Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 03.12.2016, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Thera°Pearl margnota hita- og kælipúðarnir eru hannaðir af læknum. Thera°Pearl eru með ól sem auðveldar meðferð meðan á vinnu eða leik stendur. Jólagjöfin í ár Einhver þarf að taka sæti í ríkisstjórn og stjórnarmyndun gengur víst eitthvað illa. Allt er komið í hnút. Fréttatíminn leitaði eftir hugmyndum að ráðherrum hjá vel völdum hópi fólks. Má bjóða þér ríkisstjórn? Atvinnuvegaráðherra „Bubbi Morthens fær sjávarútvegs- ráðuneytið og hugar að aðbún- aði fiskverkafólks í þeirri vinnu og aðlagar fluguveiði að nýtingu tegunda í hættu. Verðandi fyrrver- andi yfirmaður Matvælastofnunar ætti að fara í landbúnaðarráðu- neytið og halda þar áfram að bíða. Það er hvort sem er búið að binda þetta í tíu ár.“ Pétur Grétarsson „Auðvitað verður að vera Eng- eyingur í stjórninni. Guðrún Pétursdóttir líffræðingur er fram- úrskarandi sérfræðingur.“ Árni Snævarr „Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son er skarpur og þvert á fréttir af honum er hann ekki fégráðugur maður.“ Jónína Benediktsdóttir „Dr. próf. Jón Steinsson í New York hefur nú sannað sig í frábærum greinum í blöðum um þessa mála- flokka. Það hefur enginn getað mátað þennan þegar hann t.d. tekur kvótakerfið og misskiptingu tekna og eigna í gegn.“ Hans Kristján Árnason „Kött Grá Pé. Hann er mikill dýravinur og hefði aldrei leyft Brúneggjabræðrum að pína hæn- ur.“ Jón Mýrdal Iðnaðar-og viðskipta- ráðherra „Helgi Hrafn Gunnarsson hefur nýja sýn á atvinnuvegi og iðnað. Hann mun virkja mannauðinn en ekki eyðileggja auðlindirnar, og taka á ferðaþjónustuvandanum.“ Unnur Þóra Jökulsdóttir rithöfundur „ Halla Helgadóttir hefur staðið sig frábærlega sem framkvæmdastýra Hönnunarmiðstöðvar, er skýr og skorinorð og ætti að þekkja vel möguleikana sem felast í hug- verkaiðnaðinum.“ Úlfur Eldjárn Frosti Sigurjónsson. „Frosti stóð sig vel sem þingmaður og var nokkuð óumdeildur og myndi vafalaust standa sig vel sem iðnað- arráðherra.“ Vilhjálmur Birgisson „Margrét Erla Maack því hún er iðin og kann að skapa tækifæri hvar og hvenær sem er.“ Jón Mýrdal „Þorsteinn Víglundsson . Fyrir atvinnulífið.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson „Í því ráðuneyti væri ég til í að sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur – bara henda henni út í djúpu laugina. Hún mun synda í land. Hlynur Sigurðsson Fjármálaráðherra „Myndi treysta Katrínu Jakobs til að halda rétt um málin.“ Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður Dómnefnd: Pétur Grétarsson tónlistarmaður, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, Árni Snævarr blaðamaður, Jónína Benediktsdóttir heilsufrömuður, Úlfur Eldjárn tónskáld, Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona, Hans Kristján Árnason skáld, Þórður Snær Júlíusson blaðamaður, Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður, Ingimar Karl Helgason blaðamaður, Unnur Þóra Jök- ulsdóttir rithöfundur, Unnsteinn Manuel Stefánsson hljómsveitarstjóri, Rut Hermannsdóttir athafnakona, Lára Björg Björnsdóttir, Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir fjölmiðlakona, Jón Mýrdal bareigandi, Grímur Atlason athafnamaður, Hrafnkell Sigurðsson hljóðmaður, B rynjar Örnuson, grafískur hönnuður, Jón Örn Loðmfjörð skáld, Ingi Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri, Hildigunnur Sverrisdóttir arki- tekt og Hlynur Sigurðsson fjölmiðlamaður. „Guðrún Johnsen háskólakennari. Hún hefur vakið athygli fyr- ir fræðilega gagnrýni á þá þætti í íslensku efnahagslífi sem ollu hruninu.“ Árni Snævarr „Það er löngu kominn tími til að við hvílum okkur á hagkerfi taln- anna. Sigurður Pálsson er sá mað- ur sem ég treysti best til að endur- hugsa hagkerfi byggt á orðum, póesíu og listrænu gildi.“ Úlfur Eldjárn „Ólafur Ísleifsson hefur góða þekk- ingu á fjármálakerfinu og mikil- vægi þess að tekið sé á okurvöxt- um og verðtryggingu hér á landi.