Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 12
Þú nærð nýjum hæðum í Cross Polo. Frábærir eiginleikar og ríkulegur staðal-
búnaður breyta akstrinum í ævintýr. Komdu og prófaðu nýjan Cross Polo.
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Tilboðsverð frá:
2.990.000 kr.
5 ára ábyrgð
• 17,5 cm veghæð
• Hraðastillir
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Xenon aðalljós og LED dagljós
• Nálgunarvarar að aftan
og framan
• 17" Canyon felgur
• Hiti í framsætum
• App Connect með Mirror
Link og Apple Car Play
• Bluetooth búnaður fyrir
síma og afspilun á tónlist
Tilbúinn í ný
ævintýr.
VW Cross Polo
400.000 kr. afslátt
ur!
Verðlistaverð: 3.390.000 kr.
„Mér finnst mikilvægt að styðja við
íbúa, bæði þá sem búa hér eða hafa
gert það. Þá sem vilja tjá sig um rétt-
indi sín og hag,“ segir Guðmundur
Ármann Pétursson, framkvæmda-
stjóri Sólheima, um gagnrýni á
aðbúnað fatlaðra íbúa.
Tveir fyrrverandi íbúar á Sólheim-
um gagnrýndu bág launakjör, óljóst
fyrirkomulag í innheimtu kostnaðar
og skort á sjálfræði í viðtölum við
Fréttablaðið og Átak, félag þroska-
hamlaðra. Í viðtölunum kom fram
að þótt þeim hefði liðið vel um tíma
á Sólheimum hefði aðbúnaði hrakað
eftir hrun. Þá væru samgöngur frá
Sólheimum bágar og bæði erfitt og
flókið væri að flytja sig frá staðnum í
annað úrræði.
Guðmundur segist taka umræðu
og gagnrýni íbúanna fyrrverandi
fagnandi. „Það er auðvitað krefjandi,
stundum erfitt, en það þurfa allir að
eiga sína rödd. Það er líka þannig að
við verðum öll, sem gætum hags-
muna fatlaðra, að vera gagnrýnin
á eigin samtíma. Við erum öll í eðli
okkar sjálflæg og hættir til að líta
þannig á að í dag búum við í hinum
fullkomna heimi. Svo þegar við lítum
til baka eftir tíu ár, þá er kannski eitt-
hvað sem við skiljum ekki af hverju
við færðum ekki í betra horf, “ segir
Guðmundur.
Guðmundur segir að frá því að
réttindagæslumenn hafi fyrst gert
athugasemdir við aðbúnað á Sól-
heimum hafi verið brugðist við.
Hann líti svo á að starfsemin sé í
stöðugri þróun. „Við leggjum til
dæmis mjög hart að okkur núna við
að auka gagnsæi. Styrktarsjóður Sól-
heima á og rekur nánast allt íbúðar-
og þjónustuhúsnæði. Sami lögaðili
heldur ekki um eignarhald og veitir
þjónustuna. Við breyttum einnig
rekstri fyrirtækja á Sólheimum árið
2015 þannig að þau eru í sérstakri
sjálfseignarstofnun, Sólheimasetri,
þannig að þau tengjast ekki á nokk-
urn hátt fjármunum sem varið er til
þjónustu við fólk með fötlun.“
Réttindagæslumenn gagnrýndu
að sumt húsnæði á Sólheimum væri
óhentugt. Of margir íbúar byggju í
hverju húsi og deildu einu salerni.
„Eftir breytingu munu þrír til fjórir
búa í húsinu og rúmt verður um
hvern og einn. Þrjú salerni og eld-
húsaðstaða fyrir hvern og einn,“
bendir Guðmundur á.
Eitt af því sem fyrrverandi íbúar
Sólheima deildu á var að greiðslur
þeirra til Sólheima voru ekki sundur-
liðaðar. „Nú er þetta sundurliðað
og allur kostnaður sýnilegur. Hér
greiða íbúar fyrir húsaleigu, hita og
rafmagn, innkaup í búð Sólheima og
mötuneyti. Hver innkaup og greiðsla
í mötuneytinu er gjaldfærð.“
En hvað með þá ásökun að íbúar
væru vaktaðir með myndavélum
án leyfis? „Við vorum með mynda-
vélar í rými hjá öldruðum íbúum til
að gæta að þjónustu til þeirra. Við
tókum myndavélarnar umsvifa-
laust niður eftir ábendingu og við
erum mjög meðvituð um að vöktun
þarfnast leyfis,“ segir hann frá.
Í athugasemdum réttindagæslu-
manns kom fram að persónulegur
póstur til íbúa væri opnaður. „Það
hefur ekki gerst án þess að eigandi
bréfanna sé viðstaddur. Póstur varð-
andi fjármál nokkurra íbúa hefur
verið opnaður og settur í möppur
sem tilheyra hverjum og einum.
Við fengum þá ábendingu að þessar
möppur ættu að vera staðsettar á
heimilum viðkomandi. Þetta hefur
verið lagfært,“ segir Guðmundur og
segir staðhæfingu um að póstur sé
opnaður á skrifstofu sinni alranga.
Launin sem fyrrverandi íbúar Sól-
heima greindu frá voru allt frá 10 til
30 þúsund krónur á mánuði. Eftir
hvaða reglum er farið? „Við greiðum
vasapeninga og það er svona metið
eftir því hvert vinnuframlagið er
hvað upphæðin er há,“ segir Guð-
mundur. „Þetta er svona á fjölda
verndaðra vinnustaða á Íslandi,“
bendir hann á og segir líklega betra
að fara að kalla greiðsluna réttu
nafni, vasapeninga.
Eru íbúar á Sólheimum ekki frjálsir
ferða sinna? Eiga þeir bágt með að
komast til og frá Sólheimum? „Það
er langur vegur frá því að hér séu
íbúar frjálsir ferða sinna,“ segir Guð-
mundur. „Sólheimar eiga samkvæmt
lögum ekki að keyra nokkurn mann
hvorki innan né utan byggðar. Það
eru t.d. tæplegar 20 einstaklingar
búsettir á Sólheimum sem sam-
kvæmt ákvörðun velferðarþjónustu
Árnesþings eiga ekki rétt á neinni
ferðaþjónustu. Nokkrir þessara ein-
staklinga hafa stefnt sveitarfélaginu
og er það mál fyrir Hæstarétti. Svo
er fjöldi einstaklinga með mjög tak-
markaða ferðaþjónustu.“
Guðmundur styður réttinda-
baráttu fatlaðs fólks og segist stoltur
af þeim sem hafa stigið fram. „Ég er
ánægður með þá sterku einstaklinga
sem hafa rætt opinberlega um mál-
efni sín og Sólheima.“
Stoltur af íbúum og mætir gagnrýni
Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, fagnar opinni umræðu um aðstæður fatlaðs fólks. Umræðan sé krefjandi en
hann segist ætla að leggja sig fram við að bæta aðstæður íbúa á Sólheimum enn frekar og vill betri samgöngur til og frá Sólheimum.
„Við verðum öll, sem gætum hagsmuna fatlaðra, að vera gagnrýnin á eigin
samtíma,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson. Fréttablaðið/Vilhelm
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
visir.is Lengri útgáfa af greininni
er á Vísi
Það er auðvitað
krefjandi, stundum
erfitt, en það þurfa allir að
eiga sína rödd.
1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-B
C
B
0
1
C
6
C
-B
B
7
4
1
C
6
C
-B
A
3
8
1
C
6
C
-B
8
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K