Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 30

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 30
er einstakljingur. Gústaf: Þú átt að hlýða foreldrum þinum. Benedikt: Ég hlýði minni eigin samvisku. Gústaf: Þú getur ekki verið með sjálfum þér drengur. Benedikt: Ef ég hef nokkurn tima verið með sjálfum mér þá er ég það nú. - Nú sé ég. Gftstaf: Sérð hvað? Benedikt: Allt. Ég hef opnað augun. Gftstaf: Það er ekki heil brft i þvi sem þft ert að segja. Benedikt: Gef- ist þið upp? Gftstaf: Taktu sönsum dreng- ur. Benedikt: Ég gef ykkur tveggja min~ fttna frest. (litur á ftrið) Gftstaf: Sérðu ekki hvernig þft hagar þér? - Það hagar sér enginn svona með fullu viti. - Heyr- irðu það: Með fullu viti. Résa: Við eig- um ekki i neinu striði við þig elskan min. Georg: Þetta er þokkalegt. Klara: Á ég ekki að fá að komast.i vinnuna? - Fyrr má nft vera frekjan. Benedikt: Hálf min- ftta er liðin. Gftstaf: Þft ætlar ekki að hætta þessari vitleysu. - Hvað ætlarðu að halda þessu lengi áfram. Benedikt: Gefist þið upp? Gftstaf: Þetta er hreint og beint fáránlegt. Georg: Mér er hætt að standa á sama. Gftstaf: Finnst þér ekki nég komið? - Það eru þé takmörk fyrir hvað hægt er að ganga langt. - Það eru takmörk fyrir öllu. Résa: Ég vona að þft vitir hvað þft ert að gera. Klara: Hann er að hræða okkur. Hann heldur að þetta sé eitthvað fyndið. Résa: Þft ætlar ekki að gera okkur neitt mein? - Þft ætlar ekki að skjóta? Gftstaf: Það væri skárra. Rósa: Ég vona ekki. Klara: Hann er nógu vigalegur. Georg: Við getum ekki verið örugg meðan hann hefur vopnið. Rósa: Þft ert bara að leika þér einsog litlir drengir. Er það ekki? Þft ert bara í byssuleik. - Þft ert bara að leika þér. Benedikt: Minftta er liðin. Gftstaf: Ætlarðu að halda okkur svona i allan dag? - Systir þin þarf að komast i vinnuna og ég þarf lika að fara. Bene— dikt: Ég hef sett min skilyrði. Gftstaf: Þft ætlar þó ekki að halda þessu til streitu. Rósa: Ég þekki þig ekki fyrir minn eigin son. Gftstaf: Er þér ljóst hvað þft ert að gera? - Hugsaðu drengur. Benedikt: Það er einmitt það sem ég geri. - Ég hugsa. Gftstaf: Það er ekki að sjá. Benedikt: Hálf minúta er eftir. Gftstaf: Ef þft hugsaðir þá létirðu ekki svona. Benedikt: Það þarf að fttrýma spilling- unni. Gftstaf: Þá er ég hræddur um að þft verðir að snfta þér annað. Benedikt: Heim- urinn er fullur af vondu fólki. Gftstaf: Höfum við gert eitthvað á hlut þinn? - Svaraðu dreng-ur. - Ég hélt að við hefðum alið þig upp sómasamlega. Rósa: Höfum við ekki reynt að vera þér góðir for- eldrar. - Höfum við það ekki? Benedikt: Timinn er að renna ftt. Gftstaf: Er það allt sem þft hefur að segja? (þögn) Bene- dikt: Tvær minfttur eru liðnar. Frestur- inn er fttrunninn. Rósa: Vertu nft hlýðinn drengur og láttu Georg hafa byssuna. Benedikt: Þið þurfið alltaf að kalla mig dreng. Ég er fullorðinn maður. Það er ekki tekið mark á neinu sem ég segi. Ég hef minar hugsanir og tilfinningar. Gftstaf: Við efumst ekki um það. En þú verðinr þá að sýna það i verki. Þft gerir uppreisn gegn heimilinu. Þft móðgar gest- inn. Þft ógnar jafnvel lifi okkar. Bene- dikt: Ég vil réttlæti. Gftstaf: Ég sé ekki að við höfum gert neitt á hlut þihn. Benedikt: Hugmyndir ykkar eru ftreltar. Þið skiljið ekki hinn nýja heim. Þið skiljið ekki neitt. Þið eruð dauð. Rósa: Hvað segirðu drengur - dauð? Benedikt: Þið eruð samasem dauð. Þið lifið 1 for- tiðinni. Rósa: öskup eru að heyra þetta. Gftstaf: Ég er hræddur um að þft vitir ekki hvað þft ert að segja. Klara: Hann er orðinn ruglaður af öllum þessum bók- um. Benedikt: Það eru ekki bækur sem skipta máli. Það eru aðgerðir. Gefist þið upp? Georg: Ég fer að verða þreytt- ur á þessu kjaftæði. (tekur skref fram) Benedikt: Ef þft tekur eitt skref til verðurðu skotinn. Höfraðu til baka. - J á hörfaðu. Gftstaf: Það er vissara að gera einsog hann segir. Benedikt: Hörf- aðu segi ég eða ég skýt þig einsog hund. 30

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.