Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 4
Stjórnmál „Það er ekkert að ger-
ast“ segir Benedikt Jóhannesson,
formaður Viðreisnar, um stjórn-
armyndun. Hann hefur haldið sig
til hlés eftir að eitruð skeyti fóru
að ganga á milli forystumanna
Pírata og VG um hvað fór úrskeið-
is í viðræðunum flokkanna fimm
um ríkisstjórn miðju- og vinstri
flokkanna.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Ég ætla ekki að blanda mér í þetta,
að öðru leyti en því að það dró ekki
sérstaklega í sundur með okkur og
VG,“ segir Benedikt Jóhannesson.
„Flokkarnir náðu einfaldlega ekki
saman og það er ekki við neinn að
sakast,“ segir hann.
„Það er mikilvægt að stilla
væntingum sínum í hóf og ganga
hóflega bjartsýnn til svona við-
ræðna. Ég farin að læra eftir þrjár
lotur. Núna tek ég einn dag í einu.“
En hvað tekur við? Ætlið þið að
ræða við Sjálfstæðismenn eða eru
þeir að reyna að nálgast ykkur?
„Ég stend hérna í stiganum á Al-
þingi og hef alla hina þingmennina
meira og minna fyrir augunum.
Þeir eru ýmist á leið frá mér eða að
mér. Bjarni Benediktsson er búin að
fara niður og Óttar Proppé upp. Ég
hef enga sérstaka ósk um við hvern
verður rætt í næstu lotu. Þingmenn
eru þessa stundina uppteknir í
nefndarstörfum í þinginu. Það er
nóg að gera og þessi mál verða að
bíða. Það eru líka að koma jól hjá
þingmönnum, eins og öðrum. Það
þarf að kaupa gjafir og skreyta hús,
baka og skrifa jólakort. Svona er
bara þetta líf. Ég ætla ekki að hafa
áhyggjur af þessu. Það batnar ekk-
ert við það.“
Þið hafið hingað til ekki tekið í
mál að verða þriðja hjól undir vagni
í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar. Á það enn við?
„Svo sannarlega. Það kemur ekki
til greina.“
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Berglind Kristinsdótt-
ir, framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum,
vill að Strætó fái að
stoppa nær flugstöð-
inni. Almenningssam-
göngur séu ódýrari
og prinsippmál fyrir
marga ferðamenn.
Arinbjörn Jóhannes-
son óttast að ferða-
þjónustufyrirtæki á
landsbyggðinni verði
gjaldþrota. Hann segir
ástandið aldrei hafa
verið verra.
Samgöngur Bæði flugrútufyrir-
tækin hækkuðu stök fargjöld frá
Keflavík í nóvember. Leigubílafar-
gjald til Keflavíkur hækkaði í
október. Nú er orðið ódýrara að
fara á bíl út á flugvöll, ef tveir
eða fleiri eru að fara í stutta ferð.
Strætó vill fá að stoppa nær flug-
stöðinni.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Kynnisferðir hækkuðu stakt fargjald
sitt frá Keflavíkurflugvelli í bæinn úr
2.200 krónum í 2.500 krónur þann
1. nóvember. Gray Line vildi ekki
upplýsa Fréttatímann um hvenær
síðasta verðhækkun fyrirtækisins
var, en stakt fargjald er nú 2.400 frá
flugvellinum í bæinn. Bæði fyrirtæk-
in veita þó afslátt ef keyptur er far-
miði báðar leiðir í einu.
Þann 1. október hækkaði fast gjald
á leigubíl Hreyfils Bæjarleiða milli
Keflavíkur og Reykjavíkur úr 15 þús-
und í 16 þúsund fyrir venjulegan
bíl. Stór leigubíll hækkaði úr 19.500
krónum í 21.500 krónur.
Ef fólk er á sparneytnum bíl getur
því margborgað sig að fara á hon-
um út á völl, leggja í langtímastæði
á meðan ferðalaginu stendur. Þrír
dagar á bílastæðinu kosta 3.750
krónur. Það er þó alltaf umhverfis-
vænna að vera margir saman í einu
farartæki.
