Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 26

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 26
VERNDARINN EFTIR GUÐMUND STEINSSON gamanleikur í fimm þáttum persónur: gústaf, rósa 3. þáttur Hjónin og hermaðurinn eru að borða morg- unverð» Hermaðurinn er á skyrtunni. Það eru rámföt i sófanum. Hermaðurinn gáir i kringum sig. Þögn. Rósa: Vantar eitthvað? Georg: Jakkann minn.Rósa:Jakkann?Georg:Sg setti hann á stólbakið í gærkvöldi. Rósa: Hann ætti þá að vera þar. Georg: Hann er ekki sjá- anlegur. Rósa: (gáir í kringum sig) Hvar getur hann þá verið? Georg: Ég veit það ekki. Ég get ekki skilið hvað hefur orð- ið af jakkanum. Rósa: (við manninn) Ekki hefur þú tekið hann. Gústaf: Ég hef ekki hreyft við honum. Kannski að Klara hafi sett hann fram. Rósa: Það hlýtur bara að vera. Ég ætla að gá. (fer fram) Gústaf: (við hermanninn) Ertu viss um að þú haf- ir sett jakkann á stólbakið. Georg: Ég man það greinilega. Ég setti hann hér. (dóttirin kemur og sest við borðið) Rósa: (kemur inn aftur) Hann er ekki frammi. Gústaf: Þá skil ég þetta elcki. Rósa: Veist þú um jakkann hans Georgs? Klara: Égi Rósa: Hann finnst ekki. Klara: Ég hef ekki hugmynd um hvar hann er. Rósa: Þetta er meira en litið furðu- legt. - Jakkinn er týndur. Gústaf: Hann getur varla hafa farið langt. Georg: Hann ætti að sjást einhversstaðar. Gústaf: Hann hlýtur að koma i leitirnar. Ekki hefur hann gufað upp. (sonurinn kemur inn i jakka hermannsins og með benedikt, klara, georg . byssu hans i belti við hlið sér. Hann tekur sér hermannastöðu) Klara: Þarna er þá jakkinni Rósa: Hvað er að sjá til þin drengur. Ertu kominn i jakkann hans Georgs? Hvað á þetta uppátæki að þýða? Gústaf: Það er ekki furða þó við fyndum ekki jakkann. (pilturinn stendur áfram hreyfingarlaus) Rósa: Hvað, ætlarðu ekki að fara úr jakkanum? Gústaf: Farðu úr jakkanum drengur. - Heyrirðu það. - Já farðu úr jakkanum. Rósa: Gerðu einsog hann faðir þinn segir. Gústaf: Af hverju stendurðu til svona? Rósa: Ég skil ekki þetta uppátæki. Gústaf: Ætlarðu að standa svona i allan dag? - Þú þegir bara. Rósa: Þetta er ókurteisi. - Ég er svo aldeilis hissa. - Þú ert okkur til skammar með þessu athæfi. Gústaf: Þú getur þó talað. - Ekki ertu mállaus. Georg: Ég vildi gjarnan fá jakkann. Gústaf: Þú heyrir hvað Georg segir. - Hann vill fá jakkann. - Það er ekki nema eðlilegt. Þetta er hans jakki. - Þú átt ekki jakkann. Rósa: Þú getur ekki tekið svona jakka sem annar á. Þú hlýtur að sjá það. Gústaf: Hvað mundirðu segja ef einhver tæki jakkann þinn? Georg: Á ég ekki að fá jakkann? Rósa: ÞÚ verður að læra að taka tillit til annarra. Maður má ekki alltaf hugsa um sjálfan sig. - Vertu nú góði drengurinn og farðu úr jakkanum. - Gerðu það dreng- 26

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.