Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 28

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 28
fyrir augu okkar. - Hugrökku æskumenn, takið höndum saman og vigb'ö.ist, fylkið liði gegn óvinum friðarins. Æskan er hin mikla fórn á altari striðsguðsins-. Enn einu sinni á jörðin eftir að verða blóði drifin. Tortímið óvinunum. Legg- ið drekann mikla að velli. Brennið - brennið striðsvagninn til ösku og upp mun risa hið langþráða friðarriki. Sæk- ið fram. (tekur upp byssuna) Rósa: Guð verndi okkurl Benedikt: Sækið fram (stigur nokkur skref) Fram. (stigur enn nokkur skref) Klara: Hann lætur einsog asni. Benedikt: Leitið óvinina uppi. - Leitið þá uppi um alla heimsbyggðina. (leitar i krók og kima) Rósa: Það er enginn þarna drengurinn minn. Benedikt: Tortimið þeim hvar sem þeir finnast. Gustaf: Eg er alveg undrandi. Benedikt: Upprætið spillinguna. Hreinsið jörðina af soranum. Rósa: Hvaða spillingu ertu að tala um? (pilturinn hefur farið hring um sviðið - nemur staðar - skimar - Bein- ir nú athyglinni að fólkinu sem hefur staðið upp) Klara: Ég þarf að komast í vinnuna. Benedikt: ðvinirnir hafa sam- einast. Þeir vita að komist hefur upp um myrkraverkin. Þeir eru skelfdir. Þeir óttast reiði guðanna. Gústaf: Hverskonar tal er þetta? Benedikt: Þeir búa sig undir siðustu örvæntingarfullu tilraun- ina til að halda velli. (hermaðurinn stígur skref i átt til piltsins) Rósa: Gættu þin Georg. Benedikt: övinirnir senda fram könnunarsveit. (hermaðurinn stigur annað skref) Þeir athuga vigstöð- una. Georg: (stigur enn eitt skref) Réttu mér byssuna. Benedikt: Þeir vanmeta styrk andstæðingsins. Þeir halda að skipanir nægi. Georg: Byssuna. Benedikt: Hinar gömlu aðferðir duga ekki lengur. Æskan lætur ekki skipa sér fjTÍr verkum. Hún tekur afstöðu. Gústaf: Hvaða rugl er þetta drengUr? Georg: Byssuna. Benedikt: Æskan leitar réttar sins. Hún mun breyta heiminum. Georg: (sem er kominn alveg að piltinum) BYSSUNA. (pilturinn hleypir af skoti uppi loftið - hermaðurinn hörfar) Rósa: Guð minni Þú ert ekki særður? Gecrg: Hann skaut uppi loftið. Rósa: Ástin min. Ég vil ekki að komi neitt fyrir þig. Gústaf: Þú ert þó ekki að reyna að gera hana móður þina hjartveika? Benedikt: Könnunarsveitin hefur hörfað til bækistöðvanna. Rósa: Af hverju gerð- irðu þetta drengur? Gústaf: Hann hlýð- ir engum boðum. Georg: Það verður að af- vopna hann. Rósa: Við verðum að fara að honum með gát. Georg: Það er marg reynt. Gústaf: Eitthvað verður að gera. Bene- dikt: övinirnir bera saman ráð sin. Gústaf): Þú hlýtur að vera að gera að gamni þinu. Þér getur ekki verið alvara. Rósa: Þú hefur alltaf verið góður dreng- ur. Þú ætlar að hlýða? Er það ekki? - Drengurinn minn. - Þú ert þrátt fyrir allt litli drengurinn hennar m'ómmu þinn- ar. - Ertu það ekki? Benedikt: övinirnir búast til atlögu. Gústaf: Þú tekur ekki tillit til þess sem þér er sagt. - Sýndu nú að þú sért ekki barn lengur. (þau nálgast piltinn) Benedikt: övinirnir sækja fram. - Orusta er i aðsigi. Rósa: Drengurinn minn. Georg: Leggðu frá þér vopnið og farðu úr jakkanum. (pilturinn hörfar) Rósa: Hlýddu drengurinn minn. Benedikt: (hörfar) övinirnir beita öll- um þunga liðsins. Georg: Já, gerðu eins- og þér er sagt. Rósa: Hlýddu nú. (pilt- urinn hörfar - þau fylgja fast eftir) Georg: Við verðum að reyna að gripa hann. Benedikt: övinirnir herða sóknina (hörf- ar hraðar) Gústaf: Hættu núi Við gerum þér ekkert mein. Þú verður að leggja frá þér vopnið. Rósa: Við fyrirgefum þér. Gústaf: Ef þú hættir þá gleymum við þessu atviki. Benedikt: övinirnir beita lævisum brögðum. Þeir reyna að veikja siðferðisþrek andstæðingsins með gylli- boðum. En hér kemur engin málamiðlun til greina. Æskan hefur skilið kall sitt. Hún hefur sagt spillingunni strið á hendur. Hún mun berjast til siðasta blóðdropa. (hleypir af skoti) Rósa: Al- 28

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.