Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 72
Alla laugardaga
Gjafir sem raunverulega skipta máli
Prins Póló og Gosar vekja athygli á Sönnum gjöfum með Jólakveðju.
Húllafjör á Eiðistorgi
Fyrir þá sem vilja gera eitt-
hvað öðruvísi um helgina er til-
valið að skella sér í Húllafjör á
Eiðistorgi á milli 16 til 18, þar sem
Unnur María Húlladúlla stendur
vaktina.
Húllafjörið er fyrir alla aldurs-
hópa og Húlladúllan verður með
nóg af húllahringjum; litla krakka-
hringi, hringi fyrir fullorðna og
nokkra risahringi. Þátttakend-
um er boðið að koma og prófa
að húlla. Húlladúllan mun ganga
á milli, gefa góð ráð og kenna
skemmtileg trix, en hún segir að
allir geti lært að húlla.
Húllafjörið og kennslan er
ókeypis en þátttakendur eru
hvattir til að leggja nokkra aura
í söfnunarbaukinn til að styrkja
Húlladúlluna við gerð húllahringj-
anna sem hún er lofuð fyrir.
Hægt verður að kaupa tilbúna
húllahringi á Eiðistorgi en það
er líka hægt að panta hringi hjá
Húlladúllunni í litum að eigin vali.
Sannar gjafir UNICEF stuðla að því
að bæta líf barna víða um veröld.
Þær eru lífsnauðsynleg hjálpar-
gögn, s.s. teppi, ormalyf, jarð-
hnetumauk og fleira sem getur
skipt sköpum fyrir börn sem búa
við sára neyð. „Slíkar gjafir verða
sífellt vinsælli og það er yndis-
legt. Fólki finnst bæði gaman að
gefa þær og við heyrum að fólki
finnist gaman að fá þær. Það er
svo sannarlega hægt að láta gott af
sér leiða um jólin,“ segir Sigríður
Víðis Jónsdóttir, kynningarstýra
UNICEF. Hægt er að kaupa Sannar
gjafir á unicef.is og fær þá kaup-
andinn afhent gjafabréf en UNICEF
sér um að gjöfin komi að góðum
notum hjá þeim sem mest þurfa á
að halda.
Í gær frumfluttu Prins Pólo og
Gosar lagið Jólakveðja en það verð-
ur notað til þess að vekja athygli
á Sönnum gjöfum. „Prins Póló
samdi lagið og gaf UNICEF það.
Frábært framtak hjá honum sem
mun veita okkur ómetanlega hjálp
við að vekja athygli á þessum fal-
legu jólagjöfum,“ segir Sigríður.
Hægt er að hlusta á lagið á unicef.
is þar sem einnig er hægt að panta
Sanna gjöf, eins og áður sagði.
Sigríður Víðis Jónsdóttir.
Mynd | Hari
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Virkar lausnir frá OptiBac
„One Week Flat“
Minnkar þembu og vindgang
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort fyrir tvo á
gamanleik eins og
þeir gerast bestir
Úti að aka
9.950 kr.
Miði fyrir tvo á þessa vinsælu
fjölskyldusýningu og geisla–
diskur með tónlistinni
Blái hnötturinn
10.600 kr.
Gjafakort fyrir tvo ásamt
leikhúsmáltíð fyrir sýningu
eða í hléi
Ljúffengt leikhúskvöld
12.950 kr.
Sérstök
jólatilboð
Gefðu töfrandi stund í jólagjöf!
Gjafakort
Borgarleikhússins