Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2016, Síða 44
Helgarblað 22.–25. janúar 20166 Betra líf - Kynningarblað Bakað fyrir björgunarsveitir L andsbrauð er samstarfs­ verkefni Ölgerðarinnar, Slysavarnafélagsins Lands­ bjargar og íslenskra bakara. Landsbrauðið er til sölu í bak­ aríum um allt land og fær Slysavarna­ félagið Landsbjörg 30 krónur af hverju seldu brauði í sinn hlut. Að sögn stjórnenda Slysavarnafélags­ ins Landsbjargar þá hefur verk efnið reynst þeim afar vel þar sem hver króna skiptir máli en Landsbrauðið var sett á markað í september síðast­ liðnum. Um er að ræða gómsætt trefjaríkt brauð með höfrum, byggi og rúgi og hefur því verið tekið vel af almenn­ ingi. Vonast er til að Landsbrauðið verði varanlegur hluti af innkaupa­ kerru landsmanna sem bæði kunna að meta gott brauð og vita hversu miklu máli björgunarsveitirnar skipta fyrir öryggi fólks hér á norður­ slóðum. Mikilvægur liður í slysavörnum Landsbrauðið er einnig liður í slysavörnum því á umbúðir brauð­ anna eru prentaðar öryggisupplýs­ ingar sem allir ættu að þekkja og kunna. „Það er gott að fá tækifæri á að setja árstíðabundnar forvarnar­ merkingar á brauðin, eins og til dæmis að minna fólk á að nota hjálm þegar það fer út að hjóla á sumrin,“ sagði Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Smári segir verkefnið skipta björgunarsveitirnar miklu máli: „Bæði léttir það rekstur félagsins eftir annasöm misseri undanfarið en ekki síður þá eflir það forvarnastarf og upplýsingagjöf með skilaboðum á umbúðum. Slysavarnafélagið Lands­ björg og Ölgerðin hafa áður átt í far­ sælu samstarfi og við fögnum þessu framhaldi á því. Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og hlýhug í okkar garð,“ sagði Smári og bætti við að þetta væri verkefni sem væri í hag allra, fólk geti snætt gómsætt og hollt brauð og styrkt lífsnauðsynlegt málefni á sama tíma. Forréttindi að vinna með fagmönnum Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Öl­ gerðarinnar, sagðist mjög ánægður með verkefnið. ,,Við hjá Ölgerðinni leggjum mikla áherslu á vöruþróun og að fá að vinna slíka vinnu með fag­ mönnum eins og íslenskum bökurum eru forréttindi. Ölgerðin hefur unnið með Landsbjörg í öðrum verkefnum sem hafa gengið vel og við erum stolt af því að koma að þessu samstarfi,“ sagði Andri. Fyrir nokkrum árum stóð Ölgerðin fyrir átaki til hjálpar Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem ákveðin upphæð af hverri seldri dós af malti rann beint til björgunar­ sveitanna. „Þetta samstarf er frábær viðbót við hollustuvakningu hjá bökurum. Strax upp úr 2009 fóru bakarar að vekja athygli á heilkornavörum með heilkornalógói sem jafngildir skráar­ gati næringarlega. Við höfum fylgst með sölu á heilkornarúg og heil­ kornahveiti rjúka upp síðan þá. Landsbrauðið ber merkið trefjaríkt því það er 6,6% trefjar. Það er gaman að vinna svona verkefni sem bæði stuðl­ ar að hollari matarvenjum og styrkir björgunarsveitirnar okkar í leiðinni,“ segir Andri. Björgunarsveitarfólk þarf að vera vel nestað þegar farið er í lengri útköll og má gera ráð fyrir að Landsbrauðið verði í mörgum bakpokum þeirra það sem af líður vetri og í framtíðinni. n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.