.