Fréttablaðið - 11.03.2017, Side 32
Gæði og verð fara saman
Svefn og heilsa er gamalgróið fyrir
tæki en eigendur þess byrjuðu að
flytja inn rúm árið 1991 og eru nú
rúmlega 25 árum síðar með stærstu
markaðshlutdeildina á Íslandi í
þessum geira.
Elísabet segir gæði vörunnar
skipta þau hjónin hvað mestu
máli enda hugi flestir viðskipta
vinir þeirra fremur að gæðum en
verði. „Flestir vita að rúmið er það
sem þeir nota langmest og lengst
af öllum hlutum heimilisins. Þó er
alltaf best þegar verð og gæði fara
saman sem er raunin hjá okkur,“
segir hún glaðlega.
Mörg gæðamerki
Svefn og heilsa býður upp á fjöl
mörg gæðamerki. „Við leggjum
mesta áherslu á heilsudýnurnar frá
Bodyprint og Fylds’, einnig stillan
legu rúmin frá Reverie. Síðan erum
við með heilsudýnur sem við látum
sérframleiða fyrir okkur sem heita
Valhöll, Saga, Freyja, Þór og Memory
Deluxe,“ telur Sigurður upp. Elísabet
bætir við að þau bjóði upp á ýmis
góð merki í mjúkvörum. „Til dæmis
HEFEL sem er það allra besta sem
við höfum kynnst í sængurverum.
Þá eru Vandyck góðir í flestum
mjúkvörum en lökin frá þeim eru
sérstaklega góð.“ Þau benda á að
dýnunum fylgi 5 ára ábyrgð og þá sé
boðið upp á eldvarnarbólstrun sem
henti vel fyrir hótel.
Góðar heilsudýnur
„Allar okkar heilsudýnur eru
svæðaskiptar. Það þýðir að axla
svæðið er mjúkt, mjóbakssvæðið er
stífara og miðjusvæðið er millistíft.
Svæðaskiptar heilsudýnur gefa
betri stuðning við axlir og mjóbak
og styðja í heild miklu betur við
líkamann,“ útskýrir Sigurður.
Hann segir Valhöll vinsælustu
heilsudýnuna fyrir hótelin. „Hún
er sjösvæðaskipt og 30 cm þykk.
Hægt er að snúa henni og er hún
því mjög endingargóð. Valhöll
er einnig með steypta kanta og
stálkanta og hægt er að festa tvær
dýnur saman með Velcro til að
mynda hjónarúm,“ segir Sig
urður og bendir á að botnarnir séu
gríðarsterkir og henti því vel fyrir
hótel. „Ég væri mjög ánægður með
að lenda á slíkri dýnu á 5 stjörnu
hóteli,“ segir hann og brosir.
Nánari upplýsingar á
www.svefn.is
Eigendur Svefns og heilsu, Sigurður og Elísabet, ásamt Matthildi Fanneyju
Jónsdóttur verslunarstjóra. Mynd/Eyþór
Svefn og heilsa býður upp á fjölmörg
gæðamerki í rúmum og dýnum.
Framhald af forsíðu➛
ALLT Á EINUM STAð
H Ó T E L R E K S T U R
Síðumúli 1 | 108 Reykjavík | Sími 788-2070 & 787-2070 | hotelRekStuR@hotelRekStuR.iS
SængurveraSett
rúmábreiður borðdúkar
Sápur Sloppar og inniSkórHótelvörur
lök Hlífðardýnur
Handklæði
Hilmar segir að matur á íslenskum veitingahúsum hafi verið fábrotinn á
fyrri hluta síðustu aldar. Nánast
ómögulegt var að fá ferskt græn
meti. „Það var lítið flutt inn af
hráefni til landsins. Ef ég bauð
upp á grænmeti fyrstu tíu árin
mín sem kokkur kom það úr dós
nema kannski kartöflur, rófur og
gulrætur á haustin. Sömuleiðis
var mjög erfitt að fá nautakjöt,“
segir hann. „Miklar breytingar
urðu eftir 1980 þegar gjaldeyris
höftum var aflétt. Fólk fór að
ferðast meira og gat fengið ríflegri
gjaldeyri en áður. Þeir sem fóru í
ferðalög fyrir þennan tíma tóku
gjarnan mat með sér til Spánar
en notuðu peninginn sem fékkst
í bankanum til að kaupa gjafir
handa ættingjum. Þegar losnaði
um þessi höft fóru Íslendingar að
prófa veitingahús í útlöndum og
smekkurinn breyttist. Það voru
engin kreditkort á þeim tíma. Þar
að auki var nám í matreiðslu eflt
til muna og skólinn skilaði miklu
betri matreiðslumönnum. Það
skilaði sér inn á veitingahúsin,“
segir Hilmar.
