Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 20
Orðið  hygge var tilnefnt sem orð ársins 2016 hjá Oxford-orðabókinni og þótti eitt þeirra orða sem endur- spegluðu þá hugmyndafræði sem ríkti árið á undan. Hygge merkir að skapa þægilegt andrúmsloft vellíð- unar og er sagt nokkurs konar ein- kenni danskrar menningar. Danir eru sagðir kunna að hafa það notalegt, vera með vinum og fjölskyldu, vera í núinu og njóta lystisemda lífsins, stórra sem smárra. En skyldu Íslendingar kunna að hafa það huggulegt? Er eitthvað til sem mætti kalla íslenskt hygge? Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 m e ð l a g i n u Heroes. Svíar hafa verið sigur- sælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision- stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en lík- lega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigur- stranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stór- fengleg reynsla fyrir mig. Sem lista- maður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem ríg- heldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða upp- byggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslita- kvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri nátt- úru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurð- inni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til. kristjanabjorg@frettabladid.is Spenntur fyrir næturlífinu „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig.“ FréttAblAðið/Eyþór Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti Ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mÉr frá fegurðinni hÉr. Måns Zelmerlöw, sem vann Euro- vision-keppnina fyrir tveimur árum, situr í dómnefnd sem velur framlag Íslands í ár. Þetta er fyrsta ferð hans til Íslands og hann er ákaflega spenntur fyrir rómuðu reyk- vísku næturlífi. Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur „Ég hef ekki búið í Danmörku eða Svíþjóð að ráði þar sem orðið „hygge“ er notað í miklum mæli. Foreldrar mínir bjuggu hins vegar í Dan- mörku og þau ólu mig upp í miklum kósí- eða hyggelig-heitum í Hafnarfirði. Ákveðin birta getur verið „kósí“ og afslappelsi fyrir framan sjónvarp, arineld eða einfaldlega við matarborðið er álitið vera „kósí“. Lítil og falleg hús eru „kósí“ og hlýjar náttbuxur eru „kósí“. Jólin eru að sjálf- sögðu virkilega „kósí“ og svo hefur pabbi einnig talað um að „huslig“ karlmenn eða „huslig“ konur séu kósí – það er að segja þeir sem njóta þess að vera heima hjá sér, gera notalegt í kringum sig og hella upp á kaffi, helst í náttsloppnum. Kannski snýst það að hafa kósí eða hygge einmitt um að nýta þessi tækifæri, þegar við getum ýtt vinnu og áhyggjum til hliðar, og notið hlýjunnar og birt- unnar – myrkursins og kuldans – og allra þessara litlu hluta í kringum okkur án þess að finna fyrir óöryggi, vanmætti eða einmana- leika. Hlutirnir koma þess heldur heim og saman og andrými gefst til að láta hugann reika og dag- dreyma.“ Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur „Íslendingar eru svo verkdrifnir að þeir hygge sig í aksjón og helst þar sem aðrir sjá þá. Einnig þurfa þeir helst að vera búnir að vinna fyrir hygginu. Fyrst þarf að synda og svo fara í pottinn. Fyrst þarf að fara í ræktina og svo í slökun. Þeir hygge sig til dæmis á kóræfingum sem ennþá eru á fimmtudagskvöldum því einu sinni var sjónvarpið í fríi á fimmtu- dögum.“ Íslenskt hygge? 1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r20 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð helgin 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -B 7 C 0 1 C 6 C -B 6 8 4 1 C 6 C -B 5 4 8 1 C 6 C -B 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.