Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 16

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 16
sagði Markús um leið og hann velti því fynir sér hvernig hann gæti nSð i sviss— lykilinn„ - Því miður,sagði maðurinn vingjarnlega„ - Þér skuluð ekki reyna að ná lyklinum. Svo þér lásuð ekki um slysið. Þetta var hræðilegt slys„ Þeir keyrðu gegnum opna svæðið fyrir austan Slagelse í átt til skégarins. Hraðamælirinn sýndi nú 150. Maðurinn 6k á miðjum veginum. Markús herti enn upp hugann: - Ef það eru peningarnir minir sem þér viljið ná i þá hef ég 300 krónur á mér„ Þér getið fengið þær„ Maðurinn hl6 lágt: - Nei takk. - Nú, hvað viljið þér þá? spurði Markús„ Rödd hans var skræk og titrandi. Hann hugsaði um að hann yrði að hafa vald á röddinni„ - Ojá, sagði maðurinn og hristi höfuðið. - Þau eru hræðileg öll þessi slys. Það er vegna þess að félk keyrir alltof hratt. Það verður slys næstum hvern dag vegna þess að f6lk keyrir of hratt. Ekki satt? Markús hafði náð valdi á rödd sinni: - Jú, sagði hann, - það er vegna þess að f6lk keyrir of hratt. - Yður finnst við ekki keyra of hratt?, spurði hann. - Nei nei, sagði Markús. - Þér eruð fínn náungi, sagði maðÞirinn, - kona og tvö börn. Þér eruð ekkert hinsegin, er það? Markús svaraði ekki„ Maðurinn hreyfði stýrið litillega. Billinn hossaðist iskrandi milli vegbrúna. - Ha? sagði maðurinn, - Nei, sagði Markús, - ég er ekkert hinsegin. - Þetta hélt ég. Þér eruð finn náungi, hugaði ég, ekkert hinseginn. Ekki hommi, masékisti, sadisti eða neitt þviumlikt. - Nei, sagði Markús, - hann hélt áfram rðlegri röddu: - Ég krefst þess að þér hleypið mér út- úr bilnum. Maðurinn hl6 lágt, - Þér eruð stérkostlegur, sagði hann,- reglulega stórkostlegur„ Ég gæti sjálf- ur fundið uppá að segja svona nokkuð. Það er einsog ég segi, þér eruð finn náungi, Markús kastaði sér fram og reyndi að ná lyklinum, Um leið beygði maðurinn snöggt til hliðar. Billinn þaut iskrandi útá vegbrúnina, yfir hliðargötu og braut sex sjö vegskilti áðuren manninum heppnaðist að ná valdi yfir honum að nýju. Markús hafði fallið niður á gólfið en reis nú upp og var öllum lokið. - Hættu þessu, sagði maðurinn, - við gætum orðið fyrir slysi. Gegnum Sorö, meðfram vatninu. Enn götu- viti, að þessu sinni gult ljós. Markús sat í aftursætinu og studdi sig með báðum höndum. - Hafið þér stolið bílnum? spurði hann. - Stolið! Maðurinn hl6, - nei, þetta er bíllinn minn. Fínn bill, ekki satt? Satt sð segja er ég finn náungi, alveg einsog þér. Á konu og tvö börn. Lemjið þér kon- una yðar? - Nei, það veit guð„ - Hélt ég ekki. En hafið þér verið henni ótrúr? - Ég„.„ I gegnum skóginn, Hraðinn var kominn uppi 155. Maðurinn sl6 hendinni á stýrið. - Segðu nú satt. - Já, sagði Markús. - i Kolding, ekki satt, i Kolding, Þér hittuð hana á veitingahúsi. Maðurinn hennar var ekki heima. - Aha, sagði Markús, - þér eruð maður- inn hennar. Maðurinn hl6„ - Nei nei, sagði hann, - alls ekki. Fjenneslev. Landið var hulið myrkri. Til vinstri var ljós i glugga. Regnið buldi á jörðinni. Hraðatakmörk. Þeir f6ru fram- úr nokkrum bilum. Ef þetta væri lögregl- an. 16

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.