Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 25
Möguleikarnir á megaloman ranghugmyndum eru næst- um ótæmandi. 2. Hypochondriskar ranghug- myndir. Sjúklingur ímynd- ar sér og reynir að telja öðr- um trú um, að hann gangi með alls konar líkamlega sjúkdóma. Árum saman get- ur slíkur hypochondriskur paranoiker flækzt milli ó- líkra lækna í leit að einhverj- um nógu hæfum til að greina sjúkdóminn, sem hann telur sig þjást af. Stundum getur hann eggjað til algjörlega ónauðsynlegra skurðaðgerða sem gefa honum stundarfró, en bráðlega koma einkennin aftur með auknum styrk. Eftir ár eða jafnvel áratugi getur sjúkdómsmyndin þró- azt yfir í hreina paranoid psykosu. Hafa verður í huga í þessu sambandi, að hypochondri er eins vanaleg við ýmiss konar neurosur og þunglyndissj úk- dóma, eins og áður var vikið að. 3. Langalgengastar eru þó of- sóknarhugmyndirnar, maður hefur það á tilfinningunni að vera ofsóttur og lagður í einelti. Þessi tegund rang- hugmynda virðist vera í aukningu, meðan aðrar par- anoid hugmyndir hafa orðið tiltölulega sjaldgæfari á seinni tímum. Flestir læknar og leik- menn nota líka orðið para- noid í merkingunni að telja sig ofsóttan. Paranoia kalla menn sjúk- dómsástand án ofskynjana og annarra grófra schizofren ein- kenna, en með ríkulegum og yfirleitt kerfisbundnum rang- hugmyndum. Þessir sjúklingar geta oft mjög lengi komizt af utan veggja sjúkrahússins þrátt fyrir alls konar togstreitu og misklíð við nágranna, skyldfólk og vinnufélaga, sem ranghug- myndirnar koma af stað. Marg- ir paranoid sjúklingar lifa sem sárkennilegir uppfinningamenn, umbótamenn og leiðtogar ólíkra öfgamannahópa Fyrr eða síð- ar, þegar sjúkdómurinn hefur ágerzt nægilega mikið og á- rekstrarnir við umhverfið orðið of stórkostlegir, verður nauð- synlegt að taka sjúklinginn inn á sjúkrahús. Það þarf varla að taka það fram, að sjúkdómsinn- sæi hafa þessir sjúklingar nán- ast ekkert og því þarf oft að grípa til þvingunaraðgerða gagnvart þeim í sambandi við innlagningu á sjúkrahús. Sjúklingar fá oft efnivið í hugmyndir sínar gegnum fjöl- miðla nútímans: útvarp, sjón- varp, dagblöð og jafnvel leik- hús. Þeir lesa út úr frásögnum dagblaðanna alls kyns duldar meiningar um sjálfa sig. Sama er að segja um efni sjónvarps og útvarps og leikrit, sem sýnd eru á leiksviði. Sjúklingnum finnst alls staðar vera sveigt að sér, útvarpsþulurinn flytur þeim ieynileg skilaboð eða hót- anir, sama er að segja um leik- arana og sjónvarpsfólkið. Sjón- varpið er einnig illræmt fyrir alls konar óholla geisla og raf- seguláhrif, sem sj úklingarnir verða fyrir í svo ríkum mæli, að þeir geta ekki á heilum sér tekið. Hér verður að nefna sérstaka sjúkdómsmynd, sem kallast paranoia kværulans. Þessir sjúklingar telja sig hafa verið órétti beitta á einhvern hátt, og öll þeirra hugsun og orka snýst um það eitt að ná rétti sínum. Þeir skrifa greinar í blöðin, leggja fram kærur, fara í mála- ferli og gefast aldrei upp. Það skiptir ekki máli, hversu lítil- fjörleg og þýðingarlaus hin raunverulega eða ímyndaða ó- réttvísi er, sjúklingurinn vill ná rétti sínum, hvað sem það á að kosta í tíma og peningum. Þess eru dæmi, að menn hafa gefið atvinnu sína upp á bátinn til þess að helga líf sitt þrasi og málastappi, til þess eins að vinna sigur og fá málstað sinn viðurkenndan sem réttmætan. Oft eiga þessir sjúklingar auð- velt með að auglýsa mál sín og gera þau almenningi kunn með aðstoð einhverra dagblaða. Þeir aðilar, sem verða fyrir barðinu á ásökunum, geta t. d. vegna þagnarskyldu verið hindraðir í að svara fyrir sig, og sú mynd, sem blöðin gefa af málefninu, verður því oft einhliða og hlut- dræg, sjúklingnum í vil. Para- noia kværulans er sem betur fer ekki mjög vanaleg sjúk- dómsmynd, en afar hvimleið, þegar hún kemur upp, vegna þess að saklausir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á sjúk- lingunum, án þess að nokkur komi auga á hið sjúklega í at- höfnum þeirra. Paranoid sjúklingar eru oft mjög vel gefnir, og stundum hafa þeir vit á að dylja rang- hugmyndir sínar að mestu l'eyti, þar sem þeir eru sér meðvit- andi um, að annað fólk kynni að telja hugmyndirnar hreina fjar- stæðu og jafnvel sjúklegar. Sjúkleg afbrýSisemi e'öa af- brýðisparanoia einkennist af sjúklegri og óraunhæfri af- brýðisemi. Sjúklingurinn kvel- ur maka sinn með spurningum. Oftast eru það karlmenn, sem þjást af þessari tegund para- noia. Sjúklingurinn leitar að sæðisblettum eða framandi ilmi, læsir eiginkonuna inni, þegar hann fer til vinnu sinnar, felur pessarinn, hindrar hana í að mála varirnar eða leggja hárið og vill, að hún líti eins herfilega út og mögulegt er til þess að minnka hættuna á því, að aðr- ir karlmenn líti hana girndar- auga. Þetta er sérlega algengt hjá áfengissjúklingum. Til er eins konar erotisk par- anoia. Sjúklingurinn stendur í þeirri trú, að hann sé elskaður og þráður kynferðislega af ein- hverjum þekktum eða kunnum einstaklingi, oftast einhverjum TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 59

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.