Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 32

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 32
þegar hann verður var við þau stendur hann snöggt upp og miðar á þau byssunni - þau forða sér ét aftur - hann stendur kyrr géða stund, leggur byssuna frá sér á borðið, fer ár jakkanum, setur hann á stélbak, sest siðan aftur og fær sér kaffi r- stúlkan gægist inn, gengur var- færnislega inn á gólfið, stendur kyrr, ræskir sig til að vekja á sér eftirtekt - þögn - ræskir sig aftur - pilturinn lítur til hennar en segir ekkert, heldur áfram að drekka kaffið - faðirinn er kom- inn i gættina) Klara: ÞÚ ert kominn iár jakkanum, GÆstaf: Okkur er éhætt að koma inn núna? Klara: (kallar) Hann er kominn úr jakkanum. (hermaðurinn gægist inn - konan fylgir á eftir) Rðsa: Guði sé lof. Georg: Það var ekki seinna vænna. Gústaf: Svo leikurinn er þá búinn? - Okkur er éhætt að setjast? Klara: Mér veitir vist ekki af að fara að koma mér i vinnuna. (fer) Gústaf: þú ætlar ekki að hrella okkur meira, er það? Rðsa: Ég er ekki búin að ná mér. Gústaf: Sérðu hvað þú hefur gert henni móður þinni? Hún er al- gjörlega miður sin. Hún hefði getað feng- ið slag. - Heyrirðu þaði Slag. (þau eru komin að borðinu - hermaðurinn gripur byssuna og miðar á piltinn) Georg: Upp með hendur. - Upp með hendur. (hermaður- inn teygir sig varfærnislega eftir jakk- anum en miðar jafnframt á piltinn sem heldur áfram að drekka kaffið) Georg: (þrifur jakkann af stólnum) Mikið var. (fer i jakkann) Taka svona jakkann mannsl Gústaf: Við verðum að biðjast afsökunnar fyrir hönd drengsins. Georg: Það er allt i lagi með mig. En það hefði getað farið illa. Gústaf: Það var mesta mildi að ekk- ert skeði. Rósa: Það hefði getað farið i okkur slcot. Gústaf: Nú hann hefði getað hitt oklcur þó hann hafi ekki ætlað sér það. Georg: Það þarf lcunnáttu tilað fara ^ieð svona vopn. Gústaf: Það skyldi ég halda. (þau eru sest) Rósa: Þú verður að biðja Georg afsökunnar á þessu framferði þínu Benedikt. - ÞÚ verður að gera það. - Vertu nú góði drengurinn og biddu hann afsökunnar. - Finnst þér ekki að það hafi verið rangt sem þú gerðir. - Þú hlýtur að skilja að það var rangt, ef þú hugsar um það. Benedikt: Hættu. Rósa: Þú hlýtur að skilja það. Benedikt: Hættu, segi ég. Rósa: Má ekki einu sinni tala við þig. Gústaf: Við vonum að þú takir ekki upp á þessu aftur. — Heyrirðu það. — Annars getum við ekki verið örugg á heimilinu. - Þú kemur öllu úr jafnvægi. - þú stofn- ar heimilisfriðnum i hættu. - Hér rikti friður. - Hvers konar uppátæki var þetta eiginlega? - Hvers konar uppátæki? — Þetta var meira en lítið undarlegur leik- ur. - Ég skildi hann ekki. - Ég var far- inn að halda að þú ætlaðir að skjóta á okkur. - Ég var farinn að halda það. Benedikt: Ég vil ekki hlusta á þetta lengur. Gústaf: Við verðum að komast fyr- ir orsakirnar. - Ég hélt að skólinn hefði önnur áhrif. - Ég get ekki séð að það sé uppeldið. - Þú hefur fengið allt sem þú þarft. - Gerum við móðir þin ekki allt fyrir þig sem við getum? - Gerum við það ekki? Benedikt: Hættu. Gústaf: Þú neitar þvi ekki? Benedikt: HÆTTU. Gústaf: Hróp- aðu ekki svona. Benedikt: Hættu þá. Gúst- af: Það er naumast. Rósa: Þetta lagast. Þetta hefur ekki verið annað en smávegis misskilningur. Gústaf: Það færi betur. Rósa: Er það ekki rétt? - Er það ekki rétt drengurinn minn? - Þú lætur þetta ekki endurtaka sig. - þú gerir það ekki. -Ég trúi þvi ekki jafn skynsamur piltur og þú ert. þú sem ert eftirlætið okkar. - þú hefur áreiðanlega ekki meint neitt illt með þessu. Þetta átti bara að vera leikur. - þú ætlaðir bara að skemmta okkur. Var það ekki? ÞÚ ætlaðir þér ekki neitt annað? Benedikt: Vertu ekki að tala við mig. Rósa: Við verðum að geta talað saman. Við erum ein fjölskylda. Erum við það ekki? Benedikt: Láttu mig i friði. Gústaf: Ég hélt að þú ætlaðir að verða hugsandi maður. Rósa: Það er það sem við viljum. Við viljum að þú 32

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.