Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 6

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 6
færandi að efinn byrjaði að naga Garðar einsog ost. Loks hvíslaði hann: Hann er ekkert dauður. Öskraði svo þangað til hann var orðinn blár: Hann er ekkert dauðurl Þegar hann var búinn að grenja mátulega mikið bauðst Maggi til að vekja Andra til lifsins aftur, en með þvi skilyrði að Garðar léti einhverntima eins og mað- ur og væri ekki alltaf með þennan kjaft. Þegar Garðar kinkaði kolli, reis Maggi á fætur, fór hátiðlega úr úlpunni og skipaði bróður sinum að snúa i þá baki, standa á einum fæti og róta sér ekki, þá væri allt ónýtt. Kveikti þvinæst i pipunni og milli þess sem hann gaf lik- inu, sogaði hann áfergju.lega sjálfur. Við og við minnti hann Garðar á að hafa augun vel aftur og róta sér ekki. Loks stóð hann á fætur, steypti sér kollhnis, rak við og byrjaði að tóna eitthvað garg. Garðar fylgdist með i angistar- fullri spennu, gleymdi sér og skipti um fót. Við það féllust Magga hendur, hann settist máttleysislega á þúfu og horfði eyðilagður framfyrir sig. Maggi minn: æpti Garðar og var i hend- ingskasti kominn yfir til hans: Ég var orðinn svo þreyttur. Nú er hann sko fyrst dauður, sagði Maggi holri röddu. Meiraðsegja tikin er farin að þefa af honum. Andri hugsaði: merkilegt ef maður ligg- ur nógu lengi kjur, þyrpast að manni allskonar dýr: kindur hestar kýr. Meir- aðsegja loftið fyllist eftirlitsmönnum: hrafni og veiðibjöllu. Skritið að lifið grasserar aldrei i manni eins og þegar maður ætlar að vera dauður. Þá fyrst heyrir maður þessi hljóð sem eru löngu runnin saman við hversdagsleikann: garna- gaul mófugl skurðgrafa. Hann reyndi af alefli að hugsa ekki neitt, en það smaug alltaf inn hugsun. Likaminn er i raun og veru vél sem stendur fyrir utan mann sjálfan. Garðar var kominn með Magga að þeim punkti þar sem hann lét tilleiðast að byrja allt upp á nýtt, nema ná lést hann ekki taka eftir þegar Garðar skipti um fót. Til tilbreytingar skipaði hann Garðari að syngja, sem reyndi i óðagoti að grufla upp eitthvað en þegar undan voru skildar klámvisur, mundi hann ekki eftir neinu nema þessu úr ömmu sinni: Margrét og ólafur Lifi þau lengi Lifi lengi i góðu gengi Heilsi hjónaskáll Syngurðu brúðkaupsvisu, auminginn þinnl hrópaði Maggi hneykslaður. Syngdu sálml Garðar byrjaði á Hvítu máfar, það var löngu komin sósa i pipuna og Andra orð- ið hálf flökurt, reis upp til hálfs, datt niður aftur, strauk sér ruglaður um ennið og spurði: Hvar er ég? Þú ert hér, svaraði Garðar fagnandi en við þau tiðindi bjóst Andri til að logn- ast út af aftur, en Garðar studdi við bakið á honum. Þegar hann var alveg kom- inn upp á lífsbakkann, fannst Garðari kominn timi til að láta uppi nokkrar efasemdir og sagðist bara hafa þóst trúa þvi. Samt þorði hann ekki að bera sér i munn að þeir hefðu verið að reykja. I næsta skipti var hann svo mikill tóm- as að Maggi mátti grafa holu og róta yfir likið, nema hausinn: "af þvi hann er i Hvitasunnusöfnuðinum", og reka kross i moldarbinginn sem fór alveg nið- ur i klof og dýpkaði þjáninguna i and- litsdráttum liksins. Þá fyrst fékkst Garðar til að sleppa sér. 6

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.