Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 30

Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 30
... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur – allar upplýsingar á www.icecare.is tannlæ knar mæla m eð GUM tannvö rum það sem er nýtt sér leið upp á yfir- borðið til fólksins.“ Breyttir tímar í leikhúsinu Kristbjörg minnist þess að Guð- mundur hafi einmitt stundum skrif- að um leikritunina í leikskrárnar. „Þegar Forsetaefnin voru frumsýnd hér í tíð Guðlaugs, þá talaði hann um að það væri svo nálægt vísindum að skrifa leikrit. Að þetta væri rann- sókn á hegðun og mannlegu eðli. Það fór fyrir brjóstið á mörgum því í þá tíð var mikil upphafning á hinum mikla skáldskap og stundum voru leikrit hreinlega dæmd út frá einni setningu. En Guðmundur hugsaði alltaf út frá heildinni, það var eðli rannsóknarinnar, að leitast við að segja eitthvað, en það féll ekki öllum í geð.“ Árið 1979 var Stundarfriður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu og vinsældir verksins voru gríðarlegar. En Krist- björg segir að þrátt fyrir vinsæld- irnar hafi ekki allir verið á einu máli. „Viðtökurnar voru vissulega góðar en sumir kvörtuðu undan því hversu hversdagslegur texti þetta væri, sem það vissulega er en það er meðvitað. Það liggur mikið undir og þar liggur styrkur þessa verks og það skýrir af hverju það náði til almennings. Fólk skynjaði líf sitt í þessu verki. Þetta verk snýst um sambandsleysið og að okkur vantar dýptina í okkar sam- félag og að við þurfum að staldra við til þess að finna fyrir lífinu. Þetta er vissulega líka til staðar í Húsinu en áherslan er þar kannski meira á gildismatið og það talar ekki síður skýrt inn í okkar samtíma.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir Húsinu í þessari uppfærslu við Þjóð- leikhúsið og Kristbjörg ber honum ákaflega vel söguna. „Benedikt er hugrakkur leikstjóri og klár strákur. Hann hefur dýpt, greind, sýn og hjarta. Þetta er búið að ganga vel og fólk hefur verið afskaplega ánægt, jákvætt og yndislegt og mér finnst það svo gaman því ég átti ekki alltaf því láni að fagna þegar verið var æfa leikrit Guðmundar að allir væru svona jákvæðir.“ Kristbjörg játar að það hafi stund- um verið erfitt að vinna í verkum Guðmundar á árum áður. „En ég var voða viðkvæm gagnvart þessu öllu saman. Tók þetta allt inn á mig af því að það var andstaða í sumum og það fannst mér erfitt án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma,“ segir Krist- björg og brosir ljúflega. Bara vinna En ferill Kristbjargar hefur ekki ein- vörðungu verið innan Þjóðleikhúss- ins. Allt frá því að hún lék burðar- hlutverk í 79 af stöðinni, hefur hún tekið þátt í vexti og þroska íslenskr- ar kvikmyndagerðar og haft gaman af. „79 af stöðinni var tekin árið sem ég gifti mig og þetta voru mikil við- brigði frá því að standa á sviði að leika fyrir framan myndavélarnar. Mér fannst ég rétt vera að byrja að fatta hvað þetta var en þá var búið að taka myndina og ég mátti fara heim og gat ekki nýtt það sem ég var að fatta,“ segir Kristbjörg og hlær. „En ég hef fengið að leika í nokkrum myndum og sjónvarpi síðan og haft gaman af. Mér finnst svo gaman að leika í kvikmyndum. Þetta er alltaf sama fagið en samt aðeins öðruvísi. Þú mátt ekki stækka upp eins og í leikhúsinu, verður að vera aðeins nær raunveruleikanum.“ En hvað er það sem heillar við að leika í kvikmyndum? „Núna eftir að ég er orðin meira fullorðin þá felur það í sér minni áreynslu. Af því að maður lærir búta og búta og svo Kristbjörg segist aldrei hafa upplifað sig sem þekkta konu í íslensku samfélagi. FréttaBlaðið/Eyþór Kristbjörg Kjeld og Guðmundur Steinsson á einu af fjölmörgum ferðalögum þeirra hjóna í gegnum tíðina. kemur þetta saman en ef maður er í sæmilega stóru hlutverki á sviði þá verður maður að halda dampi hvað sem tautar og raular og því fylgir mikið álag. Það má ekkert klikka. Ekki það að mér finnst aldurinn ekki há mér hið minnsta enda svo gæfusöm að vera við góða heilsu. