Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 15

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 15
blundað meðan ég ek, og á morgun hring- ið þér i viðgerðaþjénustuna. Markús sett- ist hikandi í aftursætið. Maðurinn setti i gir og ók útá hraðbrautina. Hann jók hraðann jafnt og þétt. Þetta var góður bill. Einsog bill Markúsar. Hraðamælir- inn sýndi 130. - Þér þurfið ekki að tala, sagði maður- inn. - Þér skuluð ekki segja neitt ef yður langar ekki til þess. Okkur langar ekki alltaf að tala. Stundum langar okk- ur bara að sitja og hugsa málin. Er það ekki? Markús muldraði eitthvað. Hraðinn var nálægt 140. Honum geðjaðist ekki að svona hröðum akstri. - Þér skuluð bara leggja yður og sofna, sagði maðurinn, - þér eruð ábyggilega þreyttur. Þér skuluð ekki tala. Það er ekki nauðsynlegt. Stundum finnst manni einsog maður verði að tala ef einhver býður manni far. - Það var fallegt af yður að bjóða mér far, sagði Markús sem fannst sér'bera skylda til að segja eitthvað. - Það er ekkert til að tala um. Þér eruð fínn náungi. Er það ekki? Markús muldr- aði eitthvað. - Já, þér eruð fínn náungi, hélt maður- inn áfram, - ég er viss um að þér eruð fínn náungi. Eruð þér það ekki? - Ég hef ekki hugsað útí það, sagði Mark- ús stuttaralega. Maðurinn í dökka frakkanum sat álútur við stýrið. Hann bremsaði léttilega þeg- ar hann ók inná þjóðveginn. Það ískraði i hjólunum i beygjunni. Það var rautt 1jós. Þeir keyrðu áfram inni bæinn. - Hér er hraðatakmörkun, sagði Markús. - Það er satt sagði maðurinn, það er viða. En ekki of viða, eða hvað? - Það held ég ekki, sagði Markús, það er ábyggilega nauðsynlegt. - Já, það er ábyggilega nauðsynlegt. Það eru alltof margir sem keyra of glanna- lega, ekki satt? - 0, ég veit... - Segðu mér einsog þér finnst, sagði mað- urinn, - segðu mér alveg einsog þér finnst. Þeir óku framhjá götuvita. Rautt. Fram- hjá lögreglustöð þarsem grænt Ijós log- aði. Göturnar voru auðar. Ein fyllibytta slagaði meðfram húsvegg. - Þér eruð finn náungi, það er ég viss um. Eigið þér konu og börn? Markús sagði hikandi: - Já, ég er giftur. Og stuttu siðar bætti hann við: - Við eigum tvö börn. - Sjáum til sagði maðurinn, - og þér eruð mjög hamingjusamur? - Já. - Yður þykir mjög vænt um konuna yðar? - Já, mér þykir það, sagði Markús af- undinn. Þeir óku útúr bænum og maðurinn jók hrað- ann uppi 140. Það drundi i vélinni. Markús herti upp hugann: - Ég held ekki... ég kæri mig ekki um... - Hvað? sagði maðurinn i vingjarnlegum uppörvandi tón. - Ég kæri mig ekki um að aka svona hratt. - Það er leiðinlegt, sagði maðurinn, - það er leiðinlegt fyrir þig. Hann ók á sama hraða. Markús hleypti i sig kjarki. - Viljið þér vera svo vænn að hleypa mér út. - Nei, sagði maðurinn. - Heyrið þér, sagði Markús og beygði sig yfir framsætið. - Setjist niður, sagði maðurinn og rás- aði með stýrinu. Billinn hentist iskr- andi milli vegbrúnanna. - Það er betra fyrir yður að sitja, sagði maðurinn kumpánlega. - Það er hræðilega hættulegt að aka svona hratt. Lásuð þér um slysið hjá Hróarskeldu? Lásuð þér ekki um það? Billinn ók á tré á yfir 100 kilómetra hraða. - Það held ég ekki, sagði Markús. - Það var leiðinlegt, sagði maðurinn. Þetta var lærdómsrikt. - Ég krefst þess að mér verði hleypt út, 15

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.