Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 5
Valtýr Bjarnason UM BLOÐFLOKKA OG BLÓÐGJAFIR Þetjta er upphaf greinar Valtýs Bjarnasonar, svæfingalæknis, vi5 LancLspítalann, en vegna lengdar greinarinnar bíöur nið- urlag hennar birtingar í næsta tölublaði tímaritsins. Hlutverk blóðsins er margþætt og mikilvægt. Það sér um dreifingu súrefnis um líkamann með hjálp rauðu blóð- kornanna og flytur burtu úr- gangsefni, svo sem koldioxyd. Það sér um dreifingu næringar- innar til allra hluta líkamans og það á mikinn þátt í að halda líkamshitanum jöfnum. Það flytur ýmis kemisk efni og hormón út um líkamann, til þeirra líffæra, sem þau eiga að verka á. Einnig ver blóðið lík- amann fyrir árásum sýkla og getur þá komið upp miklum lið- styrk á skömmum tíma. Svona mætti lengi telja, en af þessu má fá nokkra hugmynd um mikilvægi þess fyrir líkam- ann og hversu áríðandi er, að hlutföll þeirra efna, sem blóðið mynda, séu sem eðlilegust og i'éttust, svo að líkaminn geti með varnarkerfi sínu unnið á móti þeim óæskilegu áhrifum, sem kunna að ógna honum. Mikill blóðmissir er lífshættu- legur. Áður fyrr var litið svo á, að blóðgjöf til sjúklings væri Það síðasta, sem reyna bæri við hann, og þá ekki fyrr en öll önn- Ur úrræði höfðu reynzt árang- urslaus. Var ekki að undra, þótt svo væri, því að oft eða oftast varð árangur lélegur eða það kostaði sjúklinginn lífið. Á síðari árum hefur orðið geysileg breyting á þessu, því að nú er svo komið, að blóðgjafir eru orðnar mjög veigamikill þáttur í meðferð sjúkra. Má þakka það uppgötvun blóðflokk- anna og því öryggi, sem skapað- ist við það að mönnum varð kleift að gefa sjúkum mönnum blóð án bess að hætta lífi þeirra. Eiga nú blóðgjafir sinn þátt í því að gera læknum fært að leggja út í umfangsmiklar og tímafrekar aðgerðir, sem meðal annars án blóðgjafa væru óframkvæmanlegar. Trúin á lœkningamátt blóðsins er ævagömul. Hippokrates (ca. 460—ca. 377 f. Kr.) gat þess, að blóð úr hraustum manni væri gott við flogaveiki. Plinius (23—79) og Celsus (fyrstu öld e. Kr.) töluðu um hin góðu áhrif heilbrigðs blóðs. 1 þá tíð var blóðið drukkið, síðar komst sá siður á að sjúga blóðið. Var það álitið gott yngingalyf, svo að gamlir menn sugu blóð úr hand- leggsæðum hraustra unglinga. Fyrstu rituðu heimildirnar um blóðskipti eða blóðflutning eru frá árunum 1556 (Hiero- nymus Cardanus, 1501—76) og 1604 (Magnus Pegelius), en hvernig sá blóðflutningur var framkvæmdur er ekki getið. Englendingurinn Richard Lo- wer (1631—91) mun samkvæmt áreiðaniegum heimildum fyrst- ur manna hafa gert blóðflutning beint á milli dýra. Til þess not- aði hann fjaðurstaf. Fleiri munu hafa reynt þetta eftir það, og árið 1667 framkvæmdu Frakkarnir Denis og Emmeres fyrsta beina blóðflutninginn frá dýri til manns. Notuðu þeir til þess lambsblóð. Munu þeir hafa gert þetta á fjórum sjúklingum, en tilraunin endaði illa. Fjórði sjúklingurinn dó af völdum blóðflutningsins, er hann fékk blóð í þriðja sinn. Að líkindum mun hann hafa myndað mótefni gegn lambsblóðinu og látizt eft- ir þriðju tilraun vegna blóð- talnaleysingar (hæmolysis). Það var því sannarlega ekki uppörvandi að halda áfram slík- um aðgerðum, sem höfðu svo al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinginn, enda lögð- ust þær niður að mestu og voru í sumum löndum bannaðar með lögum. Og ef einhverjir voru svo djarfir að ieggja sjúklinga í slíka hættu, mátti draga þá fyrir lög og dóm. Landois safnaði 1875 skýrsl- um um blóðflutning og komst að raun um, að getið væri um 274 blóðgjafir, þar sem manns- blóð hafði verið notað, og 129, þar sem dýrablóð hafði verið notað. Ennfremur kom það í ljós, að mun hættulegra var að nota dýrablóð en manna. Þó ráku menn sig á það, að fram gátu komið sömu alvarlegu verkanir, þó að mannsblóð væri TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.