Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 12
HAnna Ólafsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Málið kom upp í nóvember þegar fyrrum atvinnumaður í fótbolta, Andy Woodward, steig fram undir nafni og talaði opinberlega um kyn- ferðislega misnotkun af hendi þjálf- ara á sjötta og sjöunda áratugnum. Í kjölfarið stigu fleiri knattspyrnu- menn fram en allir höfðu þeir spil- að með liðunum Crew Alexandra og Manchester City þar sem ger- andinn, Barry Bennell, starfað sem þjálfari unglingaliða og útsendari sem fann unga og efnilega leik- menn. Einnig hafa komið fram ásakanir á hendur ónefndum fyrr- um þjálfara Manchester United, Georgs Ormond, fyrrum útsendara Chelsea, og Frank Roper, þjálfara hjá Blackpool. Þolendur geti skipt hundruðum Málið er nú rannsakað af lög- reglunni og enska knattspyrnu- sambandinu en óttast er að enn eigi fjölmargir eftir að koma fram. Til merkis um það hafa lögreglunni borist um 850 símtöl í tengslum við málið en sett var á laggirnar sérstakt neyðarnúmer fyrir fórn- arlömb og fólk sem býr yfir upp- lýsingum um málið. Einnig hafa knattspyrnufélögin sem Bennett starfaði hjá hafið sjálfstæða rann- sókn. Talið er að fórnarlömbin geti skipt tugum jafnvel hundruðum en frá því að fyrsti þolandinn steig fram hefur það undið upp á sig með ótrúlegum hraða og virðist ekki sjá fyrir endann á því enn. Kvíði og sjálfsvígshugsanir Það var fyrrverandi varnarmaður- inn Andy Woodward, sem spilaði fyrir unglingalið félagsins Crewe Alexandra, sem steig fyrstur fram þann 16. nóvember síðastliðinn og greindi frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir af hendi Barry Bennell, þjálfara liðsins, á sjöunda áratugnum. Í samtali við fjölmiðla sagði Woodward ofbeldið hafa haft gríðarleg áhrif á líf sitt. Hann hafi glímt við mikið þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir þau 30 ár sem hann hafi burðast með leyndarmál- ið um misnotkunina og skömmina sem því fylgdi. Woodward náði ágætis árangri sem knattspyrnumaður og spilaði meðal annars fyrir Bury, Sheffi- eld United og Scunthorpe United en ferill hans endaði þegar hann var 29 ára gamall þegar hann var farin að fá kvíðaköst inni á vellin- um. Í eitt skipti gerði hann sér upp meiðsli í miðjum fótboltaleik þegar hann gat ekki haldið áfram vegna mikillar vanlíðanar sem helltist yfir hann. Stjórnaði með hótunum Ofbeldið gegn Woodward hófst þegar hann var 11 ára og stóð yfir í fjögur ár. Hann segir Bennett hafa herjað á hægláta og prúða drengi. Ofbeldið gegn sér hafi stigmagn- ast á skömmum tíma þar til Benn- ett nauðgaði honum reglulega yfir fjögurra ára tímabil. Bennell hafi stjórnað sér með hótunum um lík- amlegt og kynferðislegt ofbeldi og að draumur hans um verða at- vinnumaður yrði að engu. Hann vonar að fleiri muni stíga fram í kjölfarið og óttast að þolendurnir geti skipt tugum, jafnvel hundruð- um. Hann gagnrýnir aðgerðarleysi forráðamanna Crewe Alexandra harðlega sem hafi látið sem ekkert væri, jafnvel þótt háttsemi hans hafi verið á margra vitorði. Þekktur níðingur Barry Bennell, sem í dag er 62 ára gamall, hefur alls hlotið þrjá dóma fyrir kynferðisofbeldi. Árið 1994 var hann dæmdur í 9 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisof- beldi gegn ungum dreng. Þá hef- 12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Opinberun kynferðisofbeldis skekur breska boltann Yfir tuttugu knattspyrnumenn á Englandi hafa stigið fram síðastliðnar vikur og greint frá kynferðislegu ofbeldi er þeir urðu fyrir sem börn og unglingar af hendi þjálfara nokkurra stærstu knattspyrnufélaga á Englandi. Barry Bennell mis- notaði fjölda ungra drengja er hann starfaði sem þjálfari og útsendari Crewe Alexandra á sjötta og sjöunda áratugn- um. Hér er hann við réttarhöld í Bandaríkj- unum árið 1995 þegar hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrrum knattspyrnumaðurinn Andy Woodward steig fyrstur fram og greindi frá kynferðislegu ofbeldi sem hann varð fyrir af hendi Barry Bennell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.