Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 27
urinri minn„ - Vertu nú góður. - Þú sem
hefur alltaf verið svo þægur drengur. -
Mannstu þegar þú varst litill? - Vertu
nú þægur við hana mömmu þína„ - Farðu
úr jakkanum. Gerðu það drengurinn minn.
- Ætlarðu ekki að gegna? - Þú svarar
mér ekki einu sinni„ - Ég skil ekki af
hverju barnið lætur svona. Klara: Þetta
kemur af þvi að dekra of mikið við hann.
Gústaf: Vert þú ekki að skipta þér af
þessu„ Georg: Nú vildi ég fara að fá
jakkann. Gústaf: Stattu ekki svona eins-
og múmia„ Sestu heldur og drekktu kaffið
þitt. - Heyrirðu það„ (sonurinn byrjar
að gera hermannaæfingar) Rósa: Hvaða
tilburðir eru þetta? Klara: Sérðu ekki
að hann er i hermannaleik? Rósa: Ég sé
ekki að þetta sé neinn leikur„ - Hættu
nú þessum látum. Gústaf: Hættu drengur,
- Já, ætlarðu ekki að hætta. Georg:
Ég mundi fara úr jakkanum ef ég væri i
þinum sporum. Rósa: Þú heyrir hvað Ge-
org segir„ Georg: Ég ræð þér eindregið
til að fara úr jakkanum. - Ég ræð þér
eindregið til þess. - Ég aðvara þig.
Benedikt: (byrjar að marséra) Áfram
gakk. Einn, tveir - einn, tveir....
(o.s.fr.) Snú. Einn, tveir - einn, tveir
„„„„ (o.s.fr.) Snú„ (og þannig aftur og
aftur) Gústaf: Þú óvirðir búninginn. -
Skilurðu það ekki, - Þú óvirðir hann. -
Þú ert ekki neinn hermaður. - Heyrirðu
það„ Þú ert ekki hermaður. - Það fylgir
því ákveðin ábyrgð að bera þennan bún-
ing. - Það fylgja því skyldur. - Hann
er tákn hugsjóna. - Hann er tákn frels—
is. - Það á að sýna búningnum virðingu.
- Það á að sýna honum sömu virðingu og
þjóðfánanum. - Þú ætlar ekki að hætta.
- Það mætti halda að þú hefðir ekki
fengið neitt uppeldi. - Það er ekki
að sjá að þú gangir i skóla.
Georg: Nú vil ég fá jakkann. - Ég vil
fá jakkann. - Ég vil fá jakkann ef þér
er sama. Gústaf: Hlýddu hermanninum.
Georg: Þolinmæði minni eru takmörk sett.
Gústaf: Hlýddu honum áður en verra hlýst
af. Georg: Ég hef reynt á þolinmæði mína
til hins ýtrasta. - Þú ættir að hætta að
marséra og fara úr jakkanum. Rósa: Þú
ert þó ekki að reyna að stofna til vand-
ræða? Georg: Þú ættir að hætta að mars-
éra. Rósa: Drengurinn minn hlýddu.
Georg: þú ættir að hætta þvi strax. -
Ég skipa þér að hætta að marséra. Rósa:
Drengurinn minni Georg: Ég skipa þér.
Gústaf: Hvað ætlarðu þér eiginlega?
Georg: Hættu að marséra. - HÆTTU (stend-
ur upp - pilturinn marsérar enn einu
sinni fram og til baka, nemur siðan
staðar og gerir æfingar) Georg: Ég vil
fá jakkann. - Ég vil fá jakkann, segi
ég. Gústaf: Láttu Georg hafa jakkann.
Georg: (stigur skref i áttina til pilts-
ins) Ég vil fá jakkann minn. (pilturinn
hættir æfingunum og stendur kyrr) Jakk-
ann. (hermaðurinn stigur annað skref)
Jakkann, segi ég. - Þú ætlar ekki að
láta mig hafa jakkann? (hermaðurinn
stigur annað skref - pilturinn tekur
upp byssuna) Rósa: Almáttuguri Klara:
Bennii Gústaf: Gættu að þér drengur.
Georg: Jakkann minn. Benedikt: Sestu.
Rósa: Þetta er hættulegt vopn. Georg:
Settu byssuna niður. Benedikt: Sestu.
Rósa: Það má drepa með þessu vopni.
Gústaf: Ég vona að þú vitir hvað þú ert
að gera. Georg: þú ætlar ekki að setja
byssuna niður. Benedikt: (stigiir skref
fram) SESTU. (hermaðurinn sest — piltur—
inn við hin sem einnig hafa staðið upp)
Og þið lika. Gústaf: Eigum við ekki að
fara að hætta þessum leik. Benedikt: Já
setjist þið. (þau setjast) Rósa: Þú ger-
ir okkur hrædd. Benedikt: Hljóð. Gústaf:
Reyndu að sýna ofurlitla skynsemi.
Benedikt: HLJÓÐ. Hér er áriðandi til-
kynning: - Friðurinn er i hættu. Styrj-
öld er yfirvofandi. Myrkraöflin hafa
hreiðrað um sig á meðal þjóðarinnar og
brugga henni fjörráð. Við höfum þegar
séð fyrstu merkin: Rotnunina. Frumurnar
deyja, heilinn verður sljór, viljinn
lamast. óvinirnir hafa dregið lokur
27