Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 19
baráttan, sem háð var umhverfis hana, kenndi henni ungri, að hún mundi þurfa að standa á eigin fótum og að lífsins gæði fengjust ekki fyrir lítið. Sjö ára gömul heiinsótti hún mig til að segja mér, að hún ætlaði að verða hjúkrunarkona eins og ég, og hún hvikaði aldrei frá því marki. Hún var afburða námsmanneskja, og útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla íslands veturinn 1969 með miklum sóma. Minnisstæðastur verður okkur, sem þekktum hana, gáski hennar, sem smitaði frá sér og fyllti umhverfi hennar, hvort sem var á heimili eða vinnustað. Hún hafði sem fullorðin ákaflega sérkennilega og mikla lífs- skoðun, var hleypidómalaus með afbrigðum, svo að okkur, sem eldri vorum, rak oft í rogastanz, en hún átti líka til það ákaflyndi, sem gaf henni sem persónuleika mikla skerpu. Hún var vinmörg og ungum sem öldnum þótti gott að njóta félagsskapar hennar; einverustundir held ég að hún hafi alla tíð átt fáar. Haustið 1970 fór hún til Kaupmannahafnar og vann á Rigshospitalet. Hún ætlaði sér að læra kennsluhjúkrun og hefði að öllum likindum fengið skólavist á þessu ári. Andlát hennar varð mjög sviplegt. Hún lézt í Kaupmannahöfn 2. febrúar. Lífið væri okkur óbærilegt, ef við lærðum ekki að sætta okkur við það án þess að skilja nokkurn tíma þess duldu rök. Dísa litla stóð sig vel þann stutta tíma, sem hún lifði hérna meðal okkar, og það hlýtur að geta orðið okkur til huggunar, sem nú verðum að sjá á bak henni svona ungri. Góður guð styrki hennar nánustu í þessari raun. Gnðbjörg Einarsdóttir. IN MEMORIAM Systir Maria Fulberta Fædd 21. september 1882 Dáin 21. marz 1972 NÚ er systir Fulberta gengin inn í fögnuð Herra síns. Hún verður lögð til hinztu hvíldar að kórbaki Kristskirkju í Landakoti. 1 Landakoti undi hún sér vel í meira en hálfa öld. Hún kom út hingað til þess að hjúkra sjúkum og hjúkrun var hennar lífsstarf upp frá því, meðan henni entist þrek til þess. Það eru því margir íslendingar, sem hún hefur léð líknarhönd á löng- um starfsferli, og sá hópur er stór, sem geymt hefur minningu um hana í þakklátum huga, þessa hæglátu konu, sem gekk að vei’ki sínu með rósemi og stillingu, en gat verið einbeitt, ef því var að skipta. En ein- beitnin var aldrei hörð, hún var milduð af kærleika. Þegar mest reyndi

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.