Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 13

Lystræninginn - 01.03.1977, Blaðsíða 13
VERNHARDUR LINNET: I MIIIIIGU GAl Það var ekki alveg eins gaman að lifa daginn sem Erroll Garner d6. Aldrei framar lygnir hann augunum aftur og brosir, lætur fingurna fljúga yfir píanó- borðið, hallar sér aftur, umlar og There never will be another than you; aldrei framar„ Teach me tonight og sólin er gengin til viðar og það er heitt og dimmt og hafið blátt og Sidney Bechet brosir á stalli sinum hjá Casino de Juan-les—pins„ Sviðið mikla er autt utan einn bassi og trommur og flýgill og stóllinn með sima- skránum. Það fer ekki á milli mála að Erroll Garner fremur tóngaldurinn i kvöld en hann er ekki mættur til leiks og hálftimi liðinn siðan tónleikarnir áttu að hefjast og búið að leita á öllum börum borgarinnar. Þá alltieinu birtist hann á sviðinu, lágvaxinn og svartur, hárið sléttgreitt og skegghýjungur og hann brosir og sest og augun ljóma og einn þessara dýrðlegu forleikja hefst og enginn veit hvað hann boðar; þá allt- ieinu Groovin high„ Stjörnurnar snérust i hringi og pálmatréin sveifluðust þegar tónaregnið skall á þeim og þúsundirnar sátu uppnunjdar i riki tónana. Það var 23. júli 1970, lokatónleikar 11, alþjóð- legu djasshátiðarinnar i Antibes, Juan- les-pins. Daginn eftir flaug ég til Kaupmannahafn- ar og þangað var Erroll Garner kominn og i heila viku hlustaði ég á hann leika i Tivoli„ Það voru dýrðlegir dagar og him- inninn heiður og froðan á faðclinu þykk og mjúk„ Erroll Garner fæddist árið 1923« - Ég lærði á pianó þegar ég var krakki i Pittisburgh og ég var byrjaður á sjöunda hefti pianóskólans þegar kennarinn minn sagði við mig„ - Við skulum kikja aðeins i fyrsta heftið, og þegar ég mundi ekki hvernig sum lögin voru rann alltieinu upp fyrir henni ljós; ég hafði lært allt utanað sem hún hafði leikið fyrir mig og spilað siðan eftir eyranu og jafnvel bætt nótu og nótu inni sumstaðar. Garner lærði á pianó en hann lærði aldrei að lesa nótur, liklega sá eini af meisturum djassins sem svo var ástatt fyrir„ í upphafi feril sins var hann undir sterkum áhrifum frá Fats Waller en fljótlega mótaði hann sinn eigin stil og má telja hann einn af feðrum nútimadjasspianóleiks ásamt Theloniusi Monk og Bud Powell, þó hann ætti mun sterkari rætur i hinum hefðbundnari djass en þeir. Að lýsa tónlist með orð- um er einsog að lýsa skáldverki Í tón- um„ Garner markar taktinn með gitarlik- um slögum vinstri handar en hægri hend- in er alltaf broti á eftir og skapar það óhemju rýþmiska spennu i leik hans„ Still hans er svo sérstæður að flestum er auðvelt að þekkja hann eftir nokkra takta. Garner hafði mikil áhrif á aðra pianista og má nefna: Oscar Peterson, Red Garland, George Shearing og Marry Lou Williams. Nú á dögum þegar menn sitja mánuðum sam- an i stúdiói til að koma saman einni breiðskifu gætu vinnubrögð Garners vakið furðu. Hann gekk inni hljóðritunarsalinn og settist við flýgilinn, lék án hléa yfir tylft verka, sum nær stundarfjórð- ungs löng og enginn endurtaka. Andinn var yfir meistara spunans. Augnablikið verður ekki endurheimt. Nú á timum tæknivæðingar i listum gerast slík augnablik fágætari. Garner lifir enn meðal okkar i hljóðritunum sinum. Ég nefni aðeins: Consert by the sea (CBS BPG 62310), That's my kick (MGM C 8047) og Feeling is beleiving (Polydor 2393 01 5), 13

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.