Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 12

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 12
fáfnir hrafnsson butter jackson 1908-1976 Kvöldstund i myrkum sal í Árhúsum, tðbahsreykur í lofti, vínþefur, i salnum sátu Fáfnir, Vigi og frú og störðu i lotningu á sviðið þar sem þú gafst frá þér ðdauðlegan tón úr gullinni básúnunni. Kvöldstund i myrkum sal i Árhúsum, Thad Jones-Mel Lewis bandið á fullu, sveiflan i hámarki,lengra tæplega náð, og Pepper Adams skálaði við islendingana meðan gamli meistarinn fór á kostum, töfraði fram galdra básúnunnar, gekk þ6 ekki heill til skógar. Og nú er hann fallinn i valinn, en hann er sjálfskipaður i sveitina þar efra við hlið Duke Ellingtons og Louis Armstrongs og allra hinna sem á undan eru farnir. loford Má ég gefa þér loforð, sagði stjérnmálamaðurinn. já það máttu, sagði kjósandinn og gaf honum siðan atkvæði sitt. Má ég gefa þér loforð vinur, sagði stjórnmálamaðurinn. Þvi ekki það, sagði kjósandinn og batt siðan allar vonir sinar við hann. Nú ætla ég að efna loforðið vinur, sagði stjórnmálamaðurinn. Við ætlum að gifta okkur i næstu viku, ég og konan þin. 12

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.