Fréttablaðið - 11.03.2017, Side 10
INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. BÍLDSHÖFÐA / AKUREYRI / SELFOSSI
AF ÖLLUM ÆFINGAFATNAÐI
TAX FREE
TAX FREE JAFNGILDIR 19,36% VERÐLÆKKUN. DAGANA 9. – 13. MARS 2017. GILDIR EKKI UM VÖRUR Á ÁÐUR LÆKKUÐU VERÐI. *GILDIR AÐEINS Á FATNAÐI.
9.-13.
MARS
Ástralía Sumarið í Ástralíu varð það
heitasta og blautasta síðan mælingar
hófust. Sums staðar fór hitinn yfir 35
stig 54 daga í röð. Alls voru meira en
200 veðurmet slegin sumarmánuð-
ina þrjá, sem þar eru desember,
janúar og febrúar.
Þetta kemur fram í skýrslu Lofts-
lagsráðs Ástralíu, þar sem fullyrt er
að Ástralíubúar hafi aldeilis fengið
að kenna á loftslagsbreytingum af
mannavöldum þetta sumarið.
Skýrslan nefnist Angry Summer,
eða reiða sumarið.
Mikill munur var þó á veðrinu
eftir því hvar í Ástralíu borið er
niður. Í austurhluta álfunnar voru
miklar hitabylgjur, steikjandi heitir
dagar og mikið um gróðurelda.
Í vesturhlutanum var hins vegar
úrhellisrigning með miklum flóðum.
Meðal annars er nefnt að íbúar
borgarinnar Adelaide hafi ekki upp-
lifað meiri hita á jóladag í sjötíu ár,
en nú í sumar komst hitinn þar upp
í 41,3 gráður á Celsius. Og í Sydney
varð hitinn meiri en nokkru sinni
hefur mælst, eða 2,8 stigum hærri
en meðaltalið.
Fullyrt er að þessi þróun eigi eftir
að halda áfram. Búast megi við meiri
öfgum í veðri með tíðari hitabylgj-
um og nýjum hitametum.
Alls gerðist það á að minnsta
kosti nítján stöðum í Ástralíu að
hitinn komst yfir 40 stig fleiri daga
en áður hefur mælst, og er þá miðað
við að minnsta kosti 40 ára tíma-
bil. Alvarlegasta hitabylgjan þetta
sumarið hófst 31. janúar og stóð til
12. febrúar.
Þessir miklu hitar kosta þjóð-
félagið stórfé. Enn eigi að vísu eftir
að meta kostnaðinn af sumrinu sem
var að líða, en vitað sé að sumarið
2013 til 2014 hafi kostað ástralska
skattborgara um það bil átta millj-
arða dala, eða nærri 650 milljarða
króna.
Hitabylgjurnar í Ástralíu hafa
veruleg áhrif á heilsu margra. Lofts-
lagsráð Ástralíu telur að á tíma-
bilinu 1890 til 2013 hafi hitabylgjur
kostað um 2.900 manns lífið, en það
eru fleiri dauðsföll en urðu samtals
af völdum gróðurelda, fellibylja,
jarðskjálfta, flóða og ofsaveðurs á
þessu sama tímabili.
gudsteinn@frettabladid.is
Sumarveðrið varð Áströlum dýrkeypt
Miklar hitabylgjur voru í austurhluta Ástralíu sumarmánuðina þrjá, desember til febrúar, en úrhellisrigning og flóð í vesturhlutanum.
Loftslagsráð Ástralíu talar um „reiða sumarið“ og spáir fleiri slíkum. Búast megi við meiri öfgum i veðrinu með tíðari hitabylgjum.
Gróðureldar eyðilögðu tugi heimila í austurhluta Ástralíu. Nordicphotos/AFp
© GRAPHIC NEWSHeimild: Climate Council
Kimberley-svæðið
Metrigning í desember
á ýmsum stöðum
HELSTU VEÐURMET Brisbane: Meðalhiti
sumarsins hærri en
nokkru sinni. Yr 30
stiga hiti 30 daga í röð.
