Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 27

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 27
l Af stríðsþjóðunum voru Sovétríkin duglegust að nýta starfskraft kvenna í hernaði í seinni heimsstyrjöldinni. Líkt og í öðrum löndum unnu flestar konur í hergagnaiðnaði, land- búnaði og fylltu upp í störf sem menn höfðu yfirgefið til að berjast á vígstöðvunum. Rétt innan við milljón konur þjónuðu í Rauða hernum. Þær voru flug- menn, leyniskyttur, loftvarna- hermenn, vélbyssuskyttur, í áhöfnum skriðdreka, loft- skeytamenn, læknar, hjúkrunar- fræðingar og partisanar. Áttatíu og níu konur voru sæmdar hinu æðsta heiðursmerki, hetja Sovétríkjanna. l Eftir innrás Þjóðverja buðu þúsundir kvenna sig fram til þjónustu í Rauða hernum en flestum var hafnað. Eftir hið gífurlega mannfall fyrsta árið opnuðust leiðir fyrir konur í herinn. Yfirleitt voru þeim fengin störf aftan við víglínurnar til að geta losað karlmenn í átökin en margar börðust samhliða bræðrum sínum. l Mörg afreka þeirra urðu fræg um Sovétríkin, til að mynda hlaut ein flugdeildin sem aðeins var mönnuð konum viðurnefnið Næturnornirnar hjá Þjóðverjum. Þær flugu úreltum tvíþekjum. Af því að vélarnar voru úreltar flugu þær mest á nóttunni og áttu það til að drepa á vélunum á meðan þær flugu yfir víglínu Þjóðverja og sleppa sprengjum sínum fyrirvaralaust. l Rauði herinn komst líka að því að konur voru vel til þess fallnar að gerast leyniskyttur. Þær voru þolinmóðar, þoldu vel að vera í erfiðri líkamlegri stöðu og agaðar. Lyudmila Pavlichenko var ein afkastamesta leyniskytta Sovétríkjanna með 309 staðfest dráp. l Konur sinntu mörgum verkum í sovéska hernum og lögðu sitt af mörkum til lokasigursins. Á sama tíma fyrirbauð Hitler það alveg að konur sinntu öðrum störfum en ritarastörfum í þýska hernum. Að hans mati var það hlutverk kvenna að sinna heimilinu og ala börn. l Framlag kvenna var þó sjaldan að fullu metið í Rauða hernum. Konur í yfirmannsstöðu áttu erfitt með að fá karlmenn til að hlýða skipunum sínum og kynferðisleg áreitni var útbreidd. Karlkyns yfirmenn áttu það til að taka sér frillur og kölluð þær vígvalla-eiginkonur. Konur í stöðu undirmanna áttu erfitt með að komast undan ágangi sumra þeirra. Líkt og í flestum menningarsamfélögum þess tíma var það álitinn siðferðis- brestur kvenna að slík sambönd mynduðust í stað þess að skella skuldinni á karlmennina. Önnur ástarsambönd mynduðust á milli annarra hermanna og kvenna en það þurfti að fara leynt með þau sambönd. Gísli Jökull Gíslason, Föðurlandsstríðið mikla og María. Austurvígstöðvarnar í seinni heimsstyrjöldinni. Vinnuhand- rit, bls. 100 Konur í Rauða hernumþrátt fyrir allt. „Þeir eru eins og ég. Stundum hugsa ég hverjir foreldrar þeirra voru, þegar ég hitti þá. Þeir eru gott fólk og bera enga ábyrgð á því sem gerðist þá.“ Sér ekki hafið María Alexandrovna segir líf sitt hafa verið gott. Fljótlega eftir stríð hitti hún verðandi eiginmann sinn Júríj Mitrofanov. Þau eignuðust dótturina Marínu, sem gekk í háskóla og lærði læknisfræði og útskrifaðist sem geðlæknir. Við hrun Sovétríkjanna breyttist líf fjölskyldunnar til hins verra, þau bjuggu þá í borginni Ríga í Lettlandi þar sem þeim fannst þau ekki lengur velkomin. Eftir stofnun Lettlands var þeim tilkynnt að fjöl­ skyldan fengi ekki ríkisborgararétt. Kvöld eitt árið 1999 héldu þau fjöl­ skyldufund og ræddu hvað þau ættu að gera. Maður Marínu vann fyrir erlent skipafélag og litlu skipti hvar þau myndu búa. Þau voru sammála um að þau vildu ekki lengur ala upp syni sína í Lettlandi. Það var á meðan þau veltu þessu fyrir sér að gamall vinur hringdi í þau. Sá var fluttur til Íslands og vildi að þau flyttu þangað, sem varð úr. Þegar eiginmaður Maríu Alexandr­ ovnu lést árið 2005 var ekkert sem hélt henni lengur í Lettlandi og hún fluttist til dóttur sinnar á Íslandi. „Ég kann ekki tungumálið. Það eru svo fáir sem tala tungumálið mitt. Svo eru svo fáir