Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. desember 2016 Uppáhalds ljósmyndin Mútað með tveimur kleinu­ hringjum fyrir hæfileikakeppni Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Thelma Lind Waage deilir uppáhaldsljósmyndinni sinni með Fréttatímanum. Ég held að ég væri ekki alveg hrein­ skilin ef ég veldi ekki þessa mynd. Ég er týpan sem er haldin einhverri eilífðar nostalgíu, og get tapað mer Vísindamenn við Háskólann í Toronto duttu í jólagírinn og fengu tölvu til að semja fyrir sig nýjasta jólasmellinn, eða þannig. Gefa gamla kjóla sem ekki passa lengur Hjálparstofnun kirkjunnar gefur spariföt fyrir jólin. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Við söfnum alltaf spari­fötum fyrir jólin en undirbúningur á sér stað árið allt árið um kring,“ segir Vilborg Oddsdóttir fé lags ráðgjafi sem hef ur um sjón með inn lendri aðstoð hjá Hjálp ar starfi kirkj­ unn ar. „Við tínum út spari­ fötin, fínu kjólana og jakka­ fötin sem okkur berast og tökum frá fyrir jólin, út hlut um þeim síðan sér stak lega á þessum tíma árs.“ Hún segir mikilvægt að allir geti fengið sparföt sem vilja. „Við gefum fólki föt árið um kring, alla þriðjudaga ársins. Um jólin gefst hins vegar annað tækifæri til að gefa sparifötin. Alla þessa fínu kjóla sem okkur berast. Fólk er líka mikið að máta nýja kjóla og spariföt og gefa okk­ ur gömlu fötin sem ekki passa lengur.“ „Sem betur fer er alltaf að aukast að fólki gefi gömul spariföt til Hjálparstarfs kirkjunnar. Langmesta þörfin er á haustin og í kringum jólin, útiföt og skólaföt á haustin þegar skólinn byrjar og í kringum jólin vegna sparifatanna. Þetta eru álagspunktarnir hjá okkur.“ „Það eru margir sem nýta sér þennan kost. Á venjulegum þriðju­ dögum koma allt að 40 fjölskyld­ ur til okkar að fá föt en það eykst auðvitað um jólin. Í desember er allt annað kerfi í gangi. Þá getur fólk komið hvenær sem er. Við erum hér með frá­ bæran hóp sjálfboðaliða sem koma, sortera fötin og að­ stoða alla.“ Vilborg segir magn af gefins fötum hafa aukist og að þeim fjölgi sem nýti sér þessa hjálp. „Bæði hefur hælisleitendum fjölgað hér, sem fengið hafa hæli af mannúðar­ ástæðum. Þeir eru fatalausir, er kalt og eiga ekki föt. Því hefur aukist aðsókn í fötin. Við urðum sérstaklega vör við þetta þegar fór að kólna í haust. Þeir sem höfðu feng­ ið hæli af mannúðarástæðum komu til að fá allt frá sokkum til ullarnærfata. Hópurinn sem nýtir sér aðstoð okkar hefur því breyst og fleiri koma til okkar. Varðandi sparifötin er þetta þó annað. Þar eru Ís­ lendingar í meirihluta.“ „Það er um að gera að láta fötin ganga áfram. Þau koma að góðum notum hjá þeim sem fá þau. Það er alltaf þvílík gleði þegar stelpur fá fallega kjóla sem þær hefur alltaf dreymt og strákar fín jakkaföt, eitthvað sem foreldrarnir höfðu ekki efni á að kaupa.“ Textinn, í lauslegri íslenskri þýðingu er á þessa leið: Mikið skraut í herberginu. Jólatréð er fullt af blómum. Ég sver það er jólakvöld. Ég vona að þú segir það. Besta jólagjöf í heimi er blessun. Ég hef alltaf verið þar, það sem eftir er af lífi okkar. Fyrir hundrað og hálfri klukkustund. Ég er glaður að hafa hitt þig. Ég get heyrt tónlist koma úr andyrinu. Ævintýri. Jólatré. Það er fullt fullt fullt af blómum. Mariah Carey er einn þeirra listamanna sem setur mark sitt á þennan árstíma. Hún hefur nú fengið samkeppni frá kanadískri tölvu. Jólalög eru eins misjöfn og þau eru mörg, sum ómissandi, önnur full­ komlega óþolandi. Nokkrir tölvu­ fræðingar við Háskólann í Toronto mötuðu tölvuna sína á 100 tímum af jólamúsík og settu hana síðan í að semja nýjasta smellinn. Tölvan var bæði látin semja lag og ljóð sem seint verða talin til meistara­ verka. Takturinn er 120 slög á mínútu og vitvélin bætti hljómum og trommutakti undir allt saman. Verkefnið er til gamans gert, en hæfileikar vitvéla eru mikið til um­ ræðu, þó að þarna sé ekki fæddur nýr snillingur, hvorki á svið tón­ listar né textagerðar. Lagið er í það minnsta fyndið, ólíkt mörgum öðrum lélegum jóla­ lögum. Lestu meira um tölvur og skrif þeirra á síðu 38. Tölva syngur um jólin Mikil gleði ríkir þegar börn fá spari- fötin sem þau hefur alltaf dreymt um. Vilborg segir um að gera að láta gömlu sparifötin ganga áfram. Mynd | Hari í að liggja yfir gömlum myndum. En þessi mynd hefur ekki bara nostalgíu­sjarmann heldur einnig djúpan skilning á sjálfri mér sem hefur tekið mig gífurlega langan tíma að komast að. Ég man hrika­ lega vel eftir þessu, það var búið að kalla mig tvisvar upp á svið til að syngja Gamla Nóa í hæfileika­ keppni. Ég fór ekki fyrr en það var búið að lofa mér tveimur kara­ mellukleinuhringjum í verðlaun, sem ég auðsýnilega fékk. Vildi fyrst ekki syngja Gamla Nóa í hæfileikakeppni

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.