Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 106

Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 106
Framboð í trúnaðarstöður Í samræmi við 32. gr. laga Félags tæknifólks í rafiðnaði auglýsir félagið hér með framboðsfrest til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til mánudagsins 28. mars kl. 12 á hádegi. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið skili inn framboðum til Kjörstjórnar FTR, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík Reykjavík 07. mars 2017 Stjórn FTR www.ftr.is facebook.com/felagtaekinfolksirafidnadi/ Aðalfundur FTR verður haldinn 11 apríl, kl 17:00 YKKAR FÉLAG TónlisT Vordagskrá Múlans HHHHH Tríó sunnu Gunnlaugs flutti nýja og eldri tónlist í djassklúbbnum Múlanum Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 8. mars Slagverk getur verið hvað sem er. Maður getur lamið köttinn sinn og kallað það slagverksleik. Scott McLemore, trommuleikarinn í Tríói Sunnu Gunnlaugs, gekk ekki svo langt. En hann fór samt lengra en við er að búast frá náunga sem situr við trommusett. Það var ekki bara að hann lemdi trommuskinnin, hann sló einnig á brúnirnar og hliðarnar. Og svo, til að skapa enn meiri fjölbreytni, setti hann tusku á eina tromm- una, og ofan á hana litla málmskál. Hún gegndi hlutverki örsmárrar trommu. Fyrir vikið var slagverks- leikurinn ótrúlega fjölbreyttur og fór vítt yfir tónsviðið. Leikurinn var líka einstaklega blæbrigðaríkur. Scott nostraði við hvert smáatriði og skapaði hverja föngulega hljóðasamsetningu á fætur annarri. Hann var eins og listakokkur að búa til dýrindis kryddblöndu, setti pínulítið af þessu og smávegis af hinu. Útkoman var seiðandi hljóðheimur; það lá við að maður hefði getað hlustað á trommuleikarann einan allt kvöld- ið. Hinir meðlimirnir voru þó engir aukvisar. Sunna lék auðvitað á píanóið, og það var einfaldlega dásamlegt að hlusta á hana spila. Hún hafði óvanalega ljóðrænan tón. Laglínurnar voru mjúklega mót- aðar, og meira að segja snörpustu hendingarnar voru aldrei harðar. Þorgrímur Jónsson var sömu- leiðis frábær á kontrabassann. Hann spilaði af óheftum glæsileik. Hraðir tónarnir voru plokkaðir af öryggi, rytminn hárnákvæmur. Samspil þremenninganna var sérlega þétt, það var enginn í samkeppni, þau spiluðu eins og ein manneskja. Fyrir bragðið var heildarhljómurinn heillandi og þægilegur áheyrnar. Tónleikarnir voru haldnir í djass- klúbbnum Múlanum í Björtuloftum í Hörpu. Fyrir þá sem ekki vita eru þau uppi á fimmtu hæð. Þetta er frekar lítið rými með bar og stór- kostlegu útsýni yfir höfnina. Birtan á tónleikunum kom frá nokkrum bláum ljóskösturum, stemningin var afar ljúf og róandi. Sama má segja um tónlistina. Það var ekki mikið um tilraunamennsku í henni. Eitt lag skar sig úr að þessu leyti. Sunna kynnti það sem blöndu af Leonard Cohen og Bach. Í því spil- aði hún aðallega hraðar og órólegar laghendingar án hljóma, og hinir hljóðfæraleikararnir eltu hana af mikilli ákefð. Það var nánast eins og hljóðfærin væru að tala, ekki syngja. Þetta var skemmtilegt, e.t.v. hefði mátt vera meira svona á dagskránni. Í það heila samanstóð músíkin af nýjum lögum í bland við eldra efni. Hún var fallega blátt áfram. Laglín- urnar voru hlýlegar og úrvinnslan var eðlileg. Mér fannst ég taka eftir töluverðu af hreinum tónbilum, ferundum og fimmundum í leik Sunnu. Það gerði áferðina tæra og hófstillta. Hér var engu troðið ofan í áheyrandann, þvert á móti var hann lokkaður inn, án áreynslu, ávallt eðlilega. Jónas Sen niðursTaða: Skemmtilegir tón- leikar með fallegri tónlist sem var meistaralega flutt. Tromma er tromma, og þó Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa feng-ist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleik- um í Hannesarholti við Grundar- stíg sem hefjast í dag klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðru- vísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyr- ast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísa- brot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árs- tíðirnar fimm. Hann segir Kristján Fjórflokkurinn varð að fimmflokki Lagaflokkurinn Fimm árstíðir eftir Þor- vald Gylfason við kvæði eftir Snorra Hjartarson verður frumfluttur á morgun í Hannesarholti af Hallveigu Rúnarsdótt- ur, Elmari Gilbertssyni og Snorra Sigfúsi. Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur fór á kostum í Múlanum síðastliðið mið- vikudagskvöld. „Ég áræddi ekki að sýna þekktum flytjendum lögin mín fyrr en fyrir svona tíu árum en hef aldrei fengið nei,“ segir Þorvaldur. FrÉTTaBlaðið/STeFán KarlSSon Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nem- andi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hug- myndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austur- völl!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreins- sonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævi- starfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsert- ana. „Lýður Árnason og Íris Sveins- dóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvik- myndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburð- um nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á sam- starfi og vinfengi við fremstu tón- listarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ ÉG Fæ EkkERt út úR Svona við- buRðum nEma ÞEiR vERði aðGEnGiLEGiR FRam í tímann. aF FyRRi tónSmíðum ÞoRvaLdaR Þorvaldur Gylfason prófessor hefur meðal annars samið sautján sonnettur um heim- speki hjartans og lög við ljóða- flokkana Söngva um svífandi fugla, Sjö sálma og Sextán söngva fyrir sópran og tenór við kvæði Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings. 1 1 . M a r s 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r46 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 C -9 A 2 0 1 C 6 C -9 8 E 4 1 C 6 C -9 7 A 8 1 C 6 C -9 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.