Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 03.12.2016, Page 4

Fréttatíminn - 03.12.2016, Page 4
JÓLALEIKUR GEVALIA Sendu okkur tvo toppa af Gevalia kapokum fyrir 15. desember. Þú gætir unnið KitchenAid® kavél eða Rosendahl Grand Cru hitakönnu. Drögum 20. desember. 4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Umhverfismál Hver Íslendingur hellir niður 199 kílóum af drykkj- um og sóar 23 kílóum af nýtanleg- um mat á ári. Veitingahúsin farga samtals um 40 þúsund tonnum af matvælum á ári. Þetta kemur fram í fyrstu rannsókn Um- hverfisstofnunar á sóun matvæla á Íslandi. Talið er að þriðjungi matvæla sem framleidd eru í heiminum sé sóað. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Hver íbúi hendir að meðaltali 23 kílóum af nýtanlegum mat á ári, 39 kílóum af ónýtanlegum mat og hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu og 199 kílóum af drykkjum samkvæmt niðurstöðu rannsóknar- innar úr heimilishlutanum. Ekki er marktækur munur á sóun lands- manna eftir því hvort þeir búa á höfuðborgarsvæðinu eða á lands- byggðinni. „Þetta er of mikið, þessi rann- sókn gefur hinsvegar mynd af stöðunni og þar kemur fram að við erum nokkurnveginn á pari við Evrópu þegar kemur að sóun á heimilum,“ útskýrir Guðmundur B. Ingvarsson, teymisstjóri neytenda- teymis Umhverfisstofnunar. Við Íslendingar hellum meira magni af drykkjum en Evrópubúar. Í sambærilegri rannsókn sem gerð var með- al Evrópusambandsríkja kemur fram að hver einstaklingur hendir rúm- lega 15 kílóum á ári. Guðmundur varar samt við að of mikið sé lesið í þær niðurstöð- ur, og bendir á að aðferðafræðin gæti skekkt stöðuna þar, en ekki er til samræmd leið til þess að mæla matarsóun. „Svo mæla ekki öll lönd drykkina,“ segir hann ennfremur. Svarhlutfall íslenskra fyrirtækja í rannsókninni er ekki gott, frekar en með heimilishlutann, þar sem 123 heimili af rúmlega þúsund tóku þátt í rannsókninni. Óskað var eft- ir svörum frá 701 fyrirtæki í 17 at- vinnugreinum, en aðeins 84 fyrir- tæki í 12 atvinnugreinum svöruðu. Þar kemur fram að veitingahúsa- reksturinn hendir 40 þúsund tonn- um á ári. Þar er tvímælalaust rými til þess að betrumbæta reksturinn að mati Rakelar Garðarsdóttur, sem hefur vakið mikla athygli á málefninu. „Líklega er það vegna tímans, margir að flýta sér og meira er ver- ið að pæla í krónum og aurum en heildarmyndinni,“ segir Rakel sem telur að fyrirtæki geti raunar snaraukið hagnað sinn ef þeir sóa minni mat, auk þess sem slíkt getur verið til hagsbóta fyrir neytendur. „Kostnaður af matarsó- un er nefnilega oft velt yfir í verð- lagið,“ bætir Rakel við. Hún segir nauðsynlegt að yfir- völd, stjórnmálamenn og stofnan- ir, setji málið á oddinn og geri það hagkvæmt fyrir fyrirtæki að nýta matinn betur. Hægt er að nálgast skýrslu Um- hverfisstofnunar á vefslóðinni ust.is. Á einu ári hendir hver íbúi: 23 kg af nýtanlegum mat. 39 kg af ónýtanlegum mat. 22 kg af matarolíu og fitu. 199 kg af drykkjum. Hver Íslendingur sóar 199 kílóum af drykkjum á ári Matarsóun er stórt umhverfisvandamál í hinum vestræna heimi og er talið að þriðjungur matvæla endi í ruslinu. Salbjörg ásamt fjölskyldu sinni. Mynd | Rut Rakel Garðarsdóttir segir til mikils að vinna, og að yfirvöld þurfi að styðja betur við baráttuna gegn matarsóun. Ellen Calmon, for- maður Öryrkjabanda- lagsins, segir yfirvöld þurfa að löggilda samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindi Salbjörg