Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 66
6 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016matur. Núna er fullkominn tími til þess að huga að sýrða meðlætinu með jólamatnum eða öllu gúmmelaðinu sem á að gæða sér á á aðventunni. Sýrt grænmeti er ótrúlega gott með öllum mat og að auki mein- hollt. Það er frábært með smur- brauði en er líka gott með öllu kjöti og grænmetisréttum. Dásamlegt meðlæti með jólamatnum eða aðventukrásunum Sýrt grænmeti er sælgæti með öllum mat. Sýrður rauðlaukur 1 kg rauðlaukur 100 g sykur 1 tsk salt 300 ml eplaedik eða hvítvínsedik 200 ml vatn Skerið laukinn í þunnar sneiðar og setjið hann í sigti. Hellið sjóðandi vatni yfir laukinn og þerrið hann. Þetta er valkvætt en dregur aðeins úr beittu bragði lauksins sem sum- ir vilja þó halda í. Setjið laukinn í eina stóra krukku eða fleiri minni. Setjið sykur, salt, edik og vatn í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir laukinn og kælið áður en þið lokið krukk- unni/krukkunum. Geymist í kæli í allt að mánuð. Sýrðar rauðrófur 1 kíló rauðrófur 150 g sykur 300 ml hvítvínsedik 200 ml vatn 2 tsk. græn eða svört piparkorn 3-4 hvítlauksgeirar, skorið í 2-3 bita 2 lárviðarlauf Hitið ofninn í 180°C. Setjið rauðrófurnar á ofnplötu og hitið í u.þ.b. klukkutíma eða þar til prjónn fer tiltölulega auðveldlega í gegn. Kælið rófurnar og fjarlæg- ið hýðið, skerið þær í bita og setjið í rúmgóða sótthreinsaða krukku eða fleiri litlar. Setjið allt hráefnið nema rófurnar í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið vökvanum ásamt öllum krydd- unum yfir rófurnar. Látið kólna alveg áður en krukk- unni/krukkunum er lokað. Geym- ist í kæli allt að mánuð. Sérstök jólaútgáfa af íslensku brennivíni hefur vakið mikla athygli meðal vínáhugafólks úti í heimi að undanförnu. Jóla Brenni- vínið er nú selt í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og í Færeyj- um og á næstunni bætast Noregur og fleiri lönd við. Alls eru um sex þúsund flöskur framleiddar í ár og bróðurparturinn af þeim fer til útlanda. „Jóla Brennivínið hefur verið gríðarlega eftirsótt og þá sérstak- lega undanfarin ár,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá Öl- gerðinni, sem unnið hefur að þró- un Brennivíns undanfarin ár. „Ef ég man rétt hófst fram- leiðsla á því árið 2003 og var þá um að ræða bragðbættar útgáfur af Brennivíni með jólaþema. Árið 2014 sendum við fyrst frá okk- ur tunnuþroskaða jólaútgáfu sem hafði þá legið í um hálft ár í notuðum sérrí-tunnum annarsvegar og Bourbon- -tunnum hinsvegar og því svo blandað saman. Við erum afar ánægð með þessa blöndu og höld- um okkur við hana en erum að fínpússa blönduna árlega og það má segja að bragðið sé alltaf að verða margslungnara og mýktin Íslenskt Jóla Brennivín slær í gegn úti í heimi Sex þúsund flöskur framleiddar ár hvert og frábærir dómar í  virtu  víntímariti. Toppeinkunn Valgeir Valgeirs- son, bruggmeist- ari hjá Ölgerðinni, er ánægður með lofsamlega dóma sem íslenska jóla Brennivínið hefur fengið erlendis. Mynd | Hari meiri. Það kemur meðal annars til vegna þess að við erum að blanda Brennivíni við sem við höfum náð að þroska ennþá lengur og við bætum í blönduna og eykur smá flækjustigið. Einnig er stærri hluti tekinn úr sérrítunnum nú en áður þannig að þetta er í sífelldri þró- un,“ segir Valgeir. Þessi hátíðarútgáfa af Brenni- víni fellur, eins og áður segir, vel í kramið meðal vínáhugafólks. Á dögunum birtist umsögn í hinu virta tímariti WineEnthusiast þar sem það fær lofsamlega dóma. Jóla Brennivínið fær 96 af 100 mögu- legum í einkunn sem þykir afar gott. Sérstök 80 ára afmælisút- gáfa Brennivíns fær 93 í einkunn og hefðbundið Brennivín fær 92 í einkunn. LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! Joe P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA! Sjáumst á JOE & THE JUICE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.