Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Menningarumfjöllun Nerdist er afar vinsælt hlaðvarp þar sem fjallað er um dægurmenningu á léttu nótunum. Þekktir leikarar, tónlistarmenn og skemmtikraftar eru teknir í um klukkutíma löng viðtöl um þeirra smekk, feril og það sem þeir eru að fást við hverju sinni. Þetta eru æðislegir þættir þótt titillinn sé orðinn nánast merkingarlaus þar sem nördamenningin sem var í upphafi jaðarmenning sérlegra áhugamanna um teiknimyndasögur, ofurhetjur, tölvu- og hlutverkaleiki hefur blandast meginstraums dægurmenningu og nær nú einnig yfir almenna umfjöllun um hvers kyns sjónvarpsefni og kvik- myndir. Konungar íslensks nördahlaðvarps eru og verða Hefnendurnir, þeir Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson sem hættu á toppnum eftir hundrað þætti. Þeir halda þó enn reglulegar bíósýningar og sinna aðdá- endum sínum (Jarðarbúum) vel á fésbókarsíðu þáttarins. Einnig verð ég að minnast á þáttinn Englaryk fyrir vitrænan slúðurskammt um fræga fólkið í Hollywood. Þátturinn er í umsjá þeirra Drafnar Aspar Snorradóttur-Rozas og Hönnu Eiríksdóttur sem eru fagdömur fram í fingurgóma. Ég kynni einnig til sögunnar nýtt, hrátt en efnilegt Soundcloud varp: Dashing Through the Snow þar sem kvikmyndagerðarkon- urnar Lovísa Lára Halldórsdóttir og Nanna Höjgaard Grett- isdóttir glápa á eldgamla þætti af Keeping up with the Kar- dashians og spjalla um þá og sitt eigið líf á ensku. Hryllingur The Last Podcast on the left er brjál- æðislega hress og fyndin þáttaröð um alls kyns hrylling, bæði raunveru- legan og skáldaðan. Þar er rætt um fjöldamorðingja, vampírur, geimver- ur, mannætur, draugagang og djöfla. Efnistökin ná svo langt inn í dimmustu afkima mannkyns að eina leiðin til þess að höndla það svo þol- anlegt sé er með öfgakenndu gríni. Þáttastjórnendur hafa þó ávalt unnið heimavinnuna sína og gagnrýnin hugsunin skín í gegn um glensið. Ég get samt ekki hlustað á þá þegar ég er ein heima. My Favorite Murder – Sannar sakamálasögur sagðar af tveimur blíðlyndum og kímnum vin- konum sem deila hrollvekjandi áhugamáli og heillast af því sem þær eru hræddastar við. „Ég nenni ekki lengur að hlusta á yfirborðskennt kurteisishjal dægurmála- þátta eða pólitískt þras fréttatíma. Nú hlusta ég tímunum saman á fólk sem fellir grímuna á bak við upptökutækið, talar af óheflaðri og óritskoð- aðri ástríðu um það sem það hefur áhuga á og gaman af og skellir því á netið í formi streymandi hljóðskráa.“ Grín Icetralia er fyrsta og eina íslensk/ástralska hlaðvarpið í heiminum. Uppi- standararnir Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy eru hvorki frá sömu heimsálfu né með sömu kynhneigð en smella svo vel saman að unun er á að hlýða. Þeir deila með hvor öðrum og hlustendum drepfyndnum og einlægum reynslusögum af daglegu amstri, vandræðalegum misskiln- ingi og sívaxandi vináttu. Að hlusta er eins og að vera fluga á vegg þegar menn eru á góðu „trúnó“ nema þúsund sinnum skemmtilegra. Til að kóróna stemninguna geta hlustendur einstaka sinnum fengið tækifæri til þess að vera viðstaddir upptöku þáttarins en þá er hann tekinn upp á skemmtistað í bænum og jafnast á við bestu uppistandssýningar. Ef þið eigið ykkur uppáhalds grínista er ansi líklegt að hann sé annað hvort að stjórna sínu eigin hlaðvarpi eða hafi verið gestur í hlaðvörpum annarra og ekki ætti að vera flókið að hafa uppi á þeim. Ég mæli til dæm- is með The Doug Stanhope podcast og Monday Morning – Bill Burr Tónlistarumfjöllun Hefðbundin hlaðvörp leggja áherslu á talað mál og það gerir einnig tónlist- arhlaðvarpið Fílalag í umsjón samfé- lagsrýnisins Bergs Ebba og tónlist- armannsins Snorra Helgasonar. Það hefur fest sig rækilega í sessi og á að baki hundrað þætti og dyggan hóp fylgjenda (Fílahjörðin). Stjórnendur taka fyrir nokkurra mínútna langt lag í hverjum þætti og fíla það í tætl- ur á klukkutíma, ræða um hughrif þess og menningarlegt samhengi á þann hátt að ómögulegt er að hrífast ekki með. Að sjálfsögðu eru svo margir dúndurgóðir tónlistarþættir sem sendir eru út á hefðbundnum útvarpsrásum einnig í boði sem poddköst eins og til dæmis Arnar Eggert sem spáir og spekúlerar í diskói jafnt sem dauðarokki og grefur upp gullmola sem rata sjald- an í dagspilun, Langspil þar sem Heiða Eiríks kembir nýútkomna íslenska tónlist, leikur lög og tekur viðtöl við tónlistarmenn og svo er kletturinn Rokkland enn í traustum höndum Óla Palla. Mannrækt og andleg málefni On Being í umsjón blaða- mannsinns Kristu Tippett eru margverðlaunaðir þættir um lífið og tilveruna. Þarna eru stórar sið- ferðislegar spurningar ræddar á pollrólegum nótum við andlega þenkjandi rithöfunda, skáld, leið- toga, eðlisfræðinga og þar fram eftir götunum. Fínt að sofna út frá þessum. Radiolab eru þekktir heimildar- þættir um vísindi og mannlega tilveru með heillandi hljóðheimi sem senda hugann á flug. Flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Góðar jólagjafir Svigskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Fjallaskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Gönguskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 25% afsláttur Áfram ísland Skíðaúlpa herra Jólatilboð Verð 39.995 Mikið úrval af fatnaði Hinir vinsælu MICROspikes keðjubroddar Verð kr. 9.995 Mikið úrval af húfum, sokkum og vetlingum Verð frá kr. 1.495 Salomon X-Ultra Mid Til bæði fyrir dömur og herra Verð kr. 25.995 Lúffur Verð frá kr. 5.995 Salomon Speedtrack Verð kr. 14.995 lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Softshell buxur. Verð kr. 14.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 24.995 20% jólatilboð Sjón er sögu ríkari, mikið úrval af flottum vörum í jólapakkann 100% merino ullarfatnaður Fyrir skíðagöngugarpa Dömu úlpur, einnig til á herra Verð frá kr. 19.995 byko.is Allt í jólapakkann! AUKINN AFGREIÐSLUTÍMI FRAM AÐ JÓLUM SJÁ NÁNAR Á BYKO.IS • Gróðurinn • Jarðfræðin • Fuglarnir • Fiskarnir • Sagan • Minjarnar • Smádýrin • Göngu- og hjólaleiðirnar Allt um Elliðaárdal í nýrri og ríkulega myndskreyttri bók Aðalhöfundar bókarinnar eru Árni Hjartarson jarðfræðingur og Helgi Máni Sigurðsson sagnfræðingur. Að auki skrifa Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Ívar Gissurarson ritstjóri hvor sinn kafla. Allt þetta og svo miklu fleira er að finna í þessari nýju og falleguu bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.