Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 66

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 66
6 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016matur. Núna er fullkominn tími til þess að huga að sýrða meðlætinu með jólamatnum eða öllu gúmmelaðinu sem á að gæða sér á á aðventunni. Sýrt grænmeti er ótrúlega gott með öllum mat og að auki mein- hollt. Það er frábært með smur- brauði en er líka gott með öllu kjöti og grænmetisréttum. Dásamlegt meðlæti með jólamatnum eða aðventukrásunum Sýrt grænmeti er sælgæti með öllum mat. Sýrður rauðlaukur 1 kg rauðlaukur 100 g sykur 1 tsk salt 300 ml eplaedik eða hvítvínsedik 200 ml vatn Skerið laukinn í þunnar sneiðar og setjið hann í sigti. Hellið sjóðandi vatni yfir laukinn og þerrið hann. Þetta er valkvætt en dregur aðeins úr beittu bragði lauksins sem sum- ir vilja þó halda í. Setjið laukinn í eina stóra krukku eða fleiri minni. Setjið sykur, salt, edik og vatn í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir laukinn og kælið áður en þið lokið krukk- unni/krukkunum. Geymist í kæli í allt að mánuð. Sýrðar rauðrófur 1 kíló rauðrófur 150 g sykur 300 ml hvítvínsedik 200 ml vatn 2 tsk. græn eða svört piparkorn 3-4 hvítlauksgeirar, skorið í 2-3 bita 2 lárviðarlauf Hitið ofninn í 180°C. Setjið rauðrófurnar á ofnplötu og hitið í u.þ.b. klukkutíma eða þar til prjónn fer tiltölulega auðveldlega í gegn. Kælið rófurnar og fjarlæg- ið hýðið, skerið þær í bita og setjið í rúmgóða sótthreinsaða krukku eða fleiri litlar. Setjið allt hráefnið nema rófurnar í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið vökvanum ásamt öllum krydd- unum yfir rófurnar. Látið kólna alveg áður en krukk- unni/krukkunum er lokað. Geym- ist í kæli allt að mánuð. Sérstök jólaútgáfa af íslensku brennivíni hefur vakið mikla athygli meðal vínáhugafólks úti í heimi að undanförnu. Jóla Brenni- vínið er nú selt í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og í Færeyj- um og á næstunni bætast Noregur og fleiri lönd við. Alls eru um sex þúsund flöskur framleiddar í ár og bróðurparturinn af þeim fer til útlanda. „Jóla Brennivínið hefur verið gríðarlega eftirsótt og þá sérstak- lega undanfarin ár,“ segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá Öl- gerðinni, sem unnið hefur að þró- un Brennivíns undanfarin ár. „Ef ég man rétt hófst fram- leiðsla á því árið 2003 og var þá um að ræða bragðbættar útgáfur af Brennivíni með jólaþema. Árið 2014 sendum við fyrst frá okk- ur tunnuþroskaða jólaútgáfu sem hafði þá legið í um hálft ár í notuðum sérrí-tunnum annarsvegar og Bourbon- -tunnum hinsvegar og því svo blandað saman. Við erum afar ánægð með þessa blöndu og höld- um okkur við hana en erum að fínpússa blönduna árlega og það má segja að bragðið sé alltaf að verða margslungnara og mýktin Íslenskt Jóla Brennivín slær í gegn úti í heimi Sex þúsund flöskur framleiddar ár hvert og frábærir dómar í  virtu  víntímariti. Toppeinkunn Valgeir Valgeirs- son, bruggmeist- ari hjá Ölgerðinni, er ánægður með lofsamlega dóma sem íslenska jóla Brennivínið hefur fengið erlendis. Mynd | Hari meiri. Það kemur meðal annars til vegna þess að við erum að blanda Brennivíni við sem við höfum náð að þroska ennþá lengur og við bætum í blönduna og eykur smá flækjustigið. Einnig er stærri hluti tekinn úr sérrítunnum nú en áður þannig að þetta er í sífelldri þró- un,“ segir Valgeir. Þessi hátíðarútgáfa af Brenni- víni fellur, eins og áður segir, vel í kramið meðal vínáhugafólks. Á dögunum birtist umsögn í hinu virta tímariti WineEnthusiast þar sem það fær lofsamlega dóma. Jóla Brennivínið fær 96 af 100 mögu- legum í einkunn sem þykir afar gott. Sérstök 80 ára afmælisút- gáfa Brennivíns fær 93 í einkunn og hefðbundið Brennivín fær 92 í einkunn. LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! Joe P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA! Sjáumst á JOE & THE JUICE.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.