hérna á Íslandi á mínum aldri. Ég er því mikið ein,“ segir María spurð um hvernig henni hafi liðið á Íslandi. „Þegar við bjuggum í mið­ bænum gat ég farið í göngutúr þegar veður leyfði; það var hægt að fara niður á bryggju og tala við sjómenn­ ina. Stundum fékk ég í soðið hjá þeim. Svo fór ég stundum niður að tjörn, og í miðbænum voru ýmsar sýningar og tónleikar. En hérna upp frá finnst mér svolítið erfitt að vera. Í Ríga bjó ég við fljótið – þar gat ég tyllt mér á bekkina og spjallað við fólk á mínum aldri. Hér veit ég að hafið er nálægt, en ég sé það ekki,“ segir María Alexandrovna. Spurð hvort hún hugsi oft heim, er svarið einfalt. „Stöðugt.“ Það verður vart hjá því komist, verandi íslenskur, að spyrja Maríu hverju hún þakkar sinn háa aldur, sérstaklega í ljósi sögu hennar. „Þessu er ömmustrákurinn minn alltaf að spyrja mig að. Foreldrar mínir hvorki reyktu né drukku. Pabbi og mamma fóru alltaf vel með sig og börnin sín, þó þau væru ströng. Við ólumst öll upp heilbrigð og hraust, þó systir mín hafi fengið skarlatssótt og dáið fimmtug. Reyndar hefur mig alltaf langað til að reykja og prófaði nokkrum sinnum. En í hvert einasta skipti leið mér svo illa að ég hætti við. Ég get ekki sagt að ég hafi aldr­ ei smakkað vín – við fengum okkur stundum kampavín eða kirsuberja­ líkjör á stórhátíðum. En við drukkum aldrei á hverjum sunnudegi, hvað þá oftar. Bróðir minn, sem er fjórum árum yngri en ég, drekkur samt og reykir svo sterkar sígarettur að nágranni hans kvartar stöðugt. Svo hverju get ég svarað?“ segir María Alexandrovna að lokum. Jökull og María hittust vegna hátíðarhalda rússneska sendiráðsins á Íslandi; með þeim tókst vinskapur og úr varð bók. Mynd/MagnúS Þór HafSteinSSon 89 konur voru sæmdar æðsta heiðursmekri sovétríkjanna. ↣ Það er ekki bara matur og næringin sem hann inniheldur sem fær einstakling til að glóa, heldur er það líka það sem einstaklingurinn gerir til að fá andlega og sálarlega næringu eða fyllingu. Þegar Gló fór af stað fyrst snérist það vissulega um að framreiða góðan og hollan mat en forsendurnar voru ástríða og kærleikur. Nú árið 2017 eru komin um 10 ár frá því að Gló steig sín fyrstu skref á heilsufæðismarkaðnum og í ár setur Gló fókusinn á að fá fólk til að efla sig. Innra með okkur öllum býr eitthvað sem við öll verðum að finna á lífsleiðinni og rækta. Og það er okkar eigið gló. Skilaboðin hafa loksins skýrst Fyrstu teiknin um að eitthvað væri að fara að gerast voru að finna í strætóskýlum á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið. En að baki þessum skilaboðum liggur mikil og ígrunduð vinna. Hvernig er viðlíka skilaboðum komið á framfæri svo megi skilja þau og meðtaka? Auglýsingastofan Hvíta húsið á veg og vanda af þeirri auglýsingaherferð sem Gló er að fara af stað með. Það er engu líkara en allt hafi fallið Fókusinn er á gló á rétta staði sem hefur leitt til herferðar sem er sönn. Tilgangur hennar er af einlægni að fá fólk til að leita inn á við og finna það sem gefur lífi þeirra gildi, lætur hjörtu þeirra tikka eða vekur með þeim ómælda gleði. Tímamót og hugrekki Gló stóð á tímamótum bæði vegna stækkunar og fyrirhugaðar útrásar til Kaupmannahafnar þar sem staður mun opna fljótlega. Auglýsingastofan Hvíta húsið vann samkeppni meðal auglýsingastofa og herferðin Skapaðu þitt eigið gló er fulltrúi þess tóns sem Gló stendur fyrir. Það er óneitanlega ákveðið hugrekki fyrir matsölustað að tala af einlægni og hreinskilni og draga úr talanda auglýsingalands. En það er Gló: starfsfólkið sem vinnur þar, vörurnar sem eru valdar inn til sölu, gæði matarins, námskeiðin sem fyrirtækið stendur fyrir, allt þetta er gert af einlægni. Glóandi drottning Ekki er nóg að finna hugmynd heldur þarf hún að vera framkvæmanleg. Leit hófst að einstaklingum sem Veitingastaðurinn Gló afhjúpar sig Gógó Starr er sönn drottning sem glóir vildu taka þetta verkefni að sér og það var ekki verra að allir þeir bjuggu yfir