Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 42

Fréttatíminn - 03.12.2016, Side 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þó að Íslandssagan sé oft karllæg, eins og á við um aðra stórsögu á Vesturlönd-um, hefur konan vitanlega komið við sögu í gegnum aldirnar með ýmsum hætti. Á síðustu árum hefur hlutur kvenna í sagnfræði- rannsóknum aukist til muna með samstilltu átaki, annars konar sýn á heimildir og víðari hugsun um fortíðina. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, sem haldið var upp á í fyrra, gef- ur Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum nú út forvitnilegt og fjölbreytt greinasafn sem heit- ir einmitt Konan kemur við sögu. Greinarnar í safninu eru stuttar, umfjöllunarefnin fjölbreytt og frá ýmsum tímum og öldum. Konan kemur við sögu Stúlkubörn nefnd eftir Heklu, Öskju eða Kötlu, örnefni sem tengjast ambáttum, metnaður meyja á öldum áður, kvendrekar, pils og piparmeyjar og hugtök á borð við vergirni og kvenþjóð. Allt er þetta til umfjöllunar í fróðlegu greinasafni sem nú er komið út og heitir Konan kemur við sögu. Fréttatíminn ræddi við nokkra höfunda sem eiga efni í bókinni. Það kennir ýmissa grasa í kverinu sem Stofnun Árna Magn- ússonar hefur gefið út um það hvernig konan kemur við sögu. Starfsmenn og góðvinir stofn- unarinnar birta þar forvitnilega og fjölbreytta pistla sem sýna það hvernig konur skjóta upp kolli í annars allt of karllægri sýn okkar á sögu fyrri alda. „Persónulegt líf og nærumhverfi kvenna er ekki algengt umfjöllun- arefni í Íslendingasögunum,“ seg- ir Guðrún Ingólfsdóttir sem ritar um náið samband móður og barns við brjótagjöf þegar kemur að þeim merku sögum. „Á yfirborðinu fjalla sögurnar auðvitað um átök á opin- berum vettvangi og því er tilf- inningalíf fólks ekki beint í forgrunni. Samt er að finna þar litlar frásagnir, eins kon- ar glugga, sem veita innsýn inn í líf venjulegs fólks eða tilfinningalíf. Því hefur stundum verið haldið fram að vegna tíðs barnadauða hafi fólk á þess- um tíma ekki tengst börnum sínum jafn sterkum tilfinn- ingaböndum og síðar varð. Ég held að þetta sé ekki rétt. Fólk er eins á öllum tímum en hins vegar má segja að þetta tilfinn- ingalíf á fyrstu árum barnsins hafi ekki verið frásagnarvert. Þetta er eiginlega bara of hvunndagslegt og þess vegna eru dæmin svona fá.“ Guðrún rekur tvö dæmi í grein sinni um brjóstagjöf. Annars vegar orðfáa frásögn í Fljótsdælasögu þar sem Þorlaug Bessadóttir þarf að bregða sér af bæ og frá stúlku- barni sínu. „Hún lét eftir meyna og vandi af brjósti,“ segir þar. Þetta virkar alls ekki í frásögur færandi og vefst hvorki fyrir móður né höf- undi sögunnar. Hitt dæmið er sérkennilegra. Það er úr Flóamanna sögu en þar venur Þorgils örrabeinsstjúpur son sinn, Þorfinn, á geld karlmannsbrjóst sín til að halda í honum lífinu. Til þess lætur hann saxa á geirvörtu sína og lætur drenginn „teygja það og kom þar út blanda og eigi lét hann af fyrr en það var mjólk og þar fæddist sveinninn við.“ Síðar í sögunni, eft- ir þetta mikla karlmennskuafrek, kveðst Þorgils skilja vel hvers vegna konur unna „brjóstbörnum meira en öðrum mönnum. Það er kannski dálítið tragí-kó- mískt að þegar að einhver höfundur fer loks að velta því fyrir sér hvernig konum líði þegar þær venja börn sín af brjósti þá sé það í gegnum augu og upplifun karlmanns,“ segir Guð- rún Ingólfsdóttir. Fjallkonur landsins Hallgrímur J. Ámundason rannsak- ar nöfn og hefur óbilandi áhuga á þeim, bæði á örnefnum og manna- nöfnum. Rannsóknir hans sýna að kvenmannsnafnið Hekla er heldur nýtt af nálinni, það kemur til á öðr- um áratug 20. aldar. Fyrsta Heklan var fædd árið 1910 en með tíðum og „túristavænum“ gosum eldfjalls- ins eftir 1970 greinir Hallgrímur sprengingu í kven-Heklum. 1. jan- úar 2015 eru síðan 464 konur sem bera þetta fallega nafn, ýmist sem fyrra (369) eða síðara nafn. Í grein sinni í Konan kemur við sögu grefst Hallgrímur fyrir um fyrstu Hekluna. Grúskið sýnir að sú Hekla leikur badminton í Reykjavík á stríðsárunum og dansar nútíma- legan dans eftir stríðið í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún hét reyndar Kristín Hekla Jóhannesdóttir og var dóttir Jóhannesar Jósefssonar sem kenndur var við Hótel Borg. 1947, sama ár og eldfjallið sögufræga ræskir sig rækilega eru tvær stúlkur nefndar Hekla, önnur fæddist daginn eftir að gosið hófst og því líklegt að atburðirnir hafi haft áhrif á nafnavalið. Samt er það ekki fyrr en árið 1997 að 20 Heklu múrinn er rofinn. En Hallgrímur veltir líka fyrir sér öðrum eldfjöllum og kvenmanns- nöfnum í sinni forvitnilegu grein í bókinni. Katla er eldfjall sem við berum óttablandna virðingu fyrir. Katla er samt fornt heiti og í mann- tali 1910 ber ein kona nafnið. Það er síðan 20. öldin sem tekur litlar Kötl- ur í faðm sér í auknum mæli. Eitt tilfelli er til um Öskju á 20. öld en á nýrri öld hafa nokkrar bæst við. Hekla er greinileg og rauðleit á Suðurlandi á Íslandskorti Abrahams Orteliusar (1527-1528) Talið er líklegt að Guðbrandur Þorláksson biskup hafi verið raun- verulegur höfundur kortsins. Brjóstagjöf í Íslendingasögum Reynistaðabók. Í henni er að finna margvíslegan fróðleik handa nunn- um en á Reynistað var nunnuklaust- ur frá því rétt fyrir árið 1300. Mynd | Hari Mynd | Hari HÁGÆÐA VÍNGLÖS Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri NÝ VARA Í VOGUE 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.