Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 14

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 14
LEIF PA NDURO » NÆTURFERÐ Markús lceyrði aldrei hraðar en á 80. Hann var síðastur i bilaröðinni úr ferjunni. Hann kærði sig ekkert um að keyra hratt. Ekki lengur. í fjarlægð sá hann rauð aft- urljós bilanna hverfa i slagviðrið. Markús missti ekki vald yfir bilnum þegar bæði framdekkin sprungu um leið. Billinn kastaðist til og frá en honum tókst að halda honum á veginum. Hann var góður bilstjóri. Hann keyrði varlega útá vegbrúnina, kveikti á stöðuljósunum, náði i litið vasaljós sem hann hafði alltaf i hanska- hólfinu og fór út tilað lita á framdekk- in. Það var sprungið á báðum. Ef það hefði aðeins verið sprungið á öðru hefði hann getað bjargað þvi með varadekkinu. En það var sprungið á báðum. Markús hafði aldrei búist við að verða fyrir svona 6- happi. Hann bölvaði lágt, tvinnaði, og horfði fram og aftur eftir hraðbrautinni. Þar var engan bíl að sjá. Næsta ferja kom fyrst eftir þrjá tima. Hann lagði við hlustirnar en heyrði aðeins i vindinum og regninu, siðan veikt vélarhljóð. Það fjarlægðist hvorki né nálgaðist. Markús gekk á hljóðið. Þegar hann hafði gengið hundrað metra kom hann auga á bil. Fjög- urramanna og tveggjadyra, alveg einsog billinn hans. Honum hafði verið lagt við vegbrúnina með slökkt Ijós. Hann var i gangi. Elskendur. Hann nálgaðist hægt. Varlega. Þetta voru ekki elskendur. Þetta var mað- ur. Maðurinn sat við stýrið cg reykti sigarettu. Hann snéri sér að Markúsi. Markús þekkti hann aftur. Þetta var mað- urinn sem hafði setið með kaffibolla i horni veitingasalarins á ferjunni. Eins- og Markús. - ó, fyrirgefið, sagði Markús, - en... - Ég sá yður, sagði maðurinn, - ég sá yður og hugsaði sem svo að það gæti hæg- lega sprungið hjá yður. Hann brosti. Markús greindi tennur hans i veikri birtunni. - Það sprakk. Svei mér þá það sprakk. Á báðum framdekkjunum. - Ég hef eitt varadekk, sagði Markús. - ef til vill gætuð þér lánað mér varadekk- ið yðar. Billinn yðar er einsog minn. - Já,sagði maðurinn. - Ég hef þvi miður ekkert varadekk. Trúið þér á guð? - Guð? - Já, eða hvað þér viljið kalla það. For- sjón, undur, kraftaverk, örlög, sama hvað þér kallið það. - Ég skil ekki alveg, sagði Markús, - ég skil ekki alveg hvað það hefiir... - Auðvitað ekki, sagði maðurinn, - þér skuluð ekki vera að hugsa um það. Þér ætlið til Kaupmannahafnar, er það ekki? Setjist inn... i aftursætið, þér getið 14

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.