Berglind Kristinsdóttir hjá Sam-
bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
hefur barist fyrir því að strætó fái
að stoppa nær flugstöðinni. „Við
sendum Isavia formlegt erindi í maí
en fengum ekkert svar. Þess vegna
ítrekuðum við erindið aftur í síð-
ustu viku. Eins og staðan er í dag
fær strætó að stoppa 200 metrum
frá flugstöðinni og það er óþægi-
legt fyrir farþega að ganga með
farangurinn þessa óupplýstu leið í
myrkri. Við myndum vilja fá að vera
sýnilegri valkostur. Hjá mörgum er
prinsipp mál að ferðast með almenn-
ingssamgöngum, þó Íslendingar
noti þær ekki mikið. Strætó ekur á
klukkutíma fresti frá flugstöðinni,
ferðin tekur um klukkustund og
fargjaldið í bæinn er um 1680. En
það er ódýrara fyrir þá sem eiga
strætókort.“
Ódýrara að
fara á bíl út
á flugvöll
Bæði flugrútufyrirtækin hækkuðu stök fargjöld frá Keflavík í nóvember. Mynd | Rut
Það er mikilvægt að stilla vænting-
um sínum í hóf og ganga hóflega
bjartsýnn til svona viðræðna, segir
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar. Mynd | Hari
Ekki þriðja hjólið hjá Sjálfstæðs- og Framsóknarflokki
Ferðaþjónusta „Ástandið er alveg
gersamlega vonlaust,“ segir Arin-
björn Jóhannsson á Brekkulæk í
Húnavatnssýslu sem hefur rekið
ferðaþjónustu sína frá árinu 1979
og tekur árlega á móti um fimm
hundruð gestum, aðallega í hesta-
og gönguferðir.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Það hefur alltaf verið erfitt að búa
við þetta ótrygga gengi en ástandið
hefur aldrei nokkurn tímann ver-
ið verra,“ segir Arinbjörn. „Helstu
viðskiptavinir okkar eru evrópskt
millistéttarfólk sem býr við stöð-
ugan gjaldmiðil og það eru takmörk
fyrir því hvað við getum hækkað
mikið milli ára án þess að vera sök-
uð um okur.“
„Ég er hræddur um að með þessu
áframhaldi bítum við af okkur
þessa ferðamenn, sem hafa verið
Ástandið hefur
aldrei verið verra
Bandaríkjadollar kostaði
129 krónur fyrir ári –
kostar 112 krónur núna.
Það er lækkun upp á rúm
13 prósent.
Evran kostaði 141 krónu
fyrir ári en kostar
119 krónur núna. Það er
veiking evru gagnvart krónu um
15,8 prósent.
Sterlingspundið hefur lækkað um
hátt í 30 prósent á árinu
gagnvart krónu.
Arinbjörn í hestaferð með erlenda ferðamenn.
Ódýrt flug og AirBnB
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
segir að mikill og hraður vöxtur ferða-
þjónustunnar setji mikinn þrýsting á
hagkerfið og styrking krónunnar sé
aðallega til komin vegna hans. „Það
er mikið framboð af ódýru flugi til
landsins og stefnan varðandi AirBnb
er miklu frjálslyndari en víða annars
staðar og stuðlar að gjaldeyrisinn-
flæði,“ segir Már. „Stjórnvöld geta vel
brugðist við sterkri krónu, ef þau vilja
það. Það er ekki við peningastefnuna
að sakast.“
Már Guðmundsson segir ekki
við peningastefnuna að sakast.
kjölfestan í starfsemi okkar alla tíð
eða að við förum hreinlega á haus-
inn,“ segir Arinbjörn.
„Staðan er sú að við þurfum að
verðleggja okkur langt fram í tím-
ann, eitt til tvö ár. Það er ómögu-
legt að sjá fram í tímann í þessu
ástandi. Við þurfum að kaupa ferð-
ir og gistingu hér heima og verðið
hækkar stöðugt, við erum að reyna
að taka sveiflurnar á okkur en það
gengur ekki til lengdar. Evrópubúar
skilja ekki þennan óstöðugleika.“
Arinbjörn segir að þetta lykti af
því að hér verði annað hrun. Hann
hafi talið að þegar höftum yrði
aflétt færu peningar úr landi og
það létti á þrýstingnum. Það hafi
ekki gerst, Þegar evrópska milli-
stéttarfólkið, sem sé vel mennt-
að og undirbúið, hætti að koma,
komi sterkefnaðir Ameríkanar og
Asíubúar í staðinn. Þetta séu ferða-
menn með allt aðrar þarfir og önn-
ur áhugamál. Litlar ferðaskrifstof-
ur sem byggi á náttúruskoðun og
upplifun höfði ekki til þeirra að
sama marki. Þær séu líklegar til að
fara fyrst á hausinn. Lengst lifi þeir
sem starfi í höfuðborginni því þeir
þurfi ekki að skipuleggja sig jafn
langt fram í tímann.
JÓLALEIKUR
GEVALIA
Klipptu tvo toppa af Gevalia
ka pokum og sendu inn til að
taka þátt. Þú finnur
þátttökuumslag í næstu verslun.
Dregið 20. desember.