“ Vilhjálmur Birgisson Pawel Bartoszek. Bara svo að fólk muni að skiptingin hægri og vinstri er ennþá gild. Vinstri-krat- ar munu læra góða lexíu af þessu. Jón Örn Loðmfjörð Brynjar Níelsson yrði geggjaður fjármálaráðherra. Grjótharður og ekkert kjaftæði. Hlynur Sigurðsson „Það þarf að vera pólitíkus í fjár- málaráðuneytinu og sá þarf að vera með hjartað á réttum stað og heila í hausnum. Með Katrínu í forsætisráðuneytinu koma fáir til greina aðrir en Óttarr.“ Ingimar Karl Helgason „Jón Steinsson. Tökum þetta á næsta „level“.“ Grímur Atlason Félagsmálaráðherra „Einhver sem er að leigja. Alveg sama hver.“ Lára Björg Björnsdóttir „Fransisca Mwansa, starfskona í Bónus, er manneskja með ótrúlega meðfædda samskiptahæfileika og býr örugglega yfir sterkri sam- kennd. Þekkir málaflokkinn ör- ugglega vel eftir að hafa afgreitt og spjallað við ólíkasta fólk í verslun- um Bónus og veit hvernig er að lifa af láglaunastarfi og hvernig er að vera ný á Íslandi.“ Úlfur Eldjárn „Eygló Harðardóttir fær áfram að halda á óreiðunni og aðgerðarleys- inu sem hún skóp á síðasta kjör- tímabili. Vegna þess að það leggur enginn annar í þetta verkefni.“ Þórður Snær Júlíusson Ólafur Arnarson. „Ólafur hefur mikinn skilning á félagsmálum og mikilvægi þess að tekið sé á hags- munum þeirra sem höllum fæti standa í íslensku samfélagi.“ Vilhjálmur Birgisson „Halldóra Geirharðsdóttir. Ræð- urnar hennar segja manni hvað hún yrði góður félagsmálaráð- herra. Þolir ekki misrétti.“ Jón Mýrdal Forsætisráðherra „Davíð Oddsson hefur aldur og reynslu og þrífst ekki á peningum sjálfur.“ Jónína Benediktsdóttir „Lars Lagerbäck er með allt á hreinu og myndi ekki vaða með okkur í annað hrun.“ Jón Mýrdal „Katrín jakobsdóttir. Augljóst val. Liggur beint við. Hún ber af.“ Eiríkur Guðmundsson „Katrín Jakobs er leiðtoginn sem nýja Ísland kallar eftir.“ Unnsteinn Manúel Stefánsson „Katrín Jakobsdóttir er yfirburða þingmaður gáfuð og eðlileg mann- eskja.“ Þorkell Máni Pétursson „Bjarni Ben. – Stjórn landsins er ekki ólík kökubakstri og þar er minn maður á heimavelli.“ Hlynur Sigurðsson Heilbrigðisráðherra „Heilbrigðismálin klárlega best komin í höndum hinnar flug- mælsku Ingu Sæland. Leyfa flokki fólksins að tala fyrir þrjú pró- sentin ... og eða félagsmálin.“ Pétur Grétarsson „Kári Stefánsson. Fyrst hann hef- ur svona ofboðslega miklar skoð- anir á því hvernig þetta á að vera, hvernig væri að hann tæki bara að sér að endurreisa heilbrigðiskerf- ið? Hann kæmist ekki upp með sitja með hendur í skauti eftir þau stóru orð sem hann hefur haft um málaflokkinn.“ Úlfur Eldjárn „Tómas Guðbjartsson hefur skiln- ing á málaflokknum og fram- kvæmir það sem hann trúir á.“ Unnur Þóra Jökulsdóttir „Kári Stefánsson hefur sýnt það í verki að hann vill endurreisa íslenska heilbrigðiskerfið og gera það öflugt þjóðinni til heilla.“ Vilhjálmur Birgisson „Solla í Gló því hún myndi fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og minnka þörfina á heilbrigðisþjónustu.“ Jón Mýrdal „Oddný Harðardóttir. Er ekki í pólitík fyrir völd heldur til þess að gera samfélagið betra. Yrði frek á peninga í þennan málaflokk.“ Þorkell Máni Pétursson „Klárlega Kári Stefánsson. Harð- ur baráttumaður sem gæti valtað yfir stjórnmálaöflin í landinu sem hingað til hafa valtað gjörsamlega yfir þennan málaflokk.“ Ingi Rafn Sigurðsson, „Kári Stefánsson „Put your money where your mouth is.“ Brynjar Örnuson Guðnason Innanríkisráðherra „Óttarr Proppé. Steinliggur, skoð- ið framgöngu á þingi.“ Hildigunnur Sverrisdóttir „Þórunn Ólafsdóttir baráttukona. Þórunn er eins manns hjálparsam- tök sem fer um heiminn og berst fyrir málefnum flóttafólks.“ Lára Björg Björnsdóttir „Ragnar Aðalsteinsson. Þetta ráðuneyti er búið að vera í ruglinu of lengi. Það þarf alvöru mann- eskju þangað inn. Ragnar er orðinn fullorðinn en aldur er af- stæður.“ Grímur Atlason „Manni finnst einhvernveginn að þar ætti að vera hjartahreinn lögfræðingur. Af þeim er víst nóg. Kannski Ragnar Aðalsteinsson væri góður þar með svona lands- lið umboðsmanna allra stétta og greina -manna og -dýra á bak við sig.“ Pétur Grétarsson

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.