sama hugrekki og glói og herferðin snérist um. Gógó Starr er dragdrottningin sem býr innra með Sigurði Heimi Guðjónssyni sem er yfirleitt kallaður Siggi. Hann flutti til Reykjavíkur að norðan eftir að hafa unnið í dragkeppni Íslands árið 2015. Hann er einn af stofnendum framkomu- hópsins Drag-súgur. Hópurinn hefur stækkað verulega frá stofnun og eru nú rúmlega 20 listamenn að koma reglulega fram. Hann hefur fundið sitt innra gló og er að rækta það. Þetta er fyrir alla þá sem rækta það sem þau elska í lífinu. Gefðu lífinu lit og finndu þitt gló. Kíktu á glo.is. Skapandi samstarf Ástríða og kraftur hefur einkennt alla vinnu við herferðina. Tónlist er í höndum Stop, Wait, Go og hinn ungi Ísak stígur sín fyrstu opinberlegu skref sem söngvari. Hið öfluga teymi Hard & Holy voru leikstjórar og skipulögðu tökur. Þetta var snarpt og tók einungis einn tökudag. Gleðin og samheldnin var lykilatriðið sem sá til þess að þetta gekk upp. Gló hefur nú verið að stíga fastar til jarðar og er nýja útlitið og tónninn í takti við það. Boðskapurinn er að hvetja fólk til að finna sitt gló, alveg sama af hvaða tegund það er. Ef það er leiklist, myndlist, eldamennska, hlaup, söngur eða stærðfræði, þá hvetur Gló einstaklinga til að umfaðma það og rækta. Skál fyrir alla Þrátt fyrir að Gló hafa starfað í nærri 10 ár hefur þessi boðskapur verið fljótandi með í öllu starfi fyrirtækisins og nú er hann dreginn fram. Gló er þannig fyrirtæki að það tekur vel á móti öllum einstaklingum og er ekki veitingahús eða matsölustaður einhvers einsleits hóps. Á Gló er að finna margar týpur ef svo mætti segja, bæði í starfsfólki og í viðskiptavinum. Allir eru velkomnir og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref inn um dyr Gló þurfa ekki að óttast að reykelsisilmur eða áruhreinsun taki á móti þeim. Það þarf kjark að breyta um stefnu og ætla að sinna líkama sínum betur og veita honum aðeins góða næringu. Þeir sem hafa kannski mikið sóst í skyndibita vita ekki að Skálin er t.d. skyndibiti og tekur enga stund að útbúa. Sneisafull af þeirri hollustu sem þú kýst, bæði hægt að velja grænmetis eða með kjöti. Þú ræður hvað fer í Skálina og stjórnar alfarið samsetningunni. Þeir sem eru að feta sín fyrstu skref í Skálinni ættu ekki að óttast úrvalið. Starfsfólkið á Gló er reiðubúið til leiðsagnar um vinsælar samsetningar eða hvað þau mæla með. Gerðu líkamanum gott með því að fá þér Skál. Opna fyrir hæfileika Gæðin í matnum skila sér inn í minnstu frumur og leiða til þess að fólk fer ósjálfrátt að glóa. Þegar líkaminn er kominn á góðan stað næringarlega er auðveldara að snúa sér að ræktun þess sem býr innra með fólki. Með því að finna sína ástríðu, drifkraft og hæfileika vex einstaklingurinn og glóir innan frá. Það er eitthvað sem Gló vill handa öllum. Saklaus bón en svo áræðin fyrir samfélagið sem er ef til vill ekki tilbúið til þess að meðtaka boðskapinn. Þeir sem eru tilbúnir, það eru þeir sem koma á Gló og næra musterið svo það geti hýst einstaka sköpun. Án þess að vera of andleg þá er það ætlun Gló að hvetja alla til að hugsa vel um sig og vel til sín. Það að horfa í spegil og segja eitthvað neikvætt um sig eða líkamsímynd hefur margfeldisáhrif á sjálfsálitið. Fyrsta skrefið í átt að sköpun er sjálfselska. Sjálfselska á þann hátt að einstaklingurinn elskar sjálfan sig. Þannig nærðu að glóa. Þú getur fundið þitt eigið gló á svo marga vegu. Þú þarft bara að finna það. Þetta er fyrir alla þá sem rækta það sem þau elska í lífinu. Gefðu lífinu lit og finndu þitt gló. Við erum á glo.is og höfum góða sögu að segja. glo.is/mittglo Ljósmynd/Guðmundur Þór Dansað af innlifun Ljósmynd/Guðmundur Þór H VÍ TA H Ú S IÐ / S ÍA – 17 -0 72 7 h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 1 1 . m A R s 2 0 1 7 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 C -C B 8 0 1 C 6 C -C A 4 4 1 C 6 C -C 9 0 8 1 C 6 C -C 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.