Þegar kennslan batnaði jókst
að íslenskir matreiðslumenn
leituðu sér framhaldsmennt
unar í útlöndum. „Þeir réðu sig
til vinnu erlendis og komu síðan
með nýjungar með sér heim,“
segir Hilmar. „Þá fóru veitinga
menn að bjóða meira en kjötsúpu
eða lambalæri á veitingahúsum
eða lax á sumrin. Vöruúrvalið
jókst jafnt og þétt. Matseðillinn
hafði verið ákaflega einfaldur og
matreiðslan einhæf. Fyrsti veislu
maturinn sem ég man eftir var
hamborgarhryggur. Þegar Hótel
Loftleiðir kom til sögunnar var
boðið upp á kalt borð sem varð
mjög vinsælt. Á þessum árum
þegar ég var að byrja í kokkinum
kom allt kjöt í heilum eða hálfum
skrokkum. Við úrbeinuðum allt
sjálfir og allur skrokkurinn var
notaður. Í dag geta menn keypt
það kjöt sem þeir vilja eftir núm
erum í katalog,“ segir Hilmar. „Ég
held að Gestgjafinn sem ég byrjaði
að gefa út á þessum árum hafi líka
haft áhrif.“
Hann rifjar upp að á sjöunda
áratugnum voru nokkur hótel
opnuð í Reykjavík; Hótel Saga
árið 1962, Hótel Holt árið 1965 og
Loftleiðir árið 1966. Það var mikil
breyting. „Hins vegar verða ekki
almennar breytingar á matseðlum
veitingahúsa fyrr en á níunda
áratugnum. Þá verður bylting. Eini
fiskurinn sem var á boðstólum á
íslenskum veitingahúsum var lax í
þrjá mánuði og síðan lúða. Þorsk
ur og ýsa sáust ekki á matseðli
á þessum árum. Ég man eftir að
einstaka sinnum buðum við upp á
nýja rauðsprettu en vissum ekki að
við vorum að bjóða skarkola sem
er ekki sami fiskurinn. Fiskurinn
var því seldur undir fölsku nafni.
Ef hægt var að fá nautakjöt þá var
logandi piparsteik mjög vinsæl en
hún var flamberuð fyrir framan
gestinn. Einnig var nautatornado
vinsælt en það var bara mjög erfitt
að fá góða nautasteik á þessum
árum. Grillaður humar kom ekki á
matseðil fyrr en Ib Wessman kom
með hann á Naustinu. Humarinn
hafði verið notaður í beitu,“ segir
Hilmar og bendir á gríðarlega
breytingu í matargerð á síðustu
20 árum. „Það hefur margt breyst
og matur á veitingahúsum hér á
landi er með því besta sem gerist í
heiminum. Ásóknin í matreiðslu
nám hefur þrefaldast á stuttum
tíma en því miður er skólinn alltaf
fjársveltur og getur ekki endurnýj
að nauðsynleg tæki,“ segir Hilmar
sem hefur nóg að gera við að
dæma í matreiðslukeppnum víða
um heim. „Ég er nýkominn heim
frá Dubai þar sem ég smakkaði
208 fiskrétti á fjórum dögum. Svo
er ég á leið til Víetnam á nokkurs
konar Food and Fun hátíð,“ segir
hann.
þegar bylting varð á
veitingahúsum
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari
þekkir vel til allra breytinga á hótelum
og veitingastöðum í gegnum tíðina enda
hefur hann verið lengi í bransanum. Hann
segir að margt hafi breyst eftir 1980.
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari man tímana tvenna í hótel- og veitingahúsarekstri á Íslandi. Mynd/Eyþór
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Útgefandi:
365 miðlar
Veffang:
Visir.is
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumaður auglýsinga:
ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
2 KynnInGArBLAÐ 1 1 . m a r S 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-9
F
1
0
1
C
6
C
-9
D
D
4
1
C
6
C
-9
C
9
8
1
C
6
C
-9
B
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K