Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 27
Aðalfundarboð 1972 Aðalfundur HFl hefst í Domus Medica sunnu- daginn 7. maí 1972 kl. 14. Fundarefni: a. Formaður leggur fram skýrslu yfir hið liðna ár. b. Lagður fram til samþykktar endurskoðaður ársreikningur félagsins. c. Skýrslur nefnda og deilda innan HFl. d. Lýst kjöri stjórnarmeðlima, kosnir endur- skoðendur og aðrar kosningar, er fram eiga að fara á aðalfundi. e. Breytingar á félagslögum. f. Reglugerð fyrir trúnaðarmenn. g. Önnur mál. Frá skrifstofunni Með síðasta tölublaði Tímarits HFÍ voru sendar tilkynningar um félagsgjaldið fyrir árið 1972 til þeirra hjúkrunarkvenna, sem ekki greiða beint af launum. Það eru eindregin tilmæli skrifstof- unnar til þeirra félaga, sem ekki hafa þegar greitt félagsgjaldið, að þeir sendi það hið fyrsta. Greiðsluna má senda beint til skrifstofunnar eða á póstgíróreikning 21177, en tekið er við greiðslum í pósthúsum og bönkum. Eins og sagði í 1. tbl., verður reynt að koma þeirri venju á innheimtu félagsgjalda, að þau Samkvæmt félagslögum á að kjósa tvo stjórn- armeðlimi á næsta aðalfundi, en María Finns- dóttir og Sigurhelga Pálsdóttir hafa ekki gefið kost á sér til endurkjörs. Til stjórnarkjörs hafa verið tilnefnd Nanna Jónasdóttir, Kleppsspítalanum og Rögnvaldur Stefánsson, Landakotsspítalanum, og teljast þau réttkjörin til næstu fjögurra ára, skv. 14. gr. félagslaga þar sem segir: Séu eigi fleiri tilnefnd- ir í félagsstjórn en kjósa á, teljast þeir rétt- kjörnir til næstu fjögurra ára, án atkvæða- greiðslu. Sýnið áhuga á félagsmálum og fjölmennið á aðalfundinn. Stjórnin. séu greidd inn á póstgíróreikninginn eða send til skrifstofunnar, samkv. tilkynningum, sem send verða með 1. tölublaði ár hvert. Félagsgjöldin eru nú: Kr. 2500,00 í fullu starfi. — 1800,00 í hálfu starfi og meira (ca. % lægri). — 1200,00 í afleysingum (ca. % lægri). — 800,00 ekki í starfi (ca. % lægri). — 250,00 hjúkrunarkonur yfir 70 ára og hj úkrunamemar. Nýsldpuð nefnd til að undirbúa stoínun nýs hjúkrunarskóla Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 20. jan. s. 1. var samþykkt að fela borgarstjóra í sam- ráði við borgarlækni og heilbrigðismálaráð að undirbúa stofnun nýs hjúkrunarskóla, er stofn- aður væri í tengslum við Borgarspítalann. Borgarstjóri skrifaði bréf 21. jan. til mennta- mála- og heilbrigðismálaráðuneytisins og fór þess á leit, að ráðuneytin tilnefndu fulltrúa til viðræðna við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Menntamálaráðuneytið tilnefndi: Birgi Thor- lacius ráðuneytisstjóra og Runólf Þórarinsson fulltrúa. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið til- nefndi: Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildar- stjóra. Reykjavíkurborg tilnefndi dr. Jón Sigurðs- son borgarlækni og Hauk Benediktsson fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans. Borgarlæknir var kosinn formaður nefndar- innar og Ingibjörg R. Magnúsdóttir ritari. Nefndin hefur þegar tekið til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.