Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 25
á s£nu.m tima. I þessu verki, sem fjallar
um fánýti styrjalda á fáránlegan og
skoplegan hátt, eru margir söngvar.
Leikstjöri er Árni Ibsen.
Ungmennafélagið Efling;
SYSTIR MARÍA
Þetta leikrit er á yfirborðinu sakamála-
leikur en undir niðri fjallar það um
hina eilífu togstreitu sannfæringar og
kennisetninga.
Leikstjéri er Ingunn Jensdéttir.
Ungmennafélag Reykdæla:
GRÆNA LYFTAN
Enn er farsinn gamalkunni, Græna lyftan
eftir Avery Hopwood, á fjölunum.
Alfreð Andrésson og Kjeld Petersen brill-
eruðu á sínum tima í hlutverki Billis,
nú gera það aðrir. Leikstjéri er formað-
ur BÍL, Jéhanna Kristjánsdéttir.
Þjéðleikhúsið:
GULLNA HLIÐIÐ
Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson er
nítjándualdar leikrit skrifað á þeirri
tuttugustu. Það er eðlilegt að Þjéðleik-
húsið faeri það upp endrum og eins svo-
sem önnur alþýðuleikrit okkar. Karlinn
og kerlingin eru að þessu sinni leikin
af Helga Skúlasyni og Guðrúnu Stephen-
sen. Leikmynd gerði Björn Bjarnason og
leikstjéri var Sveinn Einarsson. Tén-
list Páls ísélfssonar var leikin.
an sem er að syngja sitt síðasta, en þeg-
ar upp er staðið kemst maður að raun um
að þrátt fyrir allt, þekkir maður hann
ekki sem er kannski ofur eðlilegt því
hver þekkir sjálfan sig?
Um hvað fjallar Meistarinn, hvað gerist
á sviðinu? Jú, Meistarinn er gamall karl-
hluhkur sem er að miklu leyti á valdi
endurminninga um sitt fyrra lif, hann
hefur fengið til sin ungan lækni, sem í
stað þess að tjasla uppá karlinn,
fer að drekka með honum og erfir að lok-
um meistarastykkið, konu og dauða eða er
læknirinn og karlinn eina og sama persén-
an? Við sögu kemur lika kona, litið hlut-
verk en veigamikið.
Það er leitt til þess að vita að aðsókn
að Meistaranum hefur verið dræm, þvi
þarna er á ferðinni frumlegt og skemmti-
legt verk sem hlýtur að hrifa hvern þann
sem hefur tilfinningu fyrir list. Bene-
dikt Árnason leikstýrir verkinu og ferst
það vel úr hendi einsog hans var von og
visa. Er ánægjulegt að Benedikt skuli
vera kominn aftur til starfa hjá Þjéð-
leikhúsinu. Með hlutverkin þrjú fara þau:
Rébert Arnfinnsson, Gisli Alfreðsson og
Margrét Guðmundsdéttir. Þeirra hlutur er
einsog best verður á kosið og kemur eng-
um á ovart sem til þeirra þekkja. Leik-
mynd er eftir Birgi Engilberts og er
greinilega vandvirknislega unnin einsog
allt við þessa sýningu.
Daniel
Þjéðleikhúsið:
DÝRIN Í HÁLSASKÖGI
Leikrit Thorbjörns Egners eru fastagest-
ir á fjölum Þjéðleikhússins,og eru allt-
af jafn vinsæl meðal smáfélksins.
Að sjálfsögðu leikstýrði Klemens Jénsson
verkinu.
Þjéðleikhúsið:
MEISTARINN
Margir hafa þá trú að Oddur Björnsson sé
frumlegastur leikritahöfunda sem nú
skrifa á íslandi og liklegt er að Meist-
arinn fulli með sitt meistarastykki, á
Litla sviði Þjéðleikhússins, verði til
þess að fjölga verulega i þeim trúflokki.
Þvi miður hef ég ekki átt þess kost að
sjá leikritið nema einu sinni, þar af
leiðir að fátt get ég um það sagt. Ef ég
man rétt sagði Oddur einhvers staðar i
viðtali að efnið væri hálfgerð gestaþraut
og hver veit það betur en höfundurinn
sjálfur? Vist er að Meistarinn vek\rr
margar spurningar sem erfitt, ef ekki
égerningur er að svara og kannski er
ástæðulaust að reyna það.
Meistarinn er margslungið verk, alla vega
við fyrstu sýn. Áhorfendur fá ýmislegt
að vita um aðalpersénuna, karl einn gaml-
ISLENSKAR OG ERLENDAR BÆKUR OG TlMARIT
RITFÖNG I MIKLU ÚRVALI
BÓKA VERSLUfíl
MÁLS OG MEfílfíllNGAR
LAUGAVEGI 18 a
25