Queensland:
Næstheitasta sumrið
Moree
35 stiga hiti
eða hærri
mældist 54
daga í röð, sem
er met í Nýja
Suður-Wales
Sydney
Heitasta
sumar
sögunnar
Canberra
Mesti daghiti
að sumri til
Perth:
Heildarúrkom
a sumarsins
varð meiri en
nokkru sinni
Adelaide
Heitasti jóladagur
í 70 ár (41,3°C)
Nýja
Suður-
Wales
Heitasta sumarið í nærri
45 prósentum fylkisins
Gróðureldar á nærri hundrað stöðum
samtímis í febrúar, að minnsta kosti
30 heimili eyðilögðust í eldi
Loslagsbreytingar valda því að
ofurhitar að sumarlagi eru nærri
50 sinnum líklegri en áður
Hitamet Staðreynd um hitastig
Úrkomumet Staðreynd um skógarelda
Staðreynd um loslag
89 staðir
Mesta úrkoma að
sumri til
66 staðir
Mesti hiti að
sumri til
50 staðir
Aldrei ¤eiri sumardagar með
hita yr 35 gráðum
Alls féllu meira en 205 veðurmet sumarið 2016-17 (des-feb)
VESTUR-
ÁSTRALÍA
NORÐUR-
HÉRAÐIÐ
QUEENSLAND
NÝJA
SUÐUR-
WALES
SUÐUR-
ÁSTRALÍA
VIKTORÍA
TASMANÍA
Á S T R A L Í A
Hvert veðurmetið á fætur öðru
Sumarið í Ástralíu hefur verið óvenju svæsið, með steikj-
andi hita sums staðar, gríðarlegu úrhelli annars staðar og
gróðureldar hafa eyðilagt tugi húsa.
samfélag Íbúar Árborgar þann
1. mars voru 8.517 og hefur þeim
fjölgað um 249 síðan í mars á síð-
asta ári eða um rúm þrjú prósent.
Tölurnar voru lagðar fram á bæjar-
stjórnarfundi í Árborg.
Alls eru 33 íbúar óstaðsettir en
7.152 búa á Selfossi, 294 í dreif-
býli, 516 á Eyrarbakka og 17 í dreif-
býli þorpsins. Alls eru 522 íbúar á
Stokkseyri og 75 í dreifbýli. – bb
Íbúum Árborgar
fjölgar um 249
suður-Kórea Park Geun-hye hefur
endanlega verið rekin úr embætti
forseta Suður-Kóreu vegna hneyksl-
ismáls sem tengist trúnaðarvinkonu
hennar, Choi Soon-sil.
Stjórnarskrárdómstóll landsins
staðfesti í gær niðurstöðu þjóðþings
landsins, sem ákvað í desember
síðastliðnum að svipta hana emb-
ættinu, tæplega fjórum árum eftir
að hún tók við því.
Um leið er hún svipt þinghelgi
þannig að nú verður hægt að draga
hana fyrir dómstóla.
Hún er sökuð um að hafa not-
fært sér stöðu sína sem forseti til
að hjálpa vinkonunni að hagnast.
Þetta á hún að hafa gert með því að
þrýsta á fyrirtæki til að fá þau til að
gefa stórfé til tvennra samtaka, sem
vinkonan stofnaði.
Park hefur viðurkennt að hafa
sýnt af sér kæruleysi og barnaskap,
en neitar að hafa þröngvað fyrir-
tækjunum til eins eða neins. Hún
þvertekur einnig fyrir að hafa látið
vinkonu sína hafa áhrif á störf sín
eða gert henni kleift að hafa áhrif á
ríkismálefni.
Stjórnlagadómstóllinn komst
hins vegar að þeirri niðurstöðu að
vinkonan hefði í raun blandað sér
í málefni ríkisins. Park hafi hins
vegar gert allt til að fela það að mati
dómstólsins.
Mótmæli hafi verið tíð í Seúl,
höfuðborg Suður-Kóreu, eftir að
hneykslismálin komu upp. En
Geun-Hye á sér líka stuðningsmenn.
Þeir þustu út á götur borgarinnar og
létu í sér heyra eftir að niðurstaðan
varð ljós í gær. – gb
Forseti Suður-Kóreu sviptur embætti
park Geun-hye viðurkenndi barnaskap og kæruleysi. FréttAblAðið/EpA
7.152
búa á Selfossi samkvæmt
tölum sem kynntar voru.
1 1 . m a r s 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-D
0
7
0
1
C
6
C
-C
F
3
4
1
C
6
C
-C
D
F
8
1
C
6
C
-C
C
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K