Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 35

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 35
tfr sýningu Þjóðleikhússins á Sólarferð. kvenmenn. Er það ekhi næg ástæða? R6sa: En hvað um ástina? Georg: Ástinai R6sa: Já ástina. Georg: Ég er hræddur um að ég viti ekki hvað þú ert að tala um. R6sa: Tilfinningarnar þá. Georg: Er það ekki tilfinning að langa i kvenmann - brenna af löngun sem er svo sterk að maður getur ekki sofið á n6ttinnif held- ur lætur sig dreyma - lætur sig dreyma um nakin kvenmann i rúminu - þrýstir honum að sér - fer yfir þetta allt sam- an i huganum, fer yfir það aftur og aft- ur - og ætlar að brjálast af þvi það er engin kvenmaður? R6sa: Er það þá svona sem þú hefur hugsað til min? Er þá ekk- ert að marka falleg orð? Ég trúi þvi ekki. Ég vil ekki trúa þvi. Þú hlýtur að hafa borið til min einhverjar aðrar tilfinningar. Þú hefur ekki bara litið á mig sem einhvern kvenmann. Það hefur ekki bara verið girnd. Það getur ekki verið. Þú hlýtur að hafa borið til min einhverjar hreinar tilfinningar. ÞÚ hlýtur að hafa elskað mig eitthvað ör- litið. - Heyrirðu það Georg. Eitthvað örlitið. - Er það ekki rétt Georg? - Eitthvað örlitið. - Segðu það Georg. - Segðu að þú hafir elskað mig. - Segðu það, þ6 það hafi ekki verið nema örlit- ið. - Georg. Georg: Ég hef sagt það sem ég hef að segja. Résa: Taktu utanum mig og segðu að þú hafir elskað mig. Gerðu það Georg. - Taktu utanum mig ástin min. (gripur utanum hermanninn) Lofaðu mér að halda svona. (hermaðurinn reynir að losa sig) Gerðu það - gerðu það. Georg: Hvað ertu eiginlega að reyna? R6sa: Hrintu mér ekki frá þér. - þú mátt ekki hrinda mér frá þér. - Þú veist ekki hvað ég elska þig. - Ástin min. - Ástin min. Ég elska þig svo heitt. Georg: Slepptu. R6sa: Ástin mín. Georg: þú ætlar ekki að hætta. R6sa: Ég elska þig svo 6umræði- lega heitt. Georg: Eigum við að byrja þessi áflog aftur. R6sa: Ég elska þig. - Ég hef aldrei elskað neinn eins heitt og þig. Georg: Það er naumast þú ert sterk. R6sa: (þrýstir sér að honum - reynir að kyssa hann) Ég dái þig. - Ég get ekki lifað án þin. - Georg. Georg: Þú kæfir mig manneskja. R6sa: Elsku hjartans ástin min. Georg: Hættu þessu kjaftæði. R6sa: Ástin min. Ég gæti dáið fyrir þig. Georg: Á ég ekki að fá að 35

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.