Fréttablaðið - 11.03.2017, Side 38

Fréttablaðið - 11.03.2017, Side 38
Garri er einn fremsti birgir landsins þegar kemur að matvælum og umbúðum. Á síðustu árum hefur Garri auk þess bætt við hreinlætislausnum og hreinlætisvörum og þannig stórbætt þjónustu sína við íslensk fyrirtæki að sögn Hreins Elías- sonar, markaðsstjóra Garra. „Við höfum meðal annars staðið fyrir fræðandi námskeiðum um árabil í samvinnu við þekkt vörumerki eins og Cacao Barry, SOSA, Cap- fruit, Ardo og Vandemoortele svo einhver séu nefnd. Þannig höfum við til dæmis haldið mjög vinsæl súkkulaðinámskeið, fagkennslu í sushigerð, námskeið í bakstri og meðhöndlun á vörum sem gefa viðskiptavinum okkar forskot á markaði. Fleiri hundruð fagaðilar sækja námskeið okkar ár hvert.“ Hann segir að fagfólk geti alltaf leitað til Garra þar sem sérfræðingar fyrirtækisins séu ávallt reiðubúnir til að ráðleggja við matseðlagerð, kynna nýjar og spennandi aðferðir, hagkvæmar lausnir til vinnusparnaðar og annað sem nýtist viðskiptavinum beint í starfsemi sinni. „Í starfsliði okkar eru m.a. matreiðslumenn, matreiðslumeistarar, bakarar og sérfræðingar í hreinlætislausnum. Þetta eru aðilar sem staðið hafa að rekstri veitingahúsa og stóreld- húsa með góðum árangri. Fyrir vikið getum við veitt dýrmæta þjónustu og það er okkur mikil ánægja að geta haft jákvæð áhrif á líf og starfsemi viðskiptavina okkar.“ Umhverfisvitund mikilvæg Hreinn bendir á að Garri leggi áherslu á að bjóða vörur sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að vera umhverfismeðvituð og styðja við stefnu sína í þeim málum. Þá sé einnig velkomið að hafa samband og fá ráðgjöf um sértækar lausnir. „Í röðum okkar eru sérfræðingar sem eru tilbúnir til að aðstoða með lausnir sem gera fyrirtæki aðlaðandi og í takt við tímann.” Grænar lausnir Undanfarin ár hafa starfsmenn Garra markvisst tekið mið af auknum ferðamannastraumi til landsins og stefnt að því að vera með nýjungar í vöru og þjónustu sem uppfylla kröfur markaðarins. „Aukin fjölbreytni kallar á nýjar lausnir og við erum tilbúin til að mæta þeim. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að aukin með- vitund ferðamanna um umhverfis- vernd kallar eftir grænni þjónustu. Fólk vill í auknum mæli geta valið vistvænar lausnir þegar það ákveður kaup sem er mjög jákvæð þróun og við viljum taka þátt í henni.“ Hreinlæti er undirstaðan Hreinlæti og snyrtileg ásýnd er mikilvægt öllum fyrirtækjum í rekstri hvort sem það er persónu- legt hreinlæti eða þrif í iðnaði. „Við erum komin með eina flott- ustu hreinlætislínu á landinu, bæði í hreinlætisefnum og salernispappír fyrir allar tegundir fyrirtækja. Vörumerki okkar eru fremst í flokki á heimsvísu og framleiðendurnir eiga það sam- eiginlegt að vera umhverfismeð- vitaðir með umhverfisvottaðar vörur. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað sem samræmist gildum Garra hvað varðar sam- félagsábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni. Við erum því afar stolt af að geta boðið viðskiptavinum okkar slíkar vörur og þjónustu.“ Góð upplifun Það er þægileg tilfinning fyrir rekstraraðila og veitir viðskipta- vinum góða upplifun að geta boðið upp á góða hreinlætisað- stöðu. Það eykur líkur á að gestir komi aftur og mæli með staðnum segir Hreinn. „Það þarf ekki að vera aukinn kostnaður við það að veita góða upplifun þannig að vel búin salernisaðstaða er skyn- samleg fjárfesting sem nýtist bæði viðskiptavinum og starfsfólki. Garri og verslunin Besta bjóða fyrirtækjum og sveitarfélögum trausta og skilvirka þjónustu og síðast en ekki síst frábærar vörur. Besta er sérverslun sem Garri rekur og sérhæfir sig í hreinlætis- vörum. Verslunin er á Grensás- vegi 18 í Reykjavík en þar er veitt fagleg þjónusta þar sem starfsfólk með mikla reynslu og sérþekk- ingu veitir ráðgjöf um þrif og hreinlæti.“ Traust, lausnamiðuð þjónusta Fyrirtækið Garri var stofnað árið 1973 og hefur því veitt þjónustu í yfir fjörutíu ár. Frá fyrstu tíð hefur áherslan verið á hágæða matvæli fyrir stóreldhús ásamt hag- kvæmum og skilvirkum lausnum á sviði hreinlætis. „Hjá okkur er hægt að kaupa allt á einum stað sem skilar sér í hagræðingu og tímasparnaði,“ segir Hreinn. „Allir aðilar innan hótel- og veitinga- geirans og ferðaþjónustunnar geta því nýtt sér vörur og lausnir fyrir starfsemi sína. Ef um er að ræða óskir um sérhæfðar lausnir þá eru starfsmenn Garra ávallt reiðu- búnir að starfa með viðkomandi í leit að hentugum lausnum.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.garri.is og í síma í síma 5 700 300. Garri hélt nýlega námskeiðið Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir í samvinnu við Ardo. Heildversl- unin Garri er á Lynghálsi 2 í Reykjavík. Garri býður grænar lausnir Garri aðstoðar hótel og veitingahús um land allt við að ná árangri með sérhæfðum lausnum. Fyrirtækið býður upp á matreiðslunámskeið, grænar lausnir og eina flottustu hreinlætislínu á landinu. Hreint land fagurt land Aukin fjölbreytni kallar á nýjar lausnir og við erum tilbúin til að mæta þeim. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að aukin með vitund ferða manna um umhverf isvernd kallar eftir grænni þjónustu. Fólk vill í auknum mæli geta valið vistvænar lausnir þegar það ákveður kaup sem er mjög jákvæð þróun og við viljum taka þátt í henni. Hreinn Elíasson, markaðsstjóri Garra 8 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . m A r s 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 D -1 0 A 0 1 C 6 D -0 F 6 4 1 C 6 D -0 E 2 8 1 C 6 D -0 C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.