Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 11

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 11
Rotax sólinni. Um leið og ég sá hana i fyrsta sinn þá skildi ég lika margt sem ég hafði aldrei skilið áður. Og þegar ég var að þjarka við aðra kaupmenn þá fannst mér ég standa fyrir utan sjálfan mig og horfa á sjálfan mig. Ég fór frá höndlunarmiðstöðinni án þess að kveðja. Hitt er svo annað mál að þvi fylgir pina að geta ekki lifað eins og áður fullur vissu um sitt eigið ágæti og að allt gangi upp i heiminum. Þá ert af höndl- unarfameliu og það er gott fyrir þig að vita þetta strákur. Ernir kinkaði kolli. Honum fannst sagan g6ð. Ofar átreymdi fljétið lygnt og breitt en fyrir framan þá þrengdist farvegur þess og i miðjum þessum þrengslum stéð bjarg i fljótinu og þar klofnaði það i tvo strengi og herti enn rennsli sitt og dynjanda uns það féll fram og varð aftur lygnt og breitt nokkru neðar. Önd með ungahóp flýtti sér upp á hinn bakk- ann og hvarf vaggandi inn i hátt grasið. - Þarna sérðu, sagði Furstinn. Öndin var búin að vera hérna hjá mér i allan morg- un en hún flýtti sér burt þegar þú komst. - Laxi En laxinn var horfinn um leið. - Já, laxinn hefur lika sótt mig heim og sagt mér eitt og annað. Ég var nefni- lega fiskur i fyrra lifi og fugl þar áður. Og sérðu kríuna, ekki gefst hún upp. Hún er á áttundu ferðinni núna. Krian flaug framhjá þeim með dýfum og skimaði yfir iðandi vatnsflötinn. Ernir fylgdi henni eftir með augunum. - Ég sé hana ekki lengur. - Biddu,við sjáum sólblik af vængjum hennar þegar hún snýr við og leggur aft- ur af stað niðureftir. 1 fjarska sá Ernir blossa á himni og stuttu siðar þaut krian framhjá eins og orustuþota. Siðan endurtók hún sama leik- inn og. þá sá Ernir gæsahóp koma fljúg- andi úr norðurátt. Pirrstinn sem ekki tók eftir þeim stóð upp með erfiðismunum og um leið og hann reis á fætur flugu þær yfir og urðu hans varar og ein rak upp garg og flemtran kom i hópinn og fylk- ingin riðlaðist þegar stórir flöskulaga búkarnir breyttu flugi sinu. Furstinn horfði á eftir þeim og þagði. ( Úr Miljón Prósent Menn, skáldsögu i smiðum ) KOMDU OG SKOÐAÐU I KISTUNA OKKAR o o GULL OG SILIUm LAUGAVEGI 35 11

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.