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman.“ Kristbjörg nýtur greinilega hverrar stundar, hvort sem er í leikhúsi eða í kvikmyndum, en hvernig skyldi hún hafa kunnað því að vera þjóðþekkt leikkona í áratugi? „Ég hef eiginlega aldrei pælt í því. Það er svona seinni árin sem mér finnst stundum að fólk taki eftir mér og það er allt í lagi. Ég læt bara sem ég sjái það ekki. En núna þegar ég er búin að vera í sjón- varpi þá er meira um að fólk komi til mín og það er þá helst til þess að þakka mér fyrir enda er fólk afskap- lega elskulegt. Mér þykir vænt um það.“ En Kristbjörg hefur á þessum langa leikkonuferli aldrei upplifað sig sem þekkta konu í samfélaginu. „Nei, aldrei nokkurn tíma. Never. Þetta er bara vinna.“ þörfin fyrir að læra Það hefur efalítið gengið á ýmsu á löngum ferli og þá kemur líka óhjá- kvæmilega upp þessi hugsun um hversu löngum tíma hún hefur í raun varið í þessu húsi í þjónustu við leik- listina. „Það er bara líf mitt. Þetta er mitt líf því ég hef verið viðloðandi þetta hús frá því ég var liðlega tví- tug. Allt þetta fólk sem ég hef kynnst og unnið með og ekki síst lært af á þessum árum. Engu að síður var það eiginlega fyrir tilviljun að ég fór út í leiklistina. Ég var spennt fyrir þessu og átti vin- konu sem var að hvísla í áhugaleik- félagi í Hafnarfirði og orðaði það við hana að það væri nú gaman að vera með. Svo forfallaðist einhver leikkona og ég fékk að vera með en var nú bara fimmtán ára. Þarna hitti ég Flosa Ólafsson sem var þá kom- inn inn í leiklistarskólann og hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að sækja um. Ég var nú hálf feimin við það því mér fannst Þjóðleikhúsið svo hátt uppi að það hvarflaði ekki að mér en Flosi var nú á öðru máli. Ég var að vinna á skrifstofu á Hreyfli á Hlemmi þegar þetta var og Flosi kom stundum í heimsókn og í eitt skiptið kom hann og spurði ákveðinn: „Ertu búin að sækja um?“ Nei, ég var auð- vitað ekkert búin að því og þá sagði hann: „Geturðu lánað mér símann?“ Svo hringdi hann í Ævar Kvaran þarna fyrir framan mig og sagði við hann: „Það er hérna stelpa sem vill endilega komast inn í leiklistarskól- ann, geturðu undirbúið hana undir inntökupróf?“ Þetta var bara svona. Þannig að ég fór og tók inntökupróf og komst inn og hef eiginlega verið hér síðan. Fór að leika á öðru ári í skólanum 1957 fyrir sextíu árum.“ Kristbjörg segist hafa notið þess láns að halda svo alltaf þessari sterku námsþörf sem hún fann fyrir í æsku. „Ekki síst vegna þess að mér fannst ég aldrei kunna neitt. Þannig að ég var alltaf að fara á námskeið og í ferðir til þess að sjá eitthvað nýtt en svo er þetta bara leit alla ævi. Það er afskaplega gaman að læra nýja hluti og ég hef enn þessa þörf sem betur fer. Annars væri þetta ekkert gaman og þessi þörf er minn drifkraftur. Mig langar rosalega mikið til þess að verða góð leikkona. Það hefur alltaf verið mín æðsta ósk.“ Nú er ekki annað hægt en að staldra við þar sem Kristbjörg hefur verið vægast sagt mjög góð leikkona í áratugi en hefur samt þessa sterku þörf fyrir að verða betri. „Já, en mig langar til þess að verða alveg frábær,“ segir Kristbjörg og skellihlær sínum bjarta hlátri og fer dálítið hjá sér. „Þegar maður verður vitni að góðri list þá er það dásamleg tilfinning. Þegar ég sé eitthvað gott í leikhúsinu þá hugsa ég – guð minn góður, þetta gæti ég aldrei. En þessi drifkraftur að skapa eitthvað fallegt er það sem heldur manni lifandi. Annars væri ekkert gaman að þessu.“ Þetta er búið að ganga vel og fólk hefur verið afskaplega ánægt, jákvætt og yndislegt og mér finnst Það svo gaman Því ég átti ekki alltaf Því láni að fagna Þegar verið var æfa leikrit guðmundar að allir væru svona jákvæðir. ↣ 1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -B 2 D 0 1 C 6 C -B 1 9 4 1 C 6 C -B 0 5 8 1 C 6 C -A F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.