Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 7
uppgötvun aðalblóðflokkanna. Það var þegar Landsteiner og Wiener fundu Rhesus-faktorinn svokallaða. Er hann nefndur eftir apategund, en verið var að vinna með blóðkorn þeirra í til- raunadýrum, og komu fram mótefni gegn efnum, sem bund- in voru blóðkornum apanna. Rannsóknir leiddu í ljós, að um 85 % manna höfðu í rauðu blóðkornunum mótefnavaka (antigen), sem ollu kekkja- myndun, ef blóðvatni með Rhe- sus-mótefninu var blandað sam- an við. Voru þeir, sem höfðu antigen, kallaðir Rhesus-já- kvæðir, en hinir (15% manna) höfðu ekki efnin bundin blóð- kornunum, og voru þeir nefnd- ir Rhesus-neikvæðir. Undir venjulegum kringum- stæðum er ekkert mótefni (anti- body) í blóðinu gegn Rhesus- niótefnavakanum (antigeninu), en við vissar aðstæður getur það niyndazt hjá þeim 15%, sem eru Rhesus-neikvæðir. Þessu getur valdið: 1. Ef Rhesus-neikvæður (Rh-í-, Rh neg.) einstaklingur fær Rhe- sus-jákvætt (Rh pos., Rh + ) blóð, myndast mótefni (anti-Rh antibody) gegn Rhesus-jákvæðu blóðkornunum. 2. Ef kona, sem er Rhesus- neikvæð, gengur með barn, sem er Rhesus-jákvætt (faðir Rhe- sus-jákvæður), myndar hún mótefni (anti-Rh) gegn blóð- kornum fóstursins. Skilyrði þessa er auðvitað, að antigen frá fóstrinu komist í blóðrás móð- Urinnar. Mjög er misjafnt, hversu fljótt eða ört þessi mót- efnamyndun á sér stað. Þetta mótefni hefur ekki áhrif a blóðkorn móðurinnar, því að hún hefur engan Rhesus-faktor, eu fóstrið, sem hefur hann, verður fyrir áhrifum, þegar naótefnin komast í blóðrás þess. Rannsóknir á blóði konunnar uui meðgöngutímann gefa til hynna, hvort mótefni hafa Uiyndazt (Anti-Rh screen test og Anti-Rh titrering, indirecte Coombs). Nái mótefnin að verka á blóðkorn barnsins, kem- ur fram sjúkdómur, erythro- blastosis foetalis, og fer það eft- ir því, hversu alvarlegt ástand- ið er, hvort gera þarf blóðskipti. Direct Coombs’ próf er gert á blóði þessara barna. Ennfremur er fylgzt með hæmoglobini og galllitarefni í blóði (bilirubin). Talið er, að í rúmlega 10% af hjónaböndum sé konan Rhesus- neikvæð, en makinn Rhesus-já- kvæður. Langmestur hluti þess- ara hjóna getur þó, sem betur fer, eignazt eitt eða fleiri heil- brigð börn, áður en vart verður sjúkdómsins, og dæmi eru þess, að konur hafi átt upp í 11 börn, án þess að borið hafi á sjúk- dómnum. Erythroblastosis foet- alis kemur einnig fyrir í sam- bandi við aðalflokkana ABO, en er sjaldgæfara. Þá er móðirin í O-flokki, en faðirinn í A eða B. Barnið verður þá annað- hvort A eða B. Immun (anti-A eða anti-B) mótefni komast gegnum fylgjuna og valda hæmolysis hjá fóstrinu. Rhesus-faktorinn greinist í undirflokka, sem táknaðir eru með: C, D, E, c, d, e, og hafa fundizt mótefni þessara mót- efnavaka. D-faktorinn er sá, sem mesta þýðingu hefur. Einnig má í framhaldi af þessu nefna afbrigði af D-faktornum, sem táknað er með Du. Þetta anti- gen hagar sér sem veikt svar- andi D, og því er hætta á, að Du-einstaklingar séu ranglega úrskurðaðir Rh-neikvæðir, ef menn láta sér sjást yfir hina veiku svörun. Það hefur sýnt sig, að þessi faktor getur fram- kallað myndun anti-D hjá D- neikvæðum mönnum, og hefur þetta því þýðingu við blóðgjaf- ir, og má því ekki gefa Rh- neikvæðu fólki Du-jákvætt blóð. Að lokum má nefna aðra flokka, svo sem MN og S, sem fundust 1927, og auk þess Kell, Duffy, Lutheran, Lewis, Kidd og P. Þessi antigen hafa ekki eins mikla þýðingu og ABO og Rh, en þeir geta framkallað mótefnamyndun og valdið trufl- unum (complicationum) við endurteknar blóðgjafir og einn- ig valdið erythroblastosis foe- talis, þó að það sé miklu sjald- gæfara en í sambandi við Rhes- usfaktorinn og ABO-flokkana. Hvít blóðkorn og thrombocytar geta einnig undir vissum kring- umstæðum orsakað mótefna- myndun, t. d. við margendur- teknar blóðgjafir og endurtekna þungun. Blóðbankar Fyrsti blóðbankinn var stofn- settur í Bandaríkjunum 1936, við Cook County Hospital í Chi- cago. Síðan hafa verið stofn- settir blóðbankar um ailan heim, ýmist í sambandi við sjúkrahús eða sem sjálfstæðar stofnanir, sem hafa svo látið læknum og sjúkrahúsum í té blóð eftir þörf- um. í Reykjavík tók Blóðbankinn til starfa 1952. Er hann hinn eini sinnar tegundar á landinu og vei'ður oft að senda blóð til sjúkrahúsa og lækna um land allt. Starfsemi blóðbanka byggist á því, að nægilega margir blóð- gjafar séu fyrir hendi, svo að hægt sé að fullnægja eftirspurn. Um þrenns konar blóðgjafa er að ræða: 1. Ættingjar og vinir sjúklinga. 2. Blóðgjafar, sem eru á spjald- skrá bankans og eru tiltækir, þegar á þarf að halda. 3. Blóðgjafasveitir. Víða erlendis er greitt fyrir blóðið, og ýtir það frekar undir, að menn komi til blóðtöku. Þegar blóð er tekið, er því blandað saman við upplausn, sérstaklega til þess gerða, (ACD-upplausn), til þess að hindra blóðlifrarmyndun eða storknun. I upplausninni er citrat, citrinsýra og dextrose í TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.