Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 35
| 35FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 allir börn, erum allir einhvers stað- ar á þessu rófi og höfum allir tekist á við bæði að kenna og nema,“ seg- ir Davíð Þór. Áreitið er vissulega mikið. Sum- ir listamenn þrífast á áreitinu en aðrir þurfa að kúpla sig út til að koma skipulagi á hugsanir sínar og hugmyndir. „Það er ábyrgðarhluti hvers og eins að finna eirð í sér til að skapa. Það getur verið krefjandi í dag“ segir Davíð Þór. „Mér finnst áhugavert að heyra ritskáldin lýsa þessu. Sumir setjast niður, byrja að skrifa og líta svo aðeins upp 82 blaðsíðum síðar. Það er eins og eitt- hvað komi yfir fólk.“ Milli tónlistarferðalaganna gefst tími til að fara á veiðar. Sá áhugi innan sveitarinnar getur sett strik í reikninginn við skipulag. Fiski- gengd í ám og skotveiðitímabil hafa áhrif víða, líka í tónlistarlíf- inu. Það er gott að fara á fjöll, finna sér á eða ganga inn að heiðavötnum til að renna fyrir fisk. „Nýjasta fórn- arlambið í veiðidellu sveitarinnar er Maggi,“ upplýsir Ómar. „Óskar er sá eini sem við eigum eftir að koma í þetta. Veiðin er bara eins og tónlistin, því frjálsari sem mað- ur getur verið – því betra. Útiveran og náttúran gerir tónlistinni gott. Þar er frelsið.“ Lýðræði og bræðralag Djasstónlistarmenn eru sumir hverjir stórar persónur og dálitlir egóistar. Hljómsveitir myndast oft í kringum einn og einn listamann og geta sprungið með hvelli. Hjá ADHD hafa hlutirnir þróast á líf- rænan máta. „Músíklega höfum við aldrei rætt nokkurn skapaðan hlut um hvert við erum að fara eða hvað við erum að gera. Við höfum bara tekist á við að spila þau lög sem við höfum komið með í sarpinn,“ seg- ir Óskar. „Manni líður vel af því að maður hefur aldrei þurft að setja sig í stellingar gagnvart félögun- um. Við eigum þetta allt saman og ákvarðanir hafa verið teknar lýð- ræðislega. Maður er bara kominn heim þegar maður mætir í hljóm- sveitina og allir hafa opið eyra til að láta hlutina ganga upp. Þetta er góð jafna. Við þróum tónlistina í sameiningu.“ Nýja platan er hressandi. Fyrir alvanan aðdáanda ADHD virkar hún kannski ívið frjálsari og hljóð- heimurinn kannski eilítið „speis- aðari“ en áður. „Þetta er eðlilegt framhald af okkar tóni,“ segir Óskar. „Við gáf- um okkur aðeins meiri tíma í hljóð- verinu og þetta gekk stressfrítt fyr- ir sig. Við gátum alltaf farið heim og sofið á þessu. Það er gott. Ívar Ragnarsson tók þetta upp með okkur eins og tvær fyrri plötur og hann er mikilvægur hlekkur í þessu. Við hvöttum hann til að setja meira mark á þetta og leika sér.“ Eins og fleiri íslenskir tónlistar- menn eru ADHD-liðar í fjölmörg- um öðrum verkefnum. Þeir eru samt sammála um að þessi sveit sé dálítið sérstök. „Þetta er fastur punktur í lífi manns og efst á listan- um. Við eigum þetta allir og þetta er einhvers konar fjölskylda sem maður elskar að vera hluti af,“ seg- ir Ómar og Magnús bætir við: „Ætli þetta sé ekki meira bræðralag hjá okkur en í öðrum böndum sem maður er í. Ég hlakka alltaf til.“ Davíð á síðasta orðið: „Þetta fer í allar áttir eins og gott hjónaband. Ef þetta væri bara á einn veg þá væri þetta ónýtt.“ „Nafnið kom bara um árið og það festist vel á sveitinni. „Við eigum allir börn, erum allir einhvers staðar á þessu rófi og höfum allir tekist á við bæði að kenna og nema.“ Davíð Þór útskýrir mismunandi nálgun að tónlistargyðjunni. ADHD liðar verða fyrir áhrifum úr öllum áttum. Þess vegna eru plötubúðir nauðsynlegar. www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F isk islóð 39 Tu, tu, tu, tu, tu, tuttugu! Er ég tuttugu ára? Tröll og tíkaspenar, ég verð að telja aftur! Sígild og skemmtileg Vegleg afmælisútgáfa á Stafakörlunum, bókinni sem hefur kennt íslenskum börnum bókstafina í ár! Geisladiskur fylgir „Stafirnir eru fyndnir og góðir að kenna krökkum að lesa sig og skrifa sig.“ LEIFUR OTTÓ ÞÓRARINSSON, 5 ÁRA Nú með söngtextum allra stafa- karlalaganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.