Atladóttir tapaði máli fyrir Hæstarétti, með- al annars vegna þess að mann- réttindasamningur er fullgiltur, en ekki löggiltur. „Við hörmum þessa niðurstöðu,“ segir Ellen Calmon, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, um niður- stöðu Hæstaréttar Íslands varðandi Salbjörgu Atladóttur. Hæstiréttur hafnaði kröfu hennar um að Reykjavíkurborg aðstoðaði hana í ríkari mæli til þess að búa á heimili sínu, en núna þarf hún að flakka á milli heimilis fyrir börn, og eigin heimilis, vegna skorts á stuðningi, en Salbjörg er tvítug. Meðal raka sem hæstaréttardóm- arar tíndu til í úrskurði sínum var að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hefur ekki verið löggiltur. Það breytir því þó ekki að hann hefur verið fullgiltur hér á landi eftir að Lilja Alfreðsdótt- ir fékk samþykktar tillögu á Alþingi um slíkt í haust. Í samningnum er einmitt tekið á vanda Salbjargar þar sem segir orðrétt að samningurinn tryggi réttindi fatlaðs fólks til þess að „velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra.“ „Við teljum að dómurinn hefði hugsanlega farið öðruvísi ef þessi samningur hefði verið löggildur,“ segir Ellen sem hvetur Alþingi til þess að löggilda samninginn sem fyrst til þess að tryggja réttindi fatl- aðs fólks. | vg Löggilding mann- réttindasamnings hefði getað skipt sköpum Neytendamál Blekking Brúneggja verður sérstaklega alvarleg af því að fyrirtækið hefur beitt öllum ráðum til að skapa sér ímynd sem traustvekjandi framleiðandi. Þetta segir Jón Þór Pétursson, doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar matarsambönd í nútímanum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Þetta er miklu meiri skandall en ef um búrhænsna eggjaframleið- anda væri að ræða sem ekki gerði sérstaklega út á að vera með ham- ingjusöm hænsn. Það er fróðlegt að sjá hvernig Brúnegg hafa með öllum ráðum reynt að skapa traust. Með litavali á umbúðum og frásögnum af framleiðslu, er allt gert til að til að höfða til þeirra neytenda sem eru tilbúnir til að borga meira fyr- ir náttúrulega framleiðslu. Grænar pakkningar, brún egg og lýsingar á vistvænu umhverfi. Það er and- staða við hina sterílu og vélrænu framleiðslu sem þótti gæðamerki á miðri 20. öldinni. Brúnegg taka þátt í að miðla gildum um hvernig við viljum að komið sé fram við dýr og náttúru. Trúnaðarbresturinn sem nú hefur orðið er þeim mun meiri þegar fyrirtækið læt- ur líta út fyrir að vera gott í eðli sínu. Eins og prestur sem held- ur framhjá. Þetta er skýrt dæmi um hve takmarkað samband er milli framleiðenda og neytenda í nútíma samfélagi,“ segir Jón Þór Péturs- son, doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann rannsakar hvernig matarsambönd verða til í nútímanum í gegnum lífrænan mat. „Mér finnst áhugavert að skoða hvernig traust er skapað í nútíma fæðukeðju. Það er til dæmis gert í svokölluðu lífrænu samfélagi, sameig- inlegum vettvangi framleiðenda, milli- liða og neytenda eins og í smærri verslunum. Frá- sagnir eru orðin svo stór hluti af mat- armenningunni. Það er ekki hægt að borða bara mat, þú þarft að vita allt um matinn, hvaðan hann kem- ur, hvernig hann var framleiddur. Pakkningar eru orðnar eins og litlar myndasögubækur sem setja mat- inn í pólitískt og menningarlegt samhengi.“ Brúnegg eins og prestur sem heldur framhjá Jón Þór Pétursson segir trúnaðarbrest milli Brúneggja og neytenda skandal.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.