Lystræninginn - 01.03.1977, Side 22

Lystræninginn - 01.03.1977, Side 22
LEIKGRINDIN er heimildaskrá. Hér er get- ið allra leiksýninga,£yrstogfremst tilað áhugaleikfélögin fái yfirsýn yfir hvað sýnt er á hverjum tima. Við reynum að skrifa umsagnir um þau verk er okkur þykja áhugaverðust, en oft er Herranétt M.R.: SÚ GAMLA KEMUR í HEIMSÖKN Herranétt er árviss atburður í leikhús- lífi höfuðborgarinnar og komin i beinan karllegg af leikaraskap Ögmundar Sivert- sens og þeirra kumpána er þeir léku á Bessastaðalofti léikinn um Alf á sið- ustu öld. En nú er öldin önnur og Í stað frumsaminna skólaleikja spreyta nemarnir sig á leikhúsbékmenntum evrépsk- um. Þessu leikriti DUrrenmatts leik- stýrir Helgi Skúlason. Hreyfileikhúsið: FRÖKEN JÚLÍA ALVEG ÖÐ Nýr leikflokkur sem nefnir sig Hreyfi- leikhúsið sýndi fyrir nokkru leikritið Fröken Júlia alveg 6ð i húsnæði Æskulýðs- ráðs. Leikendur voru Inga Bjarnason og Nigel Watson, sem unnu textann, og Sól- veig Halldórsdóttir. Það má vist segja að leikritið sé eins konar tilbrigði við leikrit Strindbergs, Fröken Júlia, sem verður svo sannarlega alveg óð eftir meðferðina hjá Hreyfileikhúsinu. Ég var frómt frá sagt hálf kviðinn þegar ég fór að sjá þetta leikrit, það er aldrei að vita uppá hverju fólk getur tekið á þessum siðustu og verstu timum, en kviði minn reyndist ástæðulaus. Ég held að það sé ómögulegt að lýsa sýningu sem þessari, þau áhrif sem hún hefur komast aldrei til skila i orðum. Það er margt sem vekur undrun manns á sýningu sem þessari, textinn var sambland islensku og ensku og þar við bættist að hann virtist vera aukaatriði eða svo gott sem. - Eg las það siðar að markmið Hreyfileikhússins sé að losna úr viðjum hans i framtíðinni, eru þvi góðar horf- ur á að þjóðin losni við þá kvöð að halda liftórunni i leikritahöfundum. - En það sem mesta athygli mina vakti og hrifningu var likamstækni leikaranna sem var slik á köflum að göldrum var líkast. Ekki hef ég hugmynd um hvort sú tilraun sem þarna var gerð tókst vel eða illa, eða var þetta ekki tilraun? örðugleikum háð að fá skrif frá hinum dreifðu byggðum. Verði lesendur varir við að leikrit vanti i dálka þessa þá látið okkur vita hið snarasta. i Ég vona að þetta ágæta fólk sem þarna var að verki haldi áfram að sýna okkur eitthvað skemmtilegt, þvi hvað sem um þessa sýningu má segja, var hún alla vega nýstárleg fyrir þá sem aldir eru upp við hefðbundinn leikritaflutning. Að lokum langar mig að vitna i ágæta grein sem Árni Blandon ritaði i Þjóð- viljann 6. febrúar sl.:wí ljós kemiir að barnið nýtur sýningarinnar á „Fröken Júlia alveg 6ð" og hrifst með. Þetta gerist vegna þess að barnið segir ekki eins og hinn firrti menningarsnobbpost- uli: „Ég skildi sýninguna'.' heldur segir það. „Mér fannst gaman", án þess að það hafi þörf fyrir eða geti yfirleitt skil- greint hvers vegna." Daniel Fröken Júlia alveg 6ð 22

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.