Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 23
hvað um er að ræða, og telj a sig ekki sjúka á nokkurn hátt. Depressiv einkenni geta sézt við fælni (phobia), hysteríu, þráhyggju, kvíða-neurosur, all- ar psykosur, hinar ýmsu skap- gerðar-neurosur og við alla mögulega líkamlega sjúkdóma og sjúkdómseinkenni. Það getur verið erfitt að greina geðlægð, sem dylst bak við ýmiss konar líkamleg sjúk- dómseinkenni, eða óró og eirðar- leysi eða uppgerðarglaðværð. Maður blygðast sín kannske fyr- ir þunglyndið og vill þar af leiðandi dylja það, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Maður 'hegðar sér eins og allt væri í stakasta lagi, kemur fram fyrir aðra með bros á vör og neitar því, að nokkuð sé að, nema e.t.v. svolitlir erfiðleikar með svefn eða áhugaleysi í vinnunni. í slíkum tilfellum er gjarnan tal- að um „smiling depression". Við reaktiva depression er alltaf einhver tiltölulega augljós ytri orsök, sem setja má í sam- band við sjúkdómsástandið. Sem dæmi má nefna dauðsfall í fjöl- skyldunni, langvarandi tog- streitu í hjónabandi, hjónaskiln- að, gjaldþrot, erfiðleika á vinnu- stað og því um líkt. Einnig langvarandi meðvitaða sál- kreppu (conflict), sem sjúk- lingum tekst ekki að leysa. Sjúk- lingurinn hefur ekki megnað að leysa vandamálið og erfiðleik- ana á eðlilegan hátt og sér enga færa leið út úr ógöngunum. Við- brögð hans verða því þunglyndi og vonleysi, hann leggur árar í bát að meira eða minna leyti. Sjúklingarnir eru jafnframt oft spenntir og uppstökkir, fá grát- köst eða reiðiköst af minnsta tilefni, sofa illa á nóttunni og eru sífellt með hugann við það vandamál, sem þeir hafa við að stríða. Sjálfsásakana gætir miklu minna við þessa tegund þunglyndis en við endogen de- pression. Sjúklingarnir ásaka oft einhvern, sem þeir umgang- ast, fyrir, hvernig komið er, stundum með réttu, en stundum einnig algerlega að ástæðulausu. Er þá skammt yfir í paranoid þróun. Depressio involutionalis byrj- ar fyrst um 45-55 ára aldur og hefur nokkuð sérstæða sjúk- dómsmynd. Oftast hefur sjúk- lingurinn ekki fengið umtalsverð þungljmdisköst áður, en stund- um verið spenntur og kvíðinn í marga mánuði eða e. t. v. fáein ár, áður en sjúkdómurinn brýzt út. Þessi þunglyndistegund er algeng meðal kvenna við tíða- hvörf, en einnig tíð meðal karl- manna. Einkennin byrja oft hægfara með önuglyndi og pirr- ingi, og kvíði, eirðarleysi, marg- vísleg ímynduð líkamleg vesöld og ráðleysi eru oft áberandi ó- þægindi hjá þessum sjúkling- um. Enn fremur sjálfshvarfs til- finning (depersonalisation) með fáránlegum ranghugmyndum, t. d. að líkaminn sé ekki leng- ur til, að innyflin hafi rotnað burt, eða þá öfugt, að líkaminn hafi aukizt feiknalega að stærð. Hins vegar er tregða lítt áber- andi, hvorki með tilliti til hugs- ana né athafna. Sjúkdómurinn verður oft langvinnur og erfið- ur viðfangs og sjálfsmorðshætta talsverð. Margir þessara sjúk- linga hafa svokallaða anankas- tiska persónuleikagerð, þeir eru nákvæmir, stundum smásmugu- lega samvizkusamir, með sterka tilhneigingu til þráhyggju og þrálætis (compulsive behav- iour). Depressio presenilis var áður fyrst og fremst talin standa í sambandi við ellibreytingar heil- ans, en á sér örugglega einnig sálrænar orsakir. Aðaleinkenni þessa þunglyndis eru auk sjálfr- ar geðlægðarinnar mikill kvíði, svefnleysi, eirðarleysi, minnis- truflanir (einkum á nærminni), ýmiss konar líkamleg óþægindi, svo sem höfuðverkur, svimi, hjartsláttarköst, titringur á höndum o. s. frv. Einnig áber- andi tilhneiging til paranoid ranghugmynda, sem minnkandi heyrn gerir sitt til að stuðla að. ECT verkar oft vel á þessa teg- und þunglyndis. Depressio mentis endogenica: Ýmist sjálfstæð sjúkdómsmynd eða depressiv afbrigði í psykosis manio-depr. Endogen þýðir eig- inlega: orðinn til innan frá, og í ofangreindu sambandi er átt við, að erfðir og persónugerð einstaklingsins ráði mestu um, hvort sjúkdómurinn nær sér niðri. Við þessa tegund þung- lyndis er ekki unnt að benda á neinar augljósar ytri orsakir, sem skýrt gætu þróun sjúk- dómsins. Nokkur ákveðin möi'k milli endogens og exogens þung- lyndis finnast þó ekki, og við afar marga þunglyndissjúk- dóma er hægt að fá fram a. m. k. meðverkandi ytri orsakir, sé nægiiega vel leitað. Endogen depression hefur m. а. eftirfarandi sérkenni, sem greina hana frá öðrum tegund- um þunglyndis: 1. Ytri orsakir virðist vanta. 2. Depressiv eða manisk köst í sjúkrasögunni. 3. Psykomotorisk tregða, sem lýsir sér bæði í hugsana- gangi og athafnalífi sjúk- lingsins. 4. Depressivar ranghugmynd- ir, aðallega sjálfsásakanir, sjúklingarnir halda gjarnan, að þeir hafi drýgt stórglæpi og því um líkt og muni eyða ævinni í fangelsi. Eða sjúk- lingur álítur sig haldinn ein- hverjum ólæknandi sjúk- dómi. 5. Sjálfsmorðsþankar og dauða- óskir. б. Dagsveifla, sem lýsir sér með svefnleysi seinni hluta næt- ur samfara ógurlegum kvíða og jafnvel hreinni angist. Hins vegar batnar oft líðan töluvert síðdegis og eink- um að kvöldinu. 7. Viss persónuleikagerð. Cyc- loid eða synton persónuleiki TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 57

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.