Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 29

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 29
máttuguri Hann drepur oklcur. (þau hörfa) Benedikt: Gæfan hefur snúið baki við 6- vininum. Sðkn myrkraaflanna hefur verið stöðvuð. - övinirnir láta undan siga. Gústaf: Þú leikur þér að hættunni. Bene- dikt: Þeir hörfa skref f]/rir skref. Georg: Ég hef aldrei lent i öðru eins„ Rðsa: Af hverju gerirðu okkur þetta? Benedikt: Hin mikla sigurganga er hafin.. Gústaf: Otaðu ekki byssunni svona að okkur. Klara: Ég þarf að komast i vinn- una. Benedikt: Þungi sðknarinnar vex. Myrkraöflin mega sin ekkert gegn herjum réttlætisins. Gústaf: Gættu að þvi hvað þú gerir. Benedikt: Réttlætið mun sigra. Klara: Heyrirðu það: Ég þarf að komast i vinnuna. Benedikt: övinirnir reyna að koma sér upp nýrri varnarstöðu en allar tilraunir þeirra mistakast. R6sa: Elsku drengurinn minni Benedikt: Þeir biðjast vægðar. En ekkert getur bjargað spill- ingaröflunum. Gústaf: Þú miðar á hana m6ður þina. Benedikt: Hér verður ekki sýnd nein miskunn. (leikurinn berst um allt sviðið) Gústaf: Hættu nú. Benedikt: Vigstaða évinanna verður stöðugt erfið- ari. Þeir eru að tapa orustunni.Résa:Ég er skelfd. Benedikt: övinirnir sjá fyrir endalokin. Undankomuleiðum þeirra hefur verið lokað. Gústaf: Eigum við ekki að ræðast við. Benedikt: Þeir leita sátta. En ekkert getur lengur hindrað 6sigur þeirra. övinirnir hafa verið kr6aðir af„ Georg: Djöfullinn sjálfur. R6sa: Dreng- urinn minn. Benedikt: övinirnir eiga að- eins um tvo kosti að velja. Gefast upp eða tortimast. R6sa: Hvað ertu að segja. Georg: Bara að ég væri vopnaður. Bene- dikt: Gefist þið upp? Gústaf: Þú hefur unnið. Við vitum það. Benedikt: Ég krefst skilyrðislausrar uppgjafar. Klara: Þú lætur einsog fábjáni. Bene- dikt: Uppgjöf, já eða nei? Gústaf: Við viljum að þú leggir frá þér vopnið og lofir okkur að setjast. Benedikt: Það er ég sem set skilyrðin. Georg: A að svín- beygja mann. Gústaf: Við þurfum að ræða Úr sýningu Þj6ðleikhússins á Lúkasi. málin. Benedikt: Svo þið gefist ekki upp. Gústaf: Hvað ætlarðu að gera? Benedikt: Ég hef sett ykkur tvo kosti. Gústaf: Þú ert þ6 ekki að h6ta að skj6ta okkur? Benedikt: Ég hef líf ykkar i hendi mér. Résa: Skelfing er að heyra til þín drengur. Georg: Það er farið með mann einsog hund. Gústaf: Við verðum að fá að vita hvað þú ætlar þér. Benedikt: Þið sjáið það á eftir. Gústaf: Þú getur ekki leyft þér þessa framkomu. Hugsaðu um gestinn. Benedikt: Þið misskiljið stöðu ykkar. Þið eruð sigruð. Gústaf: Við er- um frjálst félk. Benedikt: Þið eruð 6- vinir réttlætisins. Gústaf: Hvaða þvað- ur er þetta. Benedikt: Þið hafið van- helgað jörðina. Gústaf: Ég hlusta ekki á svona bull. Benedikt: Þú hefur ekki enn skilið alvöruna. Gústaf: Þú stendur uppí hárinu á föður þínum. Benedikt: Ég 29

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.