Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 46

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Tvær af bestu bókum ársins eru ekki tilnefndar til Bókmennta- verðlauna Íslands og áttu aldrei möguleika. Hvorki Steinunn Sigurðardóttir né Vigdís Gríms fengu tilnefningu fyrir ævisögur sínar enda hinir freku og athygl- issjúku karlrithöfundar búnir að sannfæra okkur um að ævisögur séu ómerkilegar en skáldævisög- ur ekki. Mikael Torfason rithöf- undur er ekki með í jólabókaflóð- inu að þessu sinni en las mikið 2016 og telur okkur eiga við skilgreiningarvanda að stríða. Mikael Torfason mikael@frettatiminn.is Skáldævisagan og nonfiction dollara eftir til að sjá fyrir sér og tveim sonum sínum þegar hún hefur greitt leigu fyrir grenið sem litla fjölskyldan býr í. Það tók Matthew átta ár að skrifa bókina og er hún afrakstur vandaðrar rannsóknarvinnu. Höfundur starfar sem kennari við Harward háskóla en flutti inn í hjólhýsahverfi til að kynnast að- stæðum fólksins sem hann skrifar um og svo elti hann þessar fjöl- skyldur í verstu hverfi Milwaukee. Við getum heimfært margt úr Evicted yfir á Ísland. Bókin er um fólk sem nær ekki endum saman, er á vergangi og hefur ekki efni á að borga leigu. Miklu fleiri en við viljum kannast við búa við þær aðstæður hér á landi. Samkvæmt nýjustu rannsóknum versna að- stæður fátækra barna á Íslandi ár frá ári. Samkvæmt útreikningum ASÍ ætti húsnæðiskostnaður ekki að vera meira en 20-25% prósent af tekjum. Í nýjustu launakönnun Flóabandalagsins, verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eru með- allaun félagsmanna 357 þúsund fyrir skatt en það gera 262.500.- útborgað. Þú færð þriggja her- bergja íbúð hjá Gamma í gegnum Almenna leigufélagið þeirra – nýja Verkó – fyrir um 200 þús- und krónur á mánuði í Kötlufelli. Auðveldur hugarreikningur segir manni hvað stendur eftir. Evicted er á lista New York Times yfir bestu bækur ársins. Susan Faludi Femínsta- hetjan Susan Faludi hef- ur skrifað eftirminni- legar bækur á borð við Backlash og Stiffed. Fyrrnefnd bók fjallar um bakslag kven- réttindabaráttunn- ar og sú síðarnefnda fjallar um stöðu karlmennskunnar í Banda- ríkjunum sem er með miklum ósköpum. Báðar þessar bækur standa vel fyrir sínu en í ár kom besta bók Susan Faludi út: In the Darkroom. Hún er á lista New York Times yfir bestu bækur ársins. Þetta er ótrú- lega saga um samband Susan við föður sinn, Steven, nú Stephanie. Hér er verið að takast á grund- vallarspurningar sem snúa að stöðu okkar í nýjum heimi sem lúta fjölþættari skilgreiningum á kynhlutverkum. Ofbeldisfullur faðirinn flytur til Ungverjalands einmitt þegar fasisminn er aftur að ná þar fótfestu en þegar Steven Faludi flúði þaðan, sem ungur maður, hafði hann lifað af helför nasista sem var dyggilega studd af ungversku fasistahreyfingunni. En nú er hann sem sagt snúinn aftur og ferðast þaðan til Tælands til að leiðrétta kyn sitt. Susan eltir hann eftir að hafa fengið ímeil frá Stephanie og hún reynir að skilja þessa fyrrum gegnheilu karlrembu, afsprengi umhverfis síns sem hafði geng- ið í gegnum svo margt hræðilegt sem karlmaður en er nú orðinn transkona. Umskiptin eru alger. Þessi bók er listilega vel skrif- uð, bókmenntagildið sem slíkt er ótvírætt auk þess sem hún varpar fram stórum og mikil- vægum spurningum. Hún krefur okkur svara án þess að kaupa sér allibí með því að fela sig bak við hugtakið skáldævisögu. Þetta er nonfiction. Við eigum öll að lesa þessa bók. Hvernig varð Isis til? Pulitzerinn í nonfiction þetta árið fór til blaðamannsins Joby Warrick en bók hans heitir Black Flags og fjallar um það hvernig Isis varð til. Joby skrifar fyrir Was- hington Post og hefur áður feng- ið Pulitzer fyrir blaða- skrif. Það er auðvitað með miklum ólíkindum að lesa um það hvernig aðstæður í Írak og vanhæfni Bush og hans félaga leiddu til þess að Jórdaninn al- -Zarqawi náði að skáka sjálfum Bin Laden í illvirkjum. Isis, eða Daesh, ráða nú yfir stórum lands- hluta í Írak, Sýrlandi og víðar. Ég hef venjulega ekki gaman af svona herbókum. Bróðir minn, fyrrverandi sérsveitarhermaður í breska hernum, hefur stundum gefið mér svona bækur – aðallega þegar hann hefur komið fyrir í þeim sjálfur – og þetta eru yfirleitt leiðinlegar bækur. Black Flags er ekki leiðinleg. Hún er vel skrifuð, stórskemmtileg og áhugaverð. Jólin 1997 birtist okkur fyrst hugtakið skáldævisaga í hinu séríslensku jólabókaflóði. Guð- bergur Bergsson var þá að gefa út endurminningar sínar og honum og Jóhanni Páli Valdimarssyni út- gefanda dugðu ekki fyrri hugtök. Ævisaga Guðbergs var auðvitað miklu merkilegri en hefðbundn- ar íslenskar ævisögur. Allar götur síðan hafa flestir lærisveinar Guðbergs skilgreint sínar bækur samkvæmt þessu tæplega tuttugu ára gamla hugtaki. Sem grund- vallast ekki á öðru en því að innri átök Guðbergs eru svo miklu merkilegri en búksorgir sendi- herrafrúa. Meðan þessu fer fram á Fróni hefur hins vegar orðið sú þróun úti í hinum stóra heimi að endurminningar og ævisögur þykja góðra gjalda verðar. Þar hef- ur verið að rísa bylgja sem gæti verið undir slagorðinu: NonFict- ion Is the New Fiction. Fátækt fólk Evicted eftir Matthew Desmond er mikilvæg bók sem kom út í upphafi árs en í henni rekur hann sögu átta fátækra fjölskyldna í Milwaukee í Bandaríkjum nútím- ans. Þetta er fólk eins og Arleen sem er einstæð móðir sem á 20 Mynd | Getty Við getum heimfært margt úr Evicted yfir á Ísland. Bókin er um fólk sem nær ekki endum saman, er á vergangi og hefur ekki efni á að borga leigu. Miklu fleiri en við viljum kannast við búa við þær aðstæður hér á landi. Sjáumst á Jólatorginu MIDBORGIN.IS FACEBOOK.IS/MIDBORGIN OPIÐ TIL KL. 22 Á JÓLATORGINU OG Í VERSLUNUM TIL JÓLA Fáðu hátíðarskapið beint í æð á Jólatorginu á Hljómalindarreitnum og gerðu jólainnkaupin í skemmtilegu umhverfi. Við minnum á nýtt Gjafakort Miðborgarinnar okkar, fáanlegt í öllum bókaverslunum miðborgarinnar. Bergstaðir Kolaport Ráðhúsið Stjörnuport Traðarkot Vesturgata Vitatorg NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.