Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 6
notað í stað dýrablóðs. 1 stað blóðs voru nú gefnar upplausnir af sykri og söltum, og þótti það mikil framför og meiri trygging fyrir sjúklinginn. Menn gáfust þó ekki upp þrátt fyrir mótbyrinn, og að lok- um kom þar, að það rofaði til og ráðningin fékkst á þeirri gátu, hvers vegna blóðflutning- ur manna milli gat verið svo hættulegur þeim, sem blóðið fékk. ABO-blóðflokkarnir Það var árið 1901, að Land- steiner og starfsmenn hans fundu blóðflokkana. 1 fyrstu voru flokkarnir aðeins þrír, en ári síðar kom í ljós, að þessir aðalflokkar voru fjórir. Má með sanni segja, að þessi uppgötvun hafi haft geysilega þýðingu fyr- ir allt mannkynið og að læknis- fræðin hafi fengið eitt af sínum beztu vopnum í baráttunni við sjúkdóma og slys. Skipting blóðs í þessa fjóra aðalflokka, sem táknaðir eru með stöfunum A, B, AB og 0 — byggist á því, að sérstakir mótefnavakcir (antigen (agglu- tinogen)) eru bundnir rauðu blóðkornunum. Eru þessi efni tvö og eru táknuð með A og B, og fer skipting flokkanna eftir því, hvort annað efnið eða bæði eru bundin rauðu blóðkornun- um eða hvorugt er til staðar. Þegar A er til staðar, er flokk- urinn A, en ef B er til staðar, þá er flokkurinn B. Séu þau bæði til staðar, er flokkurinn AB. Til gamans má geta þess, að það var sá flokkur, sem síð- ast fannst og er sjaldgæfastur. Að síðustu er flokkurinn 0, ef hvorugt efnið er til staðar. Auk þessa sýndi það sig, að þessir mótefnavakar (antigen (agglutinogen)) hafa jafnmörg mótefni (antibodies (isoagglu- tinin)), og eru mótefnin í blóð- vatninu (plasma). Mótefni þessi kallast anti-A og anti-B og eru til staðar, annað eða bæði, eða þá hvorugt, þannig að í A-blóði er anti-B í blóðvatninu, í B- blóði anti-A, í AB hvorugt og í O-blóði bæði anti-A og anti-B. Ef mótefnavaki (antigen) og mótefni (antibody) komast í snertingu hvort við annað, renna blóðkornin saman í klumpa (agglutination) og leys- ast síðan upp (hæmolysis). Þar með er fengin skýring á því, hvernig blóðgjafir gátu haft al- varlegar afleiðingar í för með sér, áður en blóðflokkarnir fundust, og það er einmitt þetta, sem þai'f að forðast, þegar framkvæma á blóðflutning. Blóðflokkun, bæði sjúklings og blóðgjafa, er gerð til þess að koma í veg fyrir, að slíkur sam- runi eða kekkjamyndun geti átt sér stað, og hægt sé að gefa blóð án þess, að slys hljótist af. Blóðflokkun er framkvæmd þannig, að framleidd eru sera, sem í er annaðhvort anti-A eða anti-B, og er síðan þeim blóðkornum, sem flokka á, blandað saman við hvort serum fyrir sig, og ákvarðast þá flokkurinn af því, hvort um nokkra kekkjamyndun (agglutination) er að ræða, og ef svo er, í hvoru hún skeður: Rauð blóðkorn + þekkt serum: SVÖRUNU anti-A anti-B í serum í serum Mótefna- vakar (antigen) bundin rauðum blóðkornum Flokkur Mótefni (antibodies) í blóðvatni (plasma) Tíðni + = A = A anti-B 41.72% -j" + = B = B anti-A 8.56% + + = AB = AB Nil 3.04% -5- -5- = Nil = 0 anti-A + anti-B 46.68% ') SVÖRUN: Kekkjamyndun (agglutination): + Kekkjalaust: -4- Frekari rannsóknir á blóði leiddu í ljós, að mótefnavakarn- ir (antigenin) skiptust í fleiri undirflokka. Má þar nefna, að samkvæmt því skiptist A-flokk- ur í A^ — Ao — A3 o. s. frv. og á sama hátt skiptist AB í AjB — AoB — A:iB o. s. frv. Þetta hefur nokkra þýðingu, vegna þess að A2 — A3 o. s. frv. eru veikari antigen en Alf og sú hætta fyrir hendi, að ef ekki er rétt að farið við blóðflokkun, geti mönnum sézt yfir veikari svörun af völdum hinna veikari efna og því úrskurðað A-blóð sem 0 og skipað AB-blóði í B- flokk. Þessi hætta er auðvitað einnig til staðar vegna veikrar svörunar af hálfu B antigens, og skal því ávallt gæta ýtrustu aðgæzlu og árvekni við blóð- flokkun. Svaranir A-, B- og AB-flokk- anna eru oft töluvert veikari við fæðingu heldur en þær eru hjá fullorðnum. Þrátt fyrir það er mögulegt að ákvarða örugglega blóðflokk fósturs, allt niður í 8 vikna gamalt. A- og B-mótefnavakarnir (antigenin) aukast smám sam- an og ná hámarki á unglingsár- um. Við fæðingu eru mótefnin (antibodies (iso-agglutinin)) oftast ekki til staðar í blóðvatni. Frá þrem til sex mánuðum eftir fæðingu byrjar barnið að mynda sín eigin iso-agglutinin eða mót- efni. Ef þau eru til staðar við fæðingu, eru þau komin frá móðurinni gegnum fylgjuna. Rhesus-flokkarnir. Árið 1940 var gerð önnur uppgötvun, sem ekki var síður merkileg og þýðingarmikil en 40 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.