Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 34
Landsdóms
málið
Eitt umdeildasta og mest um-
talaða mál eftirhrunsáranna á Ís-
landi er Landsdómsmálið þar
sem meirihluti þingmanna á Al-
þingi Íslendinga tók þá ákvörðun
að ákæra Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra, í sept-
ember árið 2010. Ísland varð þar
með fyrsta og eina landið í heim-
inum sem dró einn æðsta ráða-
mann þjóðar fyrir dóm vegna
þeirra atburða sem áttu sér stað í
fjármálahruninu um haustið 2008.
Þeir sem töldu ákæruna og dóm-
inn réttmætan gætu kallað Lands-
dómsmálið skandal vegna þess sem
Geir var ákærður og dæmdur fyrir,
formlega ábyrgð sína á því að hafa
ekki reynt að bregðast við hrun-
inu áður en það skall yfir Ísland,
á meðan gagnrýnendur ákærunn-
ar geta haldið því fram að málið
sé skandall út af því ákæruvaldið
í málinu var flokkspólitískt og þar
með að Geir hafi verið beittur sögu-
legum órétti. Mannréttindadómstól
Evrópu ákvað að taka
mál Geirs fyr-
ir árið 2013
en n iðu r-
staða liggur
ekki fyrir hjá
dómnum. Mál
Geirs er í raun
ekki ennþá
útrætt.
Vafningsmálið og sala Bjarna
Benediktssonar á Glitnisbréfum
Í febrúar 2008 tók Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi þingmaður og
formaður allsherjarnefndar, þátt í
viðskiptasnúningi sem sýndi svart
á hvítu að íslenska bankakerfið
var á brauðfótum. Glitnir þurfti að
lána einum hluthafa sínum, Þætti
International eh., sem ættingjar
Bjarna áttu með annars, rúma tíu
milljarða króna til að borga er-
lendum banka lán sem þeim
hafði verið veitt fyrir hluta-
bréfunum. Ekki einn banki í
veröldinni, annar en Glitnir,
var reiðubúinn til að veita
þetta lán þar sem
hlutabréfaverð í
bankanum hafði
hrunið. Þannig
tók Glitnir við ábyrgð á tíu milljarða
láni sem enginn annar banki vildi.
Stjórnendur Glitnis voru hræddir
um að ef það fréttist að enginn vildi
lána fyrir hlutafé í Glitni myndi
hlutabréfaverð í bankanum hrynja.
Í sama mánuði seldi Bjarni Bene-
diktsson hlutabréf sem hann átti
persónulega í Glitni og faðir hans,
Benedikt Sveinsson, gerði slíkt
hið sama. Bjarni seldi fyrir
126 milljónir króna en faðir
hans fyrir um 850 milljónir
en þannig björguðu þeir sam-
tals tæpum milljarði króna
sem þeir annars hefðu tap-
að í íslenska bankahruninu
nokkrum mánuðum síðar.
Al Thanimálið
Þó dæmt hafi verið í Al Thani-mál-
inu í Hæstarétti Íslands í ársbyrjun
2015 og allir fjórir sakborningarnir,
Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sig-
urðsson, Sigurður Einarsson, og
Magnús Guðmundsson, hafi hlot-
ið þunga fangelsisdóma þá er mál-
inu ekki endanlega lokið. Málið var
eitt það stærsta sem embætti sér-
staks saksóknara rannsakaði eftir
hrun enda snérist það um mark-
aðsmisnotkun með ríflega 25 millj-
arða króna hlut í Kaupþingi fyrir
hrun og blekkingar gegn almenn-
ingi um stöðu íslenska bankakerf-
isins. Fjórmenningarnir hafa nú
lokið fangelsisafplánun sinni eftir
umdeilda lagabreytingu fyrr á ár-
inu sem eykur möguleika fanga á
að afplána dóma sína undir raf-
rænu eftirliti. Í sumar kallaði Mann-
réttindadómstóll Evrópu eftir svör-
um frá íslenska ríkinu um vissa
þætti í meðferð Al Thani-málsins
og Hreiðar Már hefur stefnt íslenska
ríkinu vegna þess og vill fá greiddar
skaðabætur fyrir óréttláta og spillta
málsmeðferð. Fjórmenningarnir af-
plána nú eftirstöðvar dómsins með
ökklaband undir rafrænu eftirliti
en ljóst er að umfjöllun um þetta
stóra dómsmál er ekki
lokið og enn birtast
reglulega greinar
í blöðum þar sem
hagsmunaðilar
fjalla um málið
frá sínum sjón-
arhóli.
Makrílmálið
Eitt umdeildasta mál liðins kjör-
tímabils var makrílfrumvarp Sigurð-
ar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs-
ráðherra sem hann kynnti á Alþingi
um vorið 2015. Frumvarpið hefði
falið í sér að kvóta í makríl hefði verið
úthlutað til þeirra útgerða sem hafa
veitt þessa fisktegund, sem er ný í ís-
lenskri fiskveiðilögsögu, til sex ára í
senn og án þess að það kæmi fram í
frumvarpinu að makrílkvótinn væri
þjóðareign. Einn af þeim gagnrýndi
frumvarpið hvað harðast var Jón
Steinsson hagfræðingur sem sagði
að það treysti stöðu útgerðarmanna
gagnvart þjóðinni og fæli í sér grund-
vallarbreytingu í sjávarútvegsmálum
sem væri þeim í hag en ekki almenn-
ingi. „Með þessu frumvarpi er því
stigið risastórt skref í þá átt að festa
varanlega í sessi það fyrirkomulag að
útgerðarmenn þurfi ekki að greiða
eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar
fyrir afnot af sameign þjóðarinnar.“
Tekist var á um frumvarpið á Alþingi
og víðar í samfélaginu og skrifuðu
30 þúsund manns undir áskorun til
forseta Íslands að samþykkja
ekki frumvarpið heldur
vísa því í þjóðaratkvæði.
Vegna deilna um frum-
varpið og óánægju víða
í samfélaginu hætti Sig-
urður Ingi svo við
að leggja það
fram og hefur
ekki heyrst af
því síðan.
Brúneggjamálið
Sjaldan hafa viðbrögð almennings
við einu hneykslismáli eftir hrun
verið eins hávær og afgerandi og
eftir að Kastljósið sýndi þátt sinn
um eggjaframleiðandinn Brúnegg
í lok nóvember árið 2016. „Neyt-
endur blekktir um árabil,“ sagði
Kastljós en í ljós kom að brúnu
„vistvænu“ eggin, sem íslenskir
neytendur höfðu keypt um árabil
á 40 prósent hærra verði en önnur
egg, eru ekki vistvæn að mati Mat-
vælastofnunar. Fjöldi fólks sagði
á samfélagsmiðlum eftir þáttinn
að það teldi sig hafa verið haft að
fífli og margar verslanir tók brúnu
eggin úr sölu hjá sér, meðal annars
Melabúðin en einn eigandi hennar,
Pétur Guðmundsson, sagði meðal
annars: „Eins og er teljum við okk-
ur ekki geta verið með þessi egg í
sölu.“ Eigendur Brúneggja báru sig
hins vegar illa í kjölfarið og sagði
Kristinn Gylfi Jónsson, annar eig-
andinn: „Þetta hefur verið mjög
erfitt fyrir okkur persónulega,
bræðurna, vegna þess að við erum
búnir að vera í landbúnaði alla
ævi.“ Ljóst er að erfitt verður fyr-
ir Brúnegg að byggja upp rekstur
sinn á nýjan leik eftir þetta enda
traust neytenda í garð fyrirtækis-
ins horfið.
Ólafur Ólafsson.
Sigurðar Ingi
Jóhannsson.
Bjarni Benediktsson.
Geir H. Haarde.
Kristinn Gylfi Jónsson. Mynd | Rúv
16. desember
Opnar 10:00
Lokar 20:00
20. desember
Opnar 10:00
Lokar 21:00
24. desember
Opnar 10:00
Lokar 12:00
17. desember
Opnar 10:00
Lokar 21:00
21. desember
Opnar 10:00
Lokar 21:00
25. desember
Lokað
18. desember
Opnar 13:00
Lokar 21:00
22. desember
Opnar 10:00
Lokar 21:00
19. desember
Opnar 10:00
Lokar 21:00
23. desember
Opnar 10:00
Lokar 23:00
Opnunartími verslana til jóla
Í Glæsibæ eru fjölmargar verslanir
og þjónustuaðilar og tilvalið að gera
jólainnkaupin. Næg bílastæði.
Frábær jólastemning!
Gerðu jólainnkaupin í Glæsibæ
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016