Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Síða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Síða 22
Gísli Á. Þorsteinsson Eftirfarandi erindi flutti Gísli Á. Þorsteinsson geðlæknir, viö Kleppsspítalann, á námskeiði í geðsjúkdómafræði og geðhjúkr- un. ÞUNGLYNDI, oftast blandið kvíða, ei' trúlega algengasti geð- kvillinn, sem hrjáir mannfólkið. Þunglyndiseinkenni koma fram í sambandi við velflesta geðsj úk- dóma og taugaveiklunarsjúk- dóma, ýmist sem aðaleinkenni eða samfara öðrum einkennum, sem kunna að vera meira áber- andi í sjúkdómsmyndinni. Hafa verður í huga, að vissar smærri geðsveiflur eru eðlileg fyrirbæri hjá heilbrigðu fólki. Geðslag okkar er stöðugt að breytast í samræmi við ytri kringumstæð- ur, stundum er maður glaður og vel upplagður, stundum niður- dreginn og leiður og á erfitt með að koma nokkru í verk. Til nán- ari skýringar getur maður greint milli dýptar geðlægðar- innar, varanleika hennar og þess, hversu eðlileg hún getur talizt með tilliti til þeirra að- stæðna, sem framkölluðu geð- lægðina. Taka verður einnig til- lit til þess, hversu ólíkir ein- staklingarnir eru hver öðrum. Sumir eru fljótir að skipta skapi, verða glaðir og örir af litlu tilefni, aðrir láta fátt koma sér úr jafnvægi. Geðlægð telst þá fyrst sjúkleg, þegar dýpt UM ÞUNGL YNDISEINKENNI OG OFSÓKNARHUGMYNDIR ÞUNGLYNDI, GEÐLÆGD, DEPKESSIO MENTIS hennar og varanleiki fer fram úr því, sem eðlilegt getur kall- azt, og þegar persónugerð sjúk- lings er einnig höfð í huga. Þunglyndissjúkdómarnir hafa verið flokkaðir á ýmsa vegu. Eftirfarandi flokkun er hand- hæg og hagkvæm í daglegri vinnu: 1. Psykogen eða reaktiv de- pression. 2. Endogen depression. 3. Neurotisk depression. 4. Involutional depression. 5. Organisk depression(sym- tomatisk depression.) Ef við lítum nánar á reaktiv- ar og neurotiskar depressionir, sem hafa margt sameiginlegt, má með nokkrum rétti segja, að hér sé um sjúklega sorg að ræða. Það er eins og sjúkling- arnir sjái allt gegnum dökk gleraugu. Ekkert er skemmti- legt lengur. Víst geta sjúkling- arnir stundum rifið sig dálítið upp úr þunglyndinu og látið sem þeir séu glaðir og reifir, en oftast gera þeir þetta til þess að þóknast öðrum, vinum og vandamönnum, og fyrir kurt- eisis sakir. Lífið verður þung- bært og meiningai'laust. Það, sem öðrum finnst skemmtilegt og áhugavekjandi, lifir sjúk- lingurinn sem fánýtan hégóma. Hann einblínir á skuggahliðar tilverunnar og finnur ekki gleði í neinu. Hann byrjar e. t. v. að efast um, hvort nokkur mein- ing sé með því starfi, sem hann hefur með höndum, og hvort hann hafi gert nokkurt gagn um ævina yfirleitt. Sjúklingur- inn sér framtíðina oft sem von- lausa, og stundum getur þung- lyndið gengið svo langt, að sjúk- lingurinn fer að óska sér dauða, það væri betra fyrir hann sjálf- an, fyrir fjölskylduna, fyrir alla, að hann fengi að deyja. Lífið er hvort sem er ekkert ann- að en þungbær kvöð. Sj úklingur- inn verður meyr í skapi, grát- mildur, fær grátköst af litlu til- efni, kökk í hálsinn og þyngsli fyrir brjóst. Við dýpri depress- ionir hverfur á hinn bóginn hæfileikinn að geta grátið. Táraframleiðslan er hemluð. Matarlystin verður oftast léleg. Maturinn bragðast illa, og maður borðar aðeins af því að hann má til. Ef á hinn bóginn kvíði og angist er mjög áberandi í sjúk- dómsmyndinni, getur það leitt til aukinnar matarneyzlu, mað- ur étur sér til huggunar. Oftast eru þunglyndissjúklingar ob- stiperaðir. Svefninn truflast að meira eða minna leyti. Þung- lyndi dylst oft bak við önnur sjúkdómseinkenni, og ekki er óvanalegt, að sjúklingur leiti læknis vegna þreytu, svefnleys- is, höfuðverkjar, ógleði, hægða- tregðu, minnisleysis eða einbeit- ingarörðugleika. Oft eru það ættingjar sjúklingsins, sem fá hann til að leita læknis, sum- part vegna þess, að geðlægðinni fylgir minnkuð framtakssemi, og sumpart vegna þess, að sjúk- lingarnir átta sig oft ekki